Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

Svavar og Oddný Þorláksmessa 2007Óskum ættingjum, vinum og öðrum sem kíkja inn á síðuna okkar gleðilegra jóla og gæfuríks árs. 

Ønsker familie, venner og andre som ser innom siden riktig god jul og godt nytt år.   

Þorláksmessuskatan var borið á borð í gærkvöldi og smakkaðist hún vel. Í hádeginu verður grjónagrautur á boðstólnum, hver skildi fá möndluna? Á aðfangadag verður rjúpur með öllu tilheyrandi bornar á borð, rjúpurnar í ár er norskar og lykta þær alveg jafn vel og íslenskar rjúpur.

Svavar flýgur til Íslands 27. desember og verður það fram til 12. janúar. Ég, mamma og pabbi ætlum að eyða áramótunum upp í Lillehammer, verðum þar á hóteli í 2 nætur. Mamma og pabbi fljúga svo til Kanaríeyja 2. janúar.

Svava vinkona mín kemur ásamt fjölskyldu og fleiri austfirðingum hingað út í ársbyrjun, eru að fara í skíðaæfingabúðir í Geilo. Og er ég að spá í að lauma mér með þeim upp í Geilo, hef ekkert þarfara að gera. Frábært að komast á skíði, hef bara verið á gönguskíðum síðan að ég flutti út.

 Hafið það sem allra best.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru Oddný og Svavar.  Gleðileg jól.  Gott að heyra að þið hafið mömmu þína og pabba hjá ykkur á jólunum.  Gott að allt gangi vel hjá ykkur um hátíðarnar.  Hér er búið að snjóa pínulítið þannig að við fengum hvít jól, en það leit ekki neitt út fyrir það í byrjum des. ekki fyrr en 22.des að það fór að frysta en það er búið að vera leiðinlegt veður í haust og des einkenndist af roki og rigningu.  Vona að þið hafið það gott um áramótinn og farðu varlega á skíðunum.  Jólakveðja Steinunn og fjöldskylda.

Steinunn (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband