Tími til kominn

Svavar á stubbum Febrúar var skemmtilegur og viðburðaríkur mánuður, við Svavar vorum mikið á ferðinni. Vetrarfríinu eyddum við upp í Hedemarke hjá Ola og stelpunum hans. Það var allt á kafi í snjó, Svavar prófaði í fyrsta skipti stubbaskíðin og gekk honum alveg glimrandi vel og var hann komin á fullt skrið í lok frísins.  

Sunnudaginn 2. mars kom Bubbi tengdapabbi til okkar. Ástæðan var útför Freyju Ásgeirsdóttur en hún var bróðurdóttir Bubba.  Freyja lést þann 25. febrúar eftir langa baráttu við krabbamein og var jarðsungin þann 4. mars í Mjøndalen en það var heimabæ hennar hér í Noregi, mitt á milli Drammen og Hokkesund. Freyja var fædd á Flateyri þann 27. maí 1960, dóttir hjónanna Ásgeirs Sölva Sölvasonar og Ásdísar Sörladóttur en þau búa í Hafnarfirði. Eftirlifandi maður Freyju er Friðgeir Garðarsson og áttu þau saman dæturnar Helgu Rósu og Guðríði Dögg, fyrir átti Freyja dótturina Ásdísi Fjólu Ólafsdóttir, þær eru allar búsettar í Noregi.

Svavar var að keppa á stóru fótboltamóti í Moss um helgina. Ég komst ekki með á laugardaginn þar sem að Bubbi var að fara heim. Og gekk víst ekkert sérstaklega vel en á sunnudaginn var frábært að fylgjast með honum sá ég mikla framför hjá drengnum.Grin  Hann er nú ekkert sértaklega mikið í að skora mörk en gengur vel í leggja upp mörk.

Nú í vikunni kemur Benedikt sonur Lilju út, stefnum við á að fara upp í snjóinn um Páskana. CoolÆtlum að vera í hyttu upp í Alvdal ekki langt frá Tynset, hef verið þar í hyttu áður, stutt í snøfjellet eins og norðmen segja og líka stutt í skíðabrekkur. Erum búin að panta gott veður, lítur samt út fyrir snjókomu á langtímaspám.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband