Haustið komið

Skulptur í VigelandsparkenTíminn líður aldeilis og alltaf vantar mig tíma til að setja inn fréttir af okkur.

Eins ég hef áður sagt frá voru þær amma og mamma hér í haustfríinu og var alveg frábært að fá þær í heimsókn.  Þær gátu ekki verið heppnari með veður á meðan að þær voru hér, við skoðuðum okkur heilmikið um, meðal annars skoðuðum við Vigelandsparken sem er hluti af Frognerpark í Osló.  

Ég er komin á fullt í hovedkursinum en það er 20 eininga kúrs sem verður keyrður fram að jólum. Eins og ég hef nefnt áður er ég að vinna að svæði við Mosvannet i Stavanger.  Í fyrradag kynntum við greiningarvinnuna á svæðunum okkar og eftir tvær vikur eigum við að vera komin með konseptið eða hugmyndina að hönnuninni. Við vorum þrjár sem unnum saman að greiningunni en við erum ekki alveg búnar að setja niður hvernig við vinnum að framhaldinu. En við ætlum að skreppa til Stavanger næsta miðvikudag, fljúgum að morgni og aftur heim seinni part.

Svavari gengur mjög vel í skólanum og svo er hann að æfa bæði fótbolta og handbolta að fullum krafti.  Næstkomandi fimmtudag er hann að byrja í sorgaprógrammi, það er boðið upp á þetta í gegnum skólann, þau verða þrjú í þessu prógrammi. Það verður mjög faglega staðið að þessu og er ég búin að mæta á tvo fundi en prógrammið verður keyrt á 6 mánuðum.  Þeir sem vilja lesa nánar um þetta geta kíkt inn á þessa slóð hér.

En svo er það stóra fréttin, hún Þórhildur er að flytja til Íslands, næsta þriðjudag flýgur hún heim :o(  Verður ansi tómlegt hjá okkur Svavari þá. En stelpan er nú orðin fullorðin.  Hún ætla að búa í Reykjavík, nánar tiltekið hjá Dagmar vinkonu hennar.  Þórhildur tekur 3 áfanga utanskóla frá Ármúla og ætlaði hún sér að vinna hér á Aslund sykehjem með skólanum en það er svo lítil vinna þannig að hún ákvað að drífa sig heim að vinna, allavega fram að áramótum svo kemur bara í ljós hvað hún gerir eftir áramót.  Hún stefnir ennþá á nám í akvakultur í UMB.  

Ásrún vinkona Þórhildar kom hingað út í gær og veður Þórhildur samferða henni heim á þriðjudaginn. Ásrún er úr Borgarnesi en þær kynntust í Fjölbraut á Akranesi.

Í kvöld erum við að fara í útskriftarveislu hjá Gunnu (Guðrún Stefanía Bjarnadóttir) Skagfirðing, en hún var að klára masterinn í lífefnafræði og nú er stelpan komin í doktorsnám hér. Hittum alla íslendingana á svæðinu í kvöld.

Um síðustu fórum við Bebba nágrannakona mín á AloaVera kynningu. Kynningin var haldin af íslenskri konu og vorum við allt í allt 12 íslenskar konur þarna. Kynningin var haldin heima hjá Tótu og Lúnna en þau þekki ég frá Norðfirði. Lúnni er systursonur Sigþór sem er giftur Sigrúni systir pabba.  Þau búa í Ski sem er í 12 kílómetra fjarlægð héðan, en við förum oft í verslunarferð til Ski.

Já, og nú um helgina förum við á vetrartíma, þannig að það verður bara einn tími á milli okkar hér og ykkar heima á klakanum.

Bubbi tengdapabbi minn hann átti afmæli í gær  þann 18. október og í dag 19. október á Áslaug tengdamamma sextugsafmæli og óska ég þeim innilega til hamingju með afmælið.  

Þið sem lesið þetta viljið þið kíkja inn á

Bless í bili

Fleiri myndir komnar inn.


Haustfrí ;o)

Gamlebyen Síðasta fimmtudag komu þær mamma og amma í heimsókn. Ferðin hingað út gekk vel hjá þeim mæðgum.

Ég kom svo heim úr vel heppnaðri námsferð til Stavanger á föstudaginn. Stavanger er fallegur  og spennandi bær sem hefur upp á mikið að bjóða og ekki spillti fyrir að fá frábært flugveður, bjart alla leiðina. Er að fara að vinna að stóru nemendaverkefni en það er að hanna svæði við Mosvanet í Stavanger en það er stórt vatn inn í miðjum bæ og verður unnið sem útivistarsvæði. Spennandi verkefni sem ég verð að vinna í fram að jólum.

Í dag var frábært veður og fór hitastigið í 18°C, við lögðum land undir fót og heimsóttum Fredrikstad.  Fallegur bær hér suður af ekki langt frá landamærunum Noregs og Svíþjóðar, hann stendur við útfall Glommu sem er lengsta á í Noregi um 604 km. löng. Við skoðuðum meðal annars Gamlebyen sem skipulögð var árið 1567 af Friðriki II. Fredrikstad er elsti bær í Evrópu sem er skipulagður frá upphafi en hann var skipulagður í kjölfar stórbruna í Sarpsborg sem er borga rétt norðan við Fredrikstad, en borgirnar ná saman í dag.  Við keyrðum líka út í eyjarnar suður af Fredrikstad, í eyjunum búa í dag tæplega 4 þúsund manns en á sumrin eykst fólksfjöld upp í 30 þúsund manns. Ekki er hægt að keyra út í allar eyjarnar.

Á morgun er veðurspáin fín og er ætlunin að skoða grasagarðinn Osló, náttúrufræðisafnið og Munch safnið.

Takk fyrir góðar kveðjur, bless í bili.


Sanke sau (smala fé)

Svavar og Borgundarfé

Þá er næstum einn mánuður liðin síðan að ég skrifaði síðast inn á síðuna, er ekki alveg að standa mig í stykkinu.

Ég var að ljúka við kúrs nú fyrir helgi, hann var einn sá strembnasti sem ég hef tekið við skólann og vona ég bara að ég hafi náð honum.

Í lok ágústmánaðar komu þær Brynja og Kristbjörg skólasystur mínar frá Hvanneyri í heimsókn og var það frábært, alltaf gaman að fá gesti. Þær stoppuðu hér í eina fimm daga.  

Fyrir rúmri viku síðan settu nemendur og kennarar við Åsgårdskole upp Cirkus og tókst það mjög vel. Hver bekkur var atriði set inn nokkrar myndir.

Ég fékk frí fyrir Svavar í skólanum síðasta föstudag og keyrðu við norður í Lærdal ásamt skólasystur minni, Sigrid. En hún bauð okkur á heimaslóðir í smalamennsku og slógum við fjölskyldan ekki hendinni á móti því.

Foreldrar Sigrid búa í Borgund í Lærdal, í um hálftíma keyrslu frá Lærdalseyri, Lærdalur er innarlega í Sognfirði og er alveg magnað landslag þarna. Foreldrar hennar heita Hilde og Kåre.  Á búinu eru um 200 kindur, hænur og ein kú. Búið er hoppý hjá þeim en Kåre er dýralæknir og svo eru þau með fósturheimili og núna búa hjá þeim tvær ungar stúlkur.

Við vorum komin í hyttuna (stølen) sem að við gistum í seinni parts föstudagsins en það er um 5 tíma keyrsla þangað. Hyttan er í Mørkedal sem er dalur á milli Lærdals og Hemsedals í um 10 kílómetra fjarlægð frá búinu. Hyttan sem er ekki meira en 30 fm var byggð í sumar sem leið og gistum við fjögur í henni ásmat tíkinni Heddi. Kåre kom með kvöldmatinn til okkar, fårikål, en það er týpískur norskur matur. Lambakjöt soðið með fullt af káli, rétturinn smakkaðist afbragðs vel og sagði Svavar að hann væri miklu betri en íslensk kjötsúpa.

Á laugardagsmorgun kom svo  Kåre, en Hilde mamma Sigrid var með ælupest og hittum við hana því mjög takmarkað. Nú átti að leggja í fjallið og finna 15 kindur sem ekki voru búnar að skila sér heim. Við skiptum okkur niður Kåre tók Svavar með sér og fóru þeir efst upp á fjallið og ég ásamt Sigrid og Þórhildi fórum inn í skóginn að leita, en kindurnar þarna eru með bjöllur þannig að það er bara að ganga á hljóðið  Tounge

Við stelpurnar fundum engar kindur Whistling en þeir  Kåre og Svavar ásamt fleirum sem voru í fjallinu komu með slatta af fé. Svavar var algjörlega búin eftir rúmlega 5 klukkutíma hlaup í fjallinu, var hann sofnaður fyrir klukkan níu og svaf í heila 12 tíma. Það fundust ekki allar kindurnar, vantaði 5 upp á. Á sunnudagsmorgun fóru ég, Sigrid og Svavar einn túr í viðbót í gengum skóginn en fundum ekkert. Það kom svo í ljós síðar um daginn að sést hafði til þeirra mikið neðar í dalnum. Þórhildur hafði eitthvað snúið sig á fæti og fékk hún það verkefni að ganga frá í hyttunni og sækja okkur svo niður í dalinn.

Við kíktum svo heim að bæ og komust í kærkomið bað og fengum kraftmikla kjötsúpu áður en við lögðum af stað heim á leið. Vorum svo komin heim á Ás klukkan níu á sunnudagskvöld.

Svavar var að keppa við Askim í fótbolta í gær og unnu þeir Ásverjar.

Í gærkvöldi borðuðu þær Lilja og Gunna, Ásverjar og Þórunn Edda hjá okkur. En fyrir þá sem ekki vita er Þórunn Edda skólasystir mín frá Hvanneyri og kom hún líka í brúðkaupið okkar Begga.  

Og svo eru þær Ella amma og mamma að koma í heimsókn, þær koma á fimmtudagskvöld og sækir Þórhildur þær út á Gardemon, því ég verð ekki heima. Þær stoppa í um 10 daga, Svavar verður í haustfríi og ég verð líka í fríi í skólanum þannig að við höfum góðan tíma með þeim.

Á fimmtudagsmorgun er ég að fljúga til Stavanger og verð þar fram á föstudagskvöld. Er ferðin í tengslum við Hovedkursen sem ég er að fara að taka en það er 20 eininga kúrs sem ég verð í fram að jólum.  Ég er alveg að verða búin Wink

Nýjar myndir Happy


VEKTERCUP 2007

G95 GulÞað er alltaf nóg að gera hér á Ási.  Nú um helgina var Svavar að keppa á stóru fótboltamóti (Vektercup 2007). Þetta var í 24 skipti sem þetta mót er haldið hér og var keppt á 14 völlum hér alla helgina, mótið var mjög vel heppnað enda frábært veður. Svavar keppti 6 leiki og stóð hann í marki í 5 leikjanna og stóð sig mjög vel.  Wink Liðið hans gerði eitt jafntefli, vann þrjá leiki og tapaði tveimur.

Ég var svo kominn út á völl klukkan hálf níu í morgun til að baka og selja vöfflur og kaffi. Við bökuðum úr 20 lítrum af vöffludegi til hádegis og vorum við ekki einu vöfflusölustaðurinn, hef aldrei kynnst annarri eins vöffluþjóð.

Það er útséð að Þórhildur byrjar ekki í UMB nú í haust, Frown hana vantar tvo áfanga til að geta komist inn þannig að hún ætlar að taka þá utanskóla frá Íslandi ekki alveg sama kerfið hér og heima. Hún ætlar að vinna á Åslund sygehjemm fram til jóla, svo kemur það bara í ljós hvað hún gerir eftir það.

Ég sjálf er í ágústblokk sem þýðir að ég tekk einn kúrs núna á stuttönn, kúrsinn heitir skolens uterom og erum við að hanna skólalóðir. Tone Lindheim sem kennir okkur er einna af eigendum einna stærstu landslagsarkitektarstofunar hér í Osló og er hún alveg frábær kennari. Skil á verkefni í kúrsinum er þann 18. sept. Tek svo Hovedkursen í haustblokkinni og fer þá að síga á síðasta hlutann, ótrúlegt hvað tíminn líður.


Sumarfrí í Norefjell

Hluti af hópnum sem var í NorefjellÞann 13. júlí var farið upp í Norefjell en þar er hús íslendingafélagsins í Osló, leigði það í eina viku. Anna vinkona og pabbi bættust í hópinn sama dag þannig að helgina 13.- 15. júlí vorum við 23 í húsinu en allt í allt fékk ég 24 gesti í húsið. Ásverjarnir  Gunna, Bebba, Tryggur og Óskar voru yfir helgina. Sama dag og þau fóru komu Gummi bróðir með sína fjölskyldu Soffíu, Andra Snæ, Aldísi Þóru og Selmu Dögg og göngufélagarnir mættu líka seint á sunnudagskvöld það voru Helgi, Magdalena, Ísar Guðni og Toggi. Frábært að fá allt þetta fólk í heimsókn.

Við vorum bara nokkuð heppin með veður í fjallinu miðað við rigninguna sem hafði herjað á þennan hluta Noregs. Laugardagskvöldið 14. júlí hélt ég formlega upp á afmælið mitt, en það má eiginlega segja að þetta hafi verið vikuafmæli.Wizard

Það var ýmislegt gert sér dægrastyttingar, leigðum meðal annars kajak og kanó, fórum í léttaÁslaug Dóra og Valgeir flagga fjallgöngu skoðuð kóbaltnámu í nágreninu svo fátt eitt sé nefnt.

Þegar að líða tók á vikuna fór einhverjir úr hópnum að hugsa sér til hreyfings, ætluðu að skoða meira af Noregi, af nógu er jú að taka, magnað land.

Svavar flaug heim til Íslands föstudaginn 20. júlí seina sama dag flaug Anna heim, og svo einn af öðrum, mánudaginn voru allir farnir nema þeir Helgi, Ísar Guðni og Toggi en þeir fóru með mér í frábærlega vel heppnaða gönguferð í Skarvheimen. Segi frá þeirri ferð síðar.   

 

 


Langt síðan síðast

Svavar og Jökull við lífvörðinn í OslóHvar á ég nú að byrja......já, þegar að ég hætti síðast voru mamma og Jökull vinur minn og Svavars hjá okkur.  Hrefna æskuvinkona og frænka frá Hornafirði kom 4. júlí og var hér hjá okkur á afmælisdaginn minn þann  7. júlí Wink Það er nú ekkert lítið flott að verða fertugur 07.07.07.  og það á laugardegi. Hrefna og Jökull flugu svo heim 8. júlí.

Daginn eftir flugu Áslaug tengdamamma, Valgeir og Áslaug Dóra frá Íslandi til Osló og tóku svo Svavar með sér frá Osló til Kaupmannahafnar. Í Danmörku fóru  þau í Legoland, Tívolí og margt fleira og var þetta mjög skemmtileg ferð.

Seinna sama dag komu Sigrún Lilja, Einar og Áróra. Ég var svo heppin að fá lánaða íbúð hjá Anne-Cristine nágrannakonu minni lánaða fyrir Sigrúni Lilju og fjölskyldu.

Þann 11. júlí  komu Gunnhildur og Freyr en þau voru tvær nætur inn í Osló.

Júlí afmælisbörnin

5. júlí átti Áslaug Dóra afmæli

9. júlí pabbi minn, Guðmundur Kr.

10. júlí  Gummi litlibróðir Tounge

24. júlí Hrefna vinkona fertug 

 


Góður dagur

Þórhildur stúdent, ég og SvavarÞað er búið að vera mikið að gera og lítill tími til að setja inn fréttir. Þann 22. júní á afmælisdaginn hans Begga útskrifaðist Þórhildur sem stúdent, sem sagt komin með norskt stúdentspróf og er ég ekki lítið stolt af stelpunni minni.  Þennan sama dag byrjaði hún að vinna á Åslund sykehjem, verður að vinna þar í sumar og vonandi áfram með skólanum næsta vetur.

Sama dag 22. júní fékk ég tilboð í húsið okkar, gerði svo gagntilboð og því var tekið á afmælisdaginn hennar Gunnhildar 26. júní.  Finnst það svolítið táknrænt.

Þann 22. júní komu líka Rósa og Jökull í heimsókn. En Jökull er vinur Svavars frá því að við bjuggum í Maríubakkanum og Rósa er mamma hans. Rósa stoppaði í fjóra daga en Jökull verður hjá okkur til 8. júlí.

22. júní var líka síðasti dagurinn í skólanum hjá Svavari, komin í langþráð sumarfrí drengurinn.

Í síðustu viku hoppaði Þórhildur um 2 belti í karate. Hún fékk blátt belti og var með það í nokkrar mínútur áður en hún tók það fjólubláa. Hún kann orðið að verja sig stelpan. 27. júní fór hún til Tønsberg í æfingabúðir í karate, en þeim lauk í dag 30. júní.

Á miðvikudaginn fórum við, þ.e.a.s. ég, Svavar, Jökull og mamma til Tønsberg og vorum með Þórhildi í tjaldi þar í tvær nætur.  Tønsberg er mjög fallegur strandbær, alveg þess virði að gera sér ferð þangað.

Á föstudaginn keyrðum við svo áfram upp til Bø en þar er sommerland, vorum eina nótt á frábæru tjaldstæði sem heitir  Bø Camping og er í um 500 metra fjarlægð frá sommerland.

 

Þórhildur karatestelpaKomum heim í kvöld eftir góða ferð, nú er bara að klára verkefnin í sumarkúrsinum og undirbúa komu fleiri gesta. Hrefna kemur á miðvikudag, hún og Jökull fara svo 8. júlí, en þann 9. júlí kemur slatti og svo fleiri og fleiri. Hlökkum mikið til að fá gestina. 

 

 

 

 


Baywatch hvað!!

Benni, Óskar og SvavarVið hefðum átt að kvarta meira yfir hitanum um daginn. Það snarkólnaði og í fyrradag, þegar að ég hjólaði í skólann fannst mér vera ískuldi en samt voru 14 gráður í forsælu, það rigndi örlítið og blés kröftuglega. En það stóð ekki lengi yfir og í dag skelltum við okkur á ströndina.  Ástæðan fyrir standferðinni var að Gunna,  Stefanía Guðrún Bjarnadóttir Skagfirðingur var að skila mastersverkefni í lífefnafræði, dugleg stelpan. Fórum nokkur á ströndina, grilluðum og fengu svo köku á eftir í boði Gunnu.  

Á leiðina á ströndina komum við við í storsenter í Vitenbro og keyptum gúmmítuðru á heilar 99 krónur, en nágrannarnir Bebba, Tryggur og Óskar höfðu nýlega fjárfest í samskonar fleyti. Lilja og Benni fjárfestu líka í tuðru, en Benni kom hingað síðastliðinn mánudag, þau Lilja fara svo heim 29. júní.

Þórhildur komst ekki með hún þurfti að mæta á karateæfingu en hún er að gráðast næsta mánudag upp um tvö belti, hún er með grænt belti núna, hoppar yfir bláa og fer í fjólublátt belti. Eins gott að apast ekki upp á hana. Hún var líka að klára síðasta prófið í dag, tók munlegt próf í sögu og gekk bara ljómandi vel. Duglega stelpan mín. Næsta mánudag fer hún svo í atvinnuviðtal en hún var að sækja um vinnu á elliheimili hér á Åsi.

Já, og svo er búið að gera við bílinn minn, eða hálfgera. Ég er svo heppin að hafa hann Sigtrygg bifvélavirkja hér við hliðina. Það var brotin annar framgormur (þessi fyrir ofan demparana). Tryggur hafði svo þrjá aðstoðarmenn hvorki meira né minna, Bebbu, Óskar og mig.  Nú á bara eftir að gera við miðstöðina en hún tók upp á því að bila nú í vor. En þangað til skrúfar maður bara niður rúðurnar til að kæla sig.Búið að sjósetja flotann

Nú er ég að klára sumarkúrsinn, en honum höfum við verið að læra þrívíddarhönnun. Hef ég sjaldan lært svona mikið á skömmum tíma. Hér við skólann er búið að útbúa alveg magnað þrívíddarstúdíó, forritið sem við notum í stúdíóinu heitir Eon  reality og er hægt að keyra módel úr mörgum forritum inn í þetta. Svo er bara að setja á sig gleraugun og ferðast um það sem maður er búin að skapa.  Við endum svo kúrsinn á að fljúga til Kaupmannahafnar næsta mánudag, tökum lestina beint til Svíþjóðar og heimsækjum stórt stúdíó í Háskólanum í Lundi, skoðum okkur svo um í Malmö og verðum svo komin heim á hádegi daginn eftir.

Ég tók stóra ákvörðun í gær, búin að setja Reynigrundina á sölu, erfið ákvörðun en skynsamleg, held ég.

Bið að heilsa og takk fyrir allar kveðjur, alltaf gaman að sjá hverjir kíkja inn.

 

 


....og en meiri hiti

Frændsystkynin að sóla sigÁ föstudag og í gær fór hitastigið yfir 30 gráðurnar 33 á föstudaginn og 32 í gær og er það einum of. Á föstudaginn var varla líft í tölvustofunni er hún snýr í suður og stórir gluggar, þrjár viftur voru í gangi en það skipti litlu máli. 

Við Svavar vorum í skólanum á föstudaginn en Friðrik skutlaði Þórhildi, Ernu og Birki í Tusenfryd  en það er stærsti skemmtigarður eða tívolí í Noregi, hann er hér steinsnar frá okkur tekur um 15 mínútur að keyra þangað. Þau fengu alveg sérmeðferð út á Ernu en hún var í hjólastólnum sínum, hún notar hann reyndar ekki alltaf hún er svo ótrúlega dugleg að labba stelpan. Þegar að við Svavar komum úr skólanum keyrðum við til Drøbak með Friðrik og Margréti, en Drøbak er fallegur strandbær í 9 km fjarlægð frá Ås. Klukkan fjögur fórum við svo og sóttum krakkana og drifum okkur á ströndina við Breivoll en það er innfjörður úr Oslófirði.  Eftir strandferðina fóru Friðrik og fjölskylda upp á Holmenkollen til að fá útsýni yfir Oslófjörð, síðasta hlutann upp í stökkpallinn er ekki hægt að fara með lyftu og gekk Erna restina. Grin

Í gær skruppum við konurnar svo í búðarferð í loftkældu verslunarmiðstöð í Ski. Vorum svo kominn á ströndina í Drøbak seinnipartinn og var þá hitinn orðin skikkanlegur. Fjölskyldan hélt svo af stað til Svíþjóðar snemma í morgun og ætla að gista hjá Róberti frænda næstu nótt.

Viftan sem að Jenný og Jón Ottó arfleiddu okkur af þegar að þau fluttu til Íslands er alveg búin að bjarga okkur núna. Nú erum við í stíl við norðmennina, sofum ofan á sænginni og tja.. kannski ekki með dýnuna ofan á okkur en lakið. Tounge

 

Nýjar myndir í júnímöppu


Heitt, heitt ......

Nú er sumarið heldur betur skollið á hitastigið fór að stíga upp fyrir 20 gráðurnar á sunnudaginn og var 27 stiga hiti hér í gær og sama í dag. Spáin er svona áfram, allavega fram á næsta mánudag, sá ekki lengra, kíkið á veðrið hér. 

Ég er byrjuð á fullu í júníblokk, byrjaði þriðjudaginn 5. júní verð svo búin í skólanum 20. júní, en skil á verkefnum eru svo 20. júlí.

Fjölskyldan er komin í heilsuátak, í því felst að hreyfa sig helst daglega í lámarkið hálfa klst. Ég fjárfesti í hlaupaskóm og vona ég svo bara að fjárfestingin skili sér.Við Þórhildur fórum út að skokka um daginn og var hún að sprengja mig stelpan, ég skokkaði en hún hhhljóp. Við Svavar hlupum svo í í hitanum í gær, hlupum við inni í skógi til að fá skugga. Við notum líka hjólin heilmikið, það tekur um klukkutíma að hjóla umhverfis vatnið Arungen, þægilegir sveitavegir.

Þórhildur á eftir munnlegt próf og verða það tvö af eftirtöldu enska, norska, líffræði, saga, trúarbrögð eða efnafræði. Hún fær að vita hálftíma áður en hún mætir í hvaða próf hún fer og hefur þá hálftíma til að undirbúa sig. Þannig að nú verður stelpan að gjöra svo vel að undirbúa sig fyrir öll.

Við bíðum spennt núna, erum að fá gesti á eftir. Friðrik Örn, bróðir pabba og Margrét kona hans koma ásamt tveimur börnum, Ernu og Birki. Veit ekki alveg hvað þau stoppa lengi en þau voru í sumarhúsi í Danmörku, þau tóku ferju frá Fredrikshavn yfir til Gautaborgar, þaðan er svo 3-4 tíma keyrsla hingað.  Þau fara svo héðan til Malmö en þar býr Róbert frændi (við erum systkinabörn) ásamt Sofie og litlu frænku sem fær nafnið Tove Erna, hún fæddist þann 29. apríl.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband