Loksins ..........

Stelpugenig á síðum í BudorSíðastliðinn mánudag 16. mars skilaði ég af mér mastersverkefninu Grin þá er bara eftir að verja, en vörnin fer fram á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl. Leiðbeinendur mínir í verkefninu voru Kjellaug Eik og Anne Katrine Geelmuyden, prófdómari er Alf Støle. Kynningin/vörnin verður opin öllum, verið velkomin. Wink

Nú er ég komin á fullt í að leita mér af vinnu, hef ekki miklar áhyggjur að ég fái ekki vinnu. Þó svo að það sé einhver niðurgangur sé í einkageirnum þá er ríkið að setja fjármuni í verkefni til að halda sama dampi í fyrirtækjum sem eru háð uppbyggingu.

Þórhildur og Áróra, systurdóttir Begga stefna á að koma og vinna hér í sumar, þannig að ég þarf líka að finna vinnu fyrir þær.

Þórhildur var hér í vikutíma, Smile flaug heim til Íslands á 21 árs afmælisdaginn sinn. Það var æðislegt að fá hana í heimsókn, þó svo að þetta hafi verið alltof stuttur tími. Fyrstu dagana hennar hér var ég á lokasprettinum í verkefninu. Við náðum nú samt að fara einn dag á skíði. Svavar komst ekki með, hann datt á hjólinu á leið í skólann og fékk stýrið í nárann. Er búin að vera hálf aumur síðna þá.

Alda föðursystir mín og Sigurbjörn, maðurinn hennar komu í heimsókn og gistu eina nótt hjá okkur. Áður höfðu þau verið á skíðum í Norefjell og gist í Íslendingahúsinu þar.  Alltaf gaman að fá gesti.

Hér er ennþá hellings snjór þó svo að það hláni skart, ennþá fínt í gönguskíðabrautunum. Við verðum upp í Tynset um páskana, ætlum að nota skíðabrekkurnar við Savalen. Hér á bæ var fjárfest í Telemarkskíðum, fundum notuð skíði og skó í fínu ástandi á netinu. Þannig að nú á að læra telemark-sveifluna, verður spennandi að sjá hvernig það gengur.Blush Fyrir þá sem ekki vita er maður með lausan hælinn á telemarkskíðum og þarf að beygja sig í hnjánum til að beygja, þetta er eiginlega öfug hreyfing miðað við svigskíði. Og miklu erfiðara, finnst mér. Ola finnst það léttara.

Um þar síðustu helgi var svokallað Moraløp. En það er 27 km langt skíðahlaup sem er á milli Koppang og Åker í Rendalen, leið sem farinn var í gamla dag. Systursonur Ola, Vegard tók þátt í hlaupinu og er hann yngsti þáttakandi sem hefur verið með. Fór hann hlaupið á 6 tímum, nokkuð gott hjá strák sem er ekki einu sinni orðinn fimm ára. Cool  Sjá blaðagrein úr Østlendingen undir myndir.      

 

 

 

  

 

 
 
  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Sæl og blessuð Oddný mín.

Hjartanlega til hamingju með þennan áfanga. Langþráður áfangi trúi ég, hjá þér. Enn og aftur til hamingju með þetta. Vertu nú dugleg að gera eitthvað fyrir sjálfan þig og njóta "frelsisins".

Knús frá Önnu "frænku"

Anna Viðarsdóttir, 23.3.2009 kl. 19:10

2 Smámynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

til hamingju með að vera búin að skila af þér og gangi þér vel í vörninni. allt gott héðan ALLUR snjórinn sem var kominn er að verða horfinn, nema snjófjöllin eftir götumoksturinn. spáir reyndar norðan skít hér næstu daga en það gengur yfir. ég fer með betri helmingnum á árshátíð á hótel hamri í borgarfirði um helgina - ég horfi þá yfir til hvanneyrar og rifja upp góða daga.

bestu kveðjur

Guðbjörg Guðmundsdóttir, 24.3.2009 kl. 21:40

3 identicon

Til lukku með skilinn á ritgerðinn, þú átt eftir að rúlla vörninni upp eins og ekkert sé.  Vona að þú fáir vinnu fyrir ykkur allar og allt gangi vel.  Skíðatæknin,það  væri  nú gaman að vera fluga í brekkunum í fyrstu ferðinni þinni.hihihihihihihh:-).  Unnur og co ætla að koma á klakann yfir páskanan og verða í 2 vikur að ég  held, hún er allger dúlla hún litla frænka mín,hlakka mikið til að sjá þau öll.  Njóttu þess að vera laus úr viðjum ritgerðar og verkefnisskila.  Hlakka til að sjá þig í sumar.  Kveðja úr Mosó Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:04

4 identicon

Innilega til hamingju  með að vera búin að skila mastersverkefninu æðislegt greinilega nóg að gera hjá þér en það er gott líka

Bestu kveðjur af Hvanneyri

Anna Lóa (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 18:15

5 identicon

Til hamingju með að vera búin að skila, þá er það erfiðasta búið. Það veit enginn meira um verkefnið þitt heldur en þú sjálf, og ég trúi því að þú eigi ekki í neinum vandræðum með vörninni á Sumardaginn fyrsta.

Góðar kveðjur af Ströndum.

Hafdís Sturlaugs (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband