Vangaveltur

Húsið á Odins veg 3 Hér í Elverum gengur allt sin vana gang. Það er búið að vera óvenju hlýt hér, það er óvenjulegt að sjá plús tölur á hitamælum á þessum árstíma. Það er að vísu allt hvít hér núna og mér sýnist á spánni að það fari að kólgna og snjóa.  Smile Veðrið í Elverum

 

Svavari gengur ágætlega í skólanum, aðeins að vandræðast með norskuna en það kemur allt, frábærir kennarar hér og mikill metnaður. Hann er búin að vera í heilsdagsprófum og hefur honum gengið ágætlega. Handboltinn er í fullum gangi og æfir Svavar 3-4 sinnum í viku og svo eru leikir svona ca. aðra hverja helgi. Nú ætlum við að fara að fjárfesta í nagladekkjum undir hjólið hans, hér hættir fólk ekkert að hjóla þótt það komi snjór og klaki. Hér er krækja inn á handboltafélagið í Elverum.  Elverum håndball

 

Og svo hmm........ við erum að fara að flytja eina ferðina enn, en það er nú ekkert nýtt og kemur sjálfsagt engum á óvart, Oddný flökkukerling ;o) Við vorum ótrúlega heppin að finna hús en hér er nánast vonlaust að finna leiguhúsnæði. Og ekki er verra að það er ódýrara að leigja húsið en íbúðina sem ég leigi núna og svo verða tveir um að borga. Við ætlum sem sagt að flytja saman ég og Ola, hann á hús út í skógi sem hann ætlar að leigja, svo er það bara spurning hvernig honum líkar í þéttbýlinu hehe... Það er byggingarfyrirtæki sem á húsið og keypti það til að gera upp, en þeir hafa ekki haft tíma til að klára húsið. Þannig að við klárum verkið og þurfum ekki að borga húsaleigu fyrstu mánuðina, erum búin að fá húsið afhent en flytjum ekki fyrr en eftir áramót.

 

Mér gengur ágætlega með verkefnið, ætla ég til Ás í næstu viku að hitta leiðbeinandann minn en hún er að fara yfir það sem komið er. Og svo eru það mínar vangaveltur. Á ég að fresta verkefnaskilum fram í febrúar og vinna í smá tíma eða .......????  Það kemur ekki í veg fyrir að ég vinni áfram með verkefnið núna. Málið er að það er svakalega dýrt að flytja peninga frá Íslandi og svo á ég inni ónýttan skattaafslátt hjá Norska ríkinu sem rennur út um áramót. Og ég get fengið tímabundna vinnu með fín laun og ekki er verra að sleppa við að borga skatt. Tek ákvörðun næstu daga.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VINNA ....ferð svo tvíelfd í verkefnið á nýju ári og þá verður líka nýja húsið tilbúið  Hafið það sem allra best á nýjum stað! kveðja frá Hvanneyri, kv. Þórunn

Þórunn Edda (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ákvarðanir, ákvarðanir, ákvarðanir... lífið er ekkert nema ákvarðanir  Gangi þér vel Oddný mín

Anna Viðarsdóttir, 17.11.2008 kl. 20:39

3 identicon

Sæl sæta

ég hugsa að ég myndi mæla með að vinna, en annars hef ég ekkert sérstaklega góða reynslu af því að reyna að vinna með lokaverkefni, það dregst bara og dregst í staðin!

En þú verður endilega að setja inn fleiri myndir af húsinu og inni líka kannski, ég er svo forvitin! annars verð ég bara að drífa mig út í heimsókn og kíkja á þig!

hafðu það gott mín kæra

Bebba (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

já já það munar ekki um það bara rífandi gangur í öllu hjá  þér gott mál ég held að það skaði verkefnið hjá þér ekkert þó að þú vinnir eitthvað smá. endilega drífðu þig ef þú færð vinnu aldrei að vita nema framhald geti orðið á því seinna. gangi ykkur vel flökkudýr he he

Guðbjörg Guðmundsdóttir, 20.11.2008 kl. 15:14

5 identicon

Sæl Oddný.  Þú verður að gefa mér nýja heimilisfangið svo að maður geti skrifað ykkur eitt stykki jólakort.  Gott að allt gangi vel.   Er auðvelt fyrir þig að fá vinnu í stuttan tíma eða hvað? Hafið það sem allra best.  Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband