Aðventukveðja

Síðustu daga hefur snjóað þó nokkuð og lítur út fyrir að jólasnjórinn sé kominn, það þýðir að hann hverfur ekki aftur fyrr en með vorinu. Það er mjög óvanalegt að hitastigið fari upp fyrir 0 gráðurnar á þessum árstíma.

Ég hef tekið ákvörðun um að fresta skilum á verkefninu, held samt ótrauð áfram að vinna í því á milli þess sem ég sparsla, pússa og mála. 

Það er meira en að segja það að mála þessi norsku hús.  Húsið er allt panelklætt og hefur panellinn aldrei verið málaður, sem þýðir að byrja þarf að lakka með kvistlakki í hvern einasta kvist, svo þarf að sparsla, grunna og mála. Og það er ekkert bara, bara að mála neihei.... maður þarf að mála spýtu fyrir spýtu. Við erum búin að gera stórt op á milli stofu og eldhús og opna frá gangi inn í stofu. Og erum við að klæða veggina í stofunni og ganga frá opunum. Og svo ætlum við að reyna að flytja fyrir jól, alltaf jafn bjartsýn.

Svavar verður á Eskifirði um jól og áramót en ég og Ola verðum hjá mömmu og pabba á Akranesi. Þórhildur verður hjá okkur en hún verður að vinna þó nokkuð um jólin.

Svavar var að koma úr prófi í spænsku og gekk honum vel, að hans sögn ;o)

Og hér kemur nýja heimilisfangið fyrir þig, Steinunn mín og aðra sem vilja vita hvar við eigum heima.

Nýja heimilisfangið ber nafn  úr goðheimum:

Odins vegi 3

2409 Elverum

Noregi

Og Bebba mín, ég skal setja inn myndir af húsinu, hefði verið fínt að komast í blöðin sem þú keyptir hér úti um árið.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jey ég bíð spennt eftir myndum!

En já blöðin góðu, vonandi á ég einhvertímann eftir að flytja í eitthvað annað en nemendagarða svo ég geti gert eitthvað skemmtilegt og flott líka.

En á Íslandi um jólin, þið eruð þá velkomin í kaffi á Hvanneyri ef þið hafði tíma. Við ætlum að vera aðeins fram og til baka um jólin. Vera á Hvanneyri á aðfangadag en líklega skellum við okkur aðeins norður milli jóla og nýárs en svo aftur um áramótin á Hvanneyri. Allavega, ef þið hafið tíma þá eru þið velkomin.

 knús

Bebba (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:48

2 identicon

Takk fyrir heimilisfangið.  Þið kíkið nú kannski á gamla vinnustaðinn þinn þegar að þið komið á klakann.  Gangi þér vel með verkefnið og ávalt velkominn í Amsturdam.  Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Gott að fá heimilisfangið, svo að ég viti hvert á að senda blómvendi   ...hehehehe!  Maður má nú alveg grínast!

Anna Viðarsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband