Kalt, kalt.......

Þegar að við vöknuðum í morgun var -30°C brrr...... það er kalt. Keyrði Svavar að sjálfsögðu í skólann, planið var að hann færi á skauta í íþróttatímanum í dag, vona bara að það verði hlýrra, eða aðeins minna kalt, Shocking þannig að þau komist á skauta.

Það er svo lélegt síma og tölvusamband hér núna. Það snjóaði svo mikið um síðustu helgi og það situr svo mikill snjór í trjánum að það truflar radiobylgjurnar, sem þýðir að hraðinn inn til okkar er svo lítill að við getum ekki notað netsímann og er alveg á mörkunum að við getum notað Skyp. Það lítur ekki út fyrir að það fari að blása í bráð en okkur vantar bara smá vind til að blása burt snjónum úr trjánum.Cool

Þórhildur kemur í viku heimsókn nú í mars. LoL Þá verð ég vonandi búin að skila af mér verkefninu, og ætlum við að vera dugleg að fara á skíði á meðan að hún er hér. Af Þórhildi er það að frétta að hún er í fullu námi, 50% vinnu og tekur kúrsa í kvöldskóla, dugleg stelpan.

Svavar þakkar fyrir kveðjurnar. Wink

Nýjar myndir!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.  Þið eruð heppin að það sé ekki vindur með þessum kulda, það væri óbærilegur kuldi við það held ég.  Gott að eiga gott föðurland greinilega í Norge.  Þórhildur ekki smá dugleg að skólast, vinna og skólast.  Gott að hún geti komið og slappað af við eitthvað annað í smá tíma.  Gangi þér vel með verkefnið.  Knús og klemm frá Mosó kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Oddný Guðmundsdóttir

Hæ Steinunn.

Já, það er kannski eins gott hehe... voru ekki nema -28,5°C í morgun brrr......  Stefni á að heimsækja hana Unni frænku þína þegar ég er búin að skila verkefninu og Þórhildur er komin. Þórhildur hefur áður heimsótt Unni, var hjá henni heila helgi fyrir um tveimur árum síðan.

Bið að heilsa á klakann. 

Klem Oddný

Oddný Guðmundsdóttir , 12.2.2009 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband