Kæru ættingjar og vinir

Beggi og Helgi séð niður í HlöðuvíkÞann 22. júní næstkomandi hefði hann Beggi okkar orðið fertugur. Í minningu hans höfum ég og hans nánustu ákveðið að ganga Leggjabrjót sunnudaginn 21. júní. Eftir göngutúrinn stefnum við að borða á Hótel Glym í Hvalfirði og fá okkur svo bíltúr í kirkjugarðinn á Akranesi. Það væri frábært að sem flestir gætu verið með, og þó svo að ekki allir treysti sér eða vilji ekki ganga að þeir geti borðað með okkur. Og öfugt, ef einhverjir vilja ganga en komast ekki með borða.

Þetta er um 15-18 km löng ganga, tekur um sex og hálfan tíma að ganga. Hér getið þið skoðað leiðina gengið frá Þingvöllum og svo er hér önnur síða þar sem að finna má GPS punkta fyrir leiðina.

Við höfum ekki áhyggjur ennþá hvernig við komum okkur á staðinn eða heim aftur, en reiknum með að lítið mál verði að fá einhverja til að keyra, það vilja ekki allir ganga.  

Þar sem að við þurfum að gefa upp fjölda þeirra sem ætla að borða, þá væri gott að fá staðfestingu hjá þeim sem stefna á að vera með að borða. Veit að þeir hafa verið með hlaðborð á sunnudögum en veit ekki ennþá hvað það kostar.

Þið getið látið vita hér í gegnum bloggið eða sent tölvupóst á mig oddny67@gmail.com Þar sem að mig vantar einhver netföng hjá ættingjum og vinum, bið ég þá sem sjá þetta að láta vita til sinna. 

Vona að sem flestir sjái sér fært að vera með.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lilja, Einar, Áslaug Dóra (kannski Áróra) koma með.

Lilja

S. Lilja (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:01

2 identicon

Sæl Oddny min!

Fekk Svavar ekki ørugglega kvedju fra mer 10.februar...held ad eg se med rett numer. Annars er allt gott hedan ur Danaveldi...var "heima" i Norge sl.helgi og kem ad øllum likindum aftur nuna um midjan mars og kannski um paskana lika :o) Verdid thid i Norge um paskana? Aldrei ad vita nema madur kik uppeftir ;o)

Bestu kvedjur fra DK,

Gunna.

Gunna (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband