Fjallaferð

09.06.2008 123Á fimmtudaginn fengum við góða gesti í heimsókn, þau Guðrún og Valdimar komu við en þau eru búin að vera við nám í Svíþjóð og Danmörku. Eru nú að flytja heim á klakann, sigla frá Bergen heim. Við Hrafnhildum gengum með þeim um skólasvæðið og gáfum þeim svo að borða á eftir. 

Um helgina fórum við fjölskyldan til fjalla ásamt Ola og dætrum hans. Á föstudaginn  keyrðum heim til Ola, Maren og Linnea en þau eiga heima inn í skógi á býli sem heitir Åsheimar, 22 km norðaustur af Elverum.  Hitastigið var 33°C Cool og var nánast ólíft í bílnum en með því að drekka nóg vatn og hafa alla glugga opna hafðist það af, við erum nefnilega ekki með loftkælingu í bílnum.Blush

Við gistum á Åsheimum aðfaranótt laugardagsins, á laugardeginum héldum við hersingin þ.e.a.s. ég ,krakkarnir, Ola, stelpurnar og tveir elgshundar, Veiða og Kaura, norður til Koppang og þaðan í vestur inn á svæði sem heitir Storelvdal. Það var meiri snjór inn á fjallinu en við gerðum ráð fyrir þannig að áætlun var breitt og var tjöldum slegið upp við leið sem heitir Vinjevegen. Þó svo að við værum komin hátt upp var hitastigið fínt og þegar að við vöknuðum á sunnudagsmorgun var komin brakandi hiti og gjörsamlega ólíft í tjöldunum.  Á sunnudagsmorgun tókum við saman og viðruðum svo liðið á eftir. Frá náttstað var haldið niður að Trytjørn, reyndum þar fyrir okkur með veiðistangir og prófuðum nýju Elizu, kajakinn minn. Wink Og nú er bara eftir að prófa hana Elizu á ólgusjó.Cool

Nú bíðum við bara spennt eftir Áslaugunum Grin En Áslaug tengdamamma og Áslaug systurdóttir Begga koma á miðvikudag. Þær verða hjá okkur fram á sunnudag.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Töff mynd!!!!

Kveðja HB.

Hrafnhildur B. (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 19:03

2 identicon

Hæ Oddný.  Saknaði þín í gærkverdi á 10 ára útskriftinni.  Má ég láta hópinn sem mætti fá slóðina á blogginu þínu?  Það voru ekki allira sem mættu eins og vera ber.  þetta var rólegt og gott.  Sé að þú hefur nóg að gera í Norge.  Þú tekur þig vel út á kajakinum.  Kveðja að sinni Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 21:28

3 identicon

Hæ hæ

Flottar myndir, greinilega gaman hjá ykkur. Söknum ykkar alveg helling.

Stórt knús

Berglind (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband