Þórhildur kemur jibbí....

Þórhildur er að koma á mánudaginn hingað út í heimsókn og ætlar hún að vera hjá okkur til 17. júní. Ég hef ekki séð stelpuna mína síðan í október á síðasta ári og verður frábært að fá hana hingað í nokkra daga.Grin

Svavar ljómaði eins og sól í heiði og hljóp hér um svæðið með fréttirnar. Þetta var bara ákveðið í gær svo að það er stuttur fyrirvari.

Annars ætlum við á ströndina í Drøbak í dag, ætlum við að grilla og vonandi skella okkur í sjóinn.Cool Þetta veður einskonar kveðjuhóf þar sem að fólk er að tínast í burtu. 

Ég er reyndar bíllaus þar sem að tímareimin í bílnum mínum fór. BlushFrekar súrt þar sem að ég lét skipta um tímareim áður en ég kom út og hef ekki keyrt nema um 20 þúsund kílómetra á reiminni. En ég var víst heppin að ekki fór verr.Woundering

Auk okkar Svavars verða á ströndinni:  

Lilja fer 5. júní hún er búin að skila af sér lokaverkefninu stelpan, hún þarf reyndar að koma aftur um 20. júní til að verja verkefnið.

Gunna er búin með masterinn og byrjuð í doktorsnámi þannig að hún verður hér næstu árinn, verður reyndar að vinna að verkefnum í Danmörku næsta haust.  

Thea er líka búin að skila og er að verja í næstu viku eftir það fer hún til Stavanger og hittir hann Helga sinn. En Helgi er búin að vera að vinna sem landslagarkitekt í Stavanger síðan um áramót.

Hrafnhildur fer ekki heim fyrr en í lok júní en kærastinn hennar hann Ragnar er að fara heim á sunnudaginn. En þau koma aftur út eftir sumarfrí og eiga eftir að vera hér næstu árinn.

Dung sem hefur leigt með Lilju í vetur er líka að klára og er stelpan búin að fá vinnu í Bergen.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Hlakka til að hitta þig í sumar

Anna Viðarsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:31

2 identicon

Hæ Oddný.  Hvenær kemur þú heim.  Það er 10 ára útskriftarafmæli hjá okkur úr Garðyrkjuskólanum 13. júní. mætir þú ekki????????, kemur bara smá skrepp á klakann.  Vona að þið hafið það gott og ég hlakka til að hitta þig í sumar.  Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 23:33

3 identicon

Sæl elsku Oddný!

Ég er alltaf hérna í henni Osló, hef það bara gott (eins og hægt er í þessum hita) og er að lesa fyrir próf. Ef þið fjölskyldan (og aðrir landsmenn í Ås!)hafið áhuga á þá verður "17. júní hátíð" á sunnudeginum 15. júní við Nordberg kirkju í Osló klukkan 14. Það gengur T-bane nr. 3 upp að Sognsvann, út á Kringsjå og svo bara upp brekkuna! Íslendingafélagið stendur fyrir þessu. Lúðrasveit, kórinn minn, íslenskt nammi og fjallkona meira að segja! Ég fer svo til Íslands 17. júní, með SAS, kannski við Þórhildur verðum samferða?

Hafðu endilega samband, síminn er 9888 0556, ef þið viljið koma, eða bara eigið leið í bæinn.

Bestu kveðjur og gott að vita að ykkur líður vel þrátt fyrir bílleysið ;)

Sigga

Sigríður Gísladóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband