Betra seint en aldrei

Langur tími síðan að ég skrifaði fréttir af okkur og margt sem hefur borið á daga okkar síðan þá. Er of langt að telja allt saman upp en í fljótu bragði þá fluttum við frá Ási til Elverum í lok júní. Fengum að vísu ekki íbúð í Elverum fyrr en 1. ágúst þannig að við flutum okkar hafurtask inn í skógin til Ola. Þar vorum við í góðu yfirlæti þar til við Svavar flugum heim til Íslands um miðjan júlí. Svavar fór austur í föðurhús en ég stóð,  ásamt hjálp góðra vina og fjölskyldu, í ströngu við að umpakka dótinu mínu á Íslandi til að flytja hluta af því út til Noregs. Svo þurfti ég að skreppa vestur á Patró út af lokaverkefninu mínu og var ég mjög heppin með veður og hvet ég alla sem leggja leið sína vestur á land að kíkja á Sjóræningjasafnið á Patreksfirði. Ola kom svo til Íslands viku seinna og keyrðum við austur á Höfn ásamt mömmu. Heimsóknum Elínborgu ömmu, Guðrúnu Ósk og fjölskyldu, ásamt því að hitta á nokkra vini og ættingja. Heimsóknum svo Hrefnu, Heimir og börn í sumarbústaðinn í Grímsnesi. Alltof stutt stopp á landinu fagra en fengum frábært veður og stoppum lengur næst. Við Ola komu svo til Noregs 29. júní og ég fékk íbúðina þann 1. ágúst og fór talsverður tími í að koma öllu í rétt horf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Gott að heyra að það er allt að ganga upp. Klárlega viðbrigði fyrir ykkur að fara frá skólaumhverfinu á Ási. Ef þú fært heimþrá Oddný mín láttu mig vita... ég skal senda þér slátur  hehehe

Þú veist ég get sent þér næstum hvað sem er, hihihi... bara að nefna það

Anna Viðarsdóttir, 15.9.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband