Jólafrí ;o)

Falleg vetrarmyndFyrir viku síðan fór Svavar ásamt bekkjafélögum inn í Osló að berja friðarverðlaunahafann Al Gor augum. Krakkarnir voru í móttöku sem eingöngu var ætluð börnum og heilsaði Svavar Al Gor með handabandi.Tounge

Síðasti dagur fyrir jólafrí hjá Svavari er 21. desember en þann dag syngur hann í kirkjunni ásamt bekkjarfélögum.

Það er komið jólafrí í fótboltanum og handboltanum, vonandi getum við svo farið að taka fram gönguskíðin okkar.

Mamma kom út þann 5. des og hefur hún algjörlega séð um heimilishald hér og sinnt Svavari. Ég búin að vera á kaf í verkefnavinnu.

Síðastliðinn föstudag skiluðum við verkefninu í Hovedkursen, 20 eininga verkefni. Unnum til tvö aðfaranótt fimmtudags og sváfum til sjö á fimmtudagsmorgni og svo var bara unnið fram að skilum kl. 16.00 á föstudeginum. Það voru þreyttir og ánægðir nemendur sem gengu út úr skólabyggingunni þann 16. des.Grin

Í dag og á morgun fara svo fram kynningarnar á verefnunum og eru þrír sem  dæma vekefnin Ole Bettum kennari, Alf Haukeland aðstoðarkennari og svo er Mike Fuller Gee kemur frá Cape Town í S-Afríku og svo er einn gestur frá sveitafélaginu Stavanger. Ætla að reyna að setja myndir af verkefninu okkar inn á morgun.  Við Sigrid kynntum verkefnið okkar í dag og gekk bara ágætlega, sem sagt næstum komið jólafrí, fer út í skóla í fyrramálið að hlusta á kynningarnar sem eftir eru.

Þórhildur kemur ekki heim um jólin, hún býr hjá Áslaugu ömmu núna og fer svo austur 22. desember. Söknum hennar mikið. Eini  plúsinn er að ég fékk herbergi, annars hef ég sofið í stofunni í eitt ár.Wink

Nágrannarnir Bebba, Sigtryggur og Óskar flugu heim í dag eigum eftir að sakna þeirra mikið. Þau hafa búið við hliðina á okkur í eitt ár. 

Verð vonandi duglegri við færslur á næstunni.

Bless í bili.

Nýjar myndir í möppum merktum Hovekurs og Desember.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Var að skoða myndirnar frá skólanum þínu. Verkefnið virkar rosalega flott. Eins og hjá útskrifuðum fagmönnum  Ég verð bara þreytt við tilhugsunina um alla þessa vinnu sem þú ert að leggja á þig elsku snúllan mín. Farðu vel með þig!

Kveðja,

Anna "frænka"

Anna Viðarsdóttir, 18.12.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband