Familigrubbe ;o)

En lækkar hitastigið, í morgun þegar að við fórum á fætur sýndi óopinberi hitamælirinn -17°C.  Eins gott að vera snöggur að hopp í flókainniskóna, annars getur tekið langan tíma að þíða upp tærnar. Hvernig færum við að ef við hefðum ekki ullina?

Við Svavar skelltum okkur í göngutúr á skíðunum eftir skóla í dag, eða skóla hjá Svavari, ég er ekki byrjuð.  Fórum á fína byrjendagöngubraut sem búið var að troða á túninu við fjósið.  Mjög hressandi, Svavar gekk tvo hringi en ég þrjá, vorum í u.þ.b. klukkutíma á labbi. Hitstigið hafði aðeins hækkað var ekki nema -8°C.

Håkon, George og SvavarKlukkan hálf sex var svo "møting" í familiegrubbe hjá Svavari, en það virkar eins og vinahópur.  Í hópnum hans Svavars eru þeir Håkon, George, Gustav og svo Svavar. Håkon og Gustav eru norskir en Georg er frá Nígeríu. Hann hefur búið hér í 2 ár og eru foreldrar hans nemendur hér við UMB. Það vantaði Gustav.  Þeir byrjuðu á að leika sér í Lego (hitti vel í mark Sigrún Lilja) ;o) Svo hjálpuðust þeir að við að útbúa pizzu. Á eftir var svo farið í Sing Star og var það mikið fjör. 

Bless í bili 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband