Ha det bra ;o)

Sigrid og ég á vinnuloftinuNú sitjum við öllum stundum við stóra stóra verkefnið sem við eigum að skila þann 14. desember. Ég við verkefnið í samvinnu við Sigrid, stelpunni sem bauð okkur með í smalamennsku síðastliðið haust, og gengur samvinnan mjög vel. En það er spurning hvort að maður sitji ekki of lengi, maður verður hálf týndur stundum. Var komin út í skóla klukkan hálf níu í morgun og var svo að koma heim klukkan hálf sex, og þegar að ég kvaddi fólkið sem var í salnum sagði ég "Vi ses i morra. Ha det bra" sem hefði kannski verið allt í lagi ef ekki hefði verið fyrir það að fólkið sem eftir var á vinnuloftinu voru tveir Íslendingar og einn Spánverji sem skilur ekki staf í norsku LoL

Um síðustu helgi fjölmenntu við nokkrir íslendingarnir í keilu, en það er keilusalur í nágrannabænum Ski. Það var ákveðið að fara einu sinni í viku þar til að Bebba, Tryggvi og Óskar flytja. En þau eru að fara heim fyrir jól, mikið agalega verður tómlegt hér.

Síðast liðin föstudag var frí í skólanum hjá Svavari, hann var svo heppin að það var líka frí á leikskólanum hjá Óskari þannig að Tryggvi fór með þá í bílaleiðangur. Fóru þeir á einhverja svakalega bílasýningu í Lillestøm sem er bær austan við Osló. Voru glaðir og kátir karlar sem komu heim þann daginn.

Svavari gengur vel í skólanum að hans sögn, en við erum að fara í viðtal í næstu viku og verður gaman að sjá hvernig staðan er hjá honum. Hann er svo duglegur að læra í skólanum að hann er næstum aldrei með heimanám, sem mér finnst reyndar svolítið skrítið. En það kemur í ljós.  Hann er en á útiæfingum í fótboltanum styttist í að æfingarnar færist inn.

Ég hljóp aðeins á mig um daginn þegar að ég sagði að Þórhildur væri búin að fá vinnu í veitingasölunni á BSÍ.  Hún er að vinna á N1 við hliðina á BSÍ, held reyndar að það hafi verið stelpan sem kom með ógreinilegar upplýsingar Wink  Ef einhverjir leggja leið sína vestur í bæ þá endilega heilsið upp á stelpuna.

Nokkrar nýjar myndir í nóvembermöppu.

Bless í bili. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra frá þér Oddný.  Það er greinilegt að þú ert að breytast í Nossssssssara.  'Eg dreymdi þig um daginn en það var allt í góðu (enginn martröð).  Anna og Alli komu aðeins í heimsók til okkar Gústa í kvöld, en ég fékk Alla til að líta á bílskúrshurðaopnarann hjá okkur.  Kemur þú heim um jólinn eitthvað?  Kveðja að sinni Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ég fékk heimsókn áðan. Mamma þín og stelpan-sem-vinnur-ekki-hjá-B.S.Í komu í heimsókn til mín áðan í vinnuna. Þær komu færandi hendi þessar elskur. Núna verður sami stíll í öllum herbergjum. Eins gardínur alls staðar. Sérinnfluttar frá Namibíu! Hvorki meira né minna  Ég held að Þóra hafi nú bara verið ánægð með að losna við eitthvað af þessum vængjum. Enda ekkert smá stærð á þessu. Það fer að vera voða fínt hjá mér. Hvenær kemur þú í heimsókn?

Bestu kveðjur,

Anna "frænka" Viðars

Anna Viðarsdóttir, 14.11.2007 kl. 12:27

3 identicon

Mér sýnist þessi komment hjá Steinunni og Önnu eiga bara að vera" Oddný við söknum þín.. hvenær kemur þú heim.. " það er alveg satt.. maður verður að fara að sjá þig fljótlega.. En hvar það verður veit nú enginn..

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:56

4 identicon

Ekki skil ég í þér Erla að lesa þetta úr þessum póstum.   En auðvita viljum við fá að hitta hana Oddný, við söknum hennar svaðalega mikið.  Hvenær kemur þú heim Oddný?Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband