"mini Anna"

Svavar að sína Bubba réttu handbrögðinSvavar kom heim úr skólanum um daginn með mini Önnu undir hendinni. Flestir muna eftir dúkkunni Önnu sem notuð er við að kenna hjartahnoð og blástur. Svavar kom sem sagt heim um daginn með helminginn af henni, allir 7 bekkingar fengu gefins svona kennsludúkku ásamt DVD diski með kennsluefni. Þannig að nú eru allir gestir gripnir og þurfa að fá kennslu eða upprifjun hjá Svavari. Frábært framtak.Wink


Tími til kominn

Svavar á stubbum Febrúar var skemmtilegur og viðburðaríkur mánuður, við Svavar vorum mikið á ferðinni. Vetrarfríinu eyddum við upp í Hedemarke hjá Ola og stelpunum hans. Það var allt á kafi í snjó, Svavar prófaði í fyrsta skipti stubbaskíðin og gekk honum alveg glimrandi vel og var hann komin á fullt skrið í lok frísins.  

Sunnudaginn 2. mars kom Bubbi tengdapabbi til okkar. Ástæðan var útför Freyju Ásgeirsdóttur en hún var bróðurdóttir Bubba.  Freyja lést þann 25. febrúar eftir langa baráttu við krabbamein og var jarðsungin þann 4. mars í Mjøndalen en það var heimabæ hennar hér í Noregi, mitt á milli Drammen og Hokkesund. Freyja var fædd á Flateyri þann 27. maí 1960, dóttir hjónanna Ásgeirs Sölva Sölvasonar og Ásdísar Sörladóttur en þau búa í Hafnarfirði. Eftirlifandi maður Freyju er Friðgeir Garðarsson og áttu þau saman dæturnar Helgu Rósu og Guðríði Dögg, fyrir átti Freyja dótturina Ásdísi Fjólu Ólafsdóttir, þær eru allar búsettar í Noregi.

Svavar var að keppa á stóru fótboltamóti í Moss um helgina. Ég komst ekki með á laugardaginn þar sem að Bubbi var að fara heim. Og gekk víst ekkert sérstaklega vel en á sunnudaginn var frábært að fylgjast með honum sá ég mikla framför hjá drengnum.Grin  Hann er nú ekkert sértaklega mikið í að skora mörk en gengur vel í leggja upp mörk.

Nú í vikunni kemur Benedikt sonur Lilju út, stefnum við á að fara upp í snjóinn um Páskana. CoolÆtlum að vera í hyttu upp í Alvdal ekki langt frá Tynset, hef verið þar í hyttu áður, stutt í snøfjellet eins og norðmen segja og líka stutt í skíðabrekkur. Erum búin að panta gott veður, lítur samt út fyrir snjókomu á langtímaspám.

 

 


Bursdag!!!

 

Svavar og Veiða Hurra!!!

Det smeller,

fra loft til kjeller,

en tenåring i huset!!!

 (stóð í einu afmæliskortinu)Whistling

WizardÞann 10. febrúar síðastliðinn átti Svavar afmæli, 13 ára strákurinn. Orðinn unglingur eða tenåring eins og sagt er hér í Noregi. Cool Svavar ákvað að bjóða þremur bekkjarbræðrum sínum í afmælið, þeim Tummas, Amund og Bjørn. Ég keyrði þá til Ski, en það er nágrannabær við Ås, og skildi þá þar eftir. Svavar bauð þeim að borða á Kebab og var svo farið í keilu á eftir. Það voru sælir og glaðir drengir sem ég sótti til Ski um kvöldið.

Á sunnudaginn sjálfan afmælisdaginn var Svavar að keppa tvo leiki í handbolta, þeir kepptu við Kolbotn og Langhus, töpuðu öðrum leiknum en unnu hinn. Vorum svo með smá kaffiboð hér seinni partinn.  

Í næstu viku er vetrarfrí hjá Svavari og ætlum við meðal annars að skella okkur á skíði í fríinu. Reiknum með að fara upp í Hedemarke á föstudaginn og vera eitthvað fram í næstu viku stefnum á að prófa skíðabrekkurnar í Trysil.Cool

 

 

 

 


Sjekk hytta på fjellet nå

hyttaNú eru Norðmenn hvattir til að huga að hyttunum sínum. Það hefur snjóað svo mikið að það er allt að fara í kaf hérna rétt norður og upp af Cool  Ekkert annað að gera en að festa á sig skíðin þramma í hyttuna og  moka snjó.

Einn kúbikmetri af snjó getur vegið allt að 300 kíló. Sem þýðir að þak með 100 kúbikmetrum af snjó getur vegið allt að 30 tonnum. Eins gott að kofinn sé vel byggður Whistling

Góð netsíða yr.no


Loksins lostnaði um ritstífluna

Svavar skíðastrákurÁramótunum eyddi ég með mömmu og pabba. 30. desember keyrðum við í fallegu veðri upp til Lillehammer. Á gamlársdag fengum við okkur bíltúr á skíðasvæði sem stendur við dalsmynni Guðbrandsdalar. Svæðið heitir  Hafjell Alpinsenter. Við skelltum okkur á toppinn með kláf, ég hafði skíðin með og fékk mér salíbunu niður (upphitun fyrir Geilo).

Á gamlárskvöld Wizard boðuðum við á veitingastað hótelsins sem er í miðbæ Lillehammers. Fengum við 6 rétta máltíð, ekkert slor það.

Nýjársdagur var tekinn snemma og keyrt heim að Ási með viðkomu á Gardemon flugvelli. Svava var mætt í nýjárslaxinn með fjölskylduna, Svava og Ásbjörn, yngri strákurinn, urðu samferða okkur heim en Eðvald, Garðar yngri og Garðar eldri, pabbi Eðvalds, tóku rútuna að Ási.

Mamma og pabbi flugu svo til Kanaríeyja snemma 2. janúar og seinna sama dag tókum við sem eftir vorum á Ási flugrútuna út á Gardemon og hittum þar hina austfirðingana sem voru að koma í fjölskylduskíðaferðina. Þar var sameinast í rútu og keyrt upp til Geilo.  Átti frábæra viku í Geilo með austfirðingunum, var verið á skíðum alla daga.Wink

Svavar kom svo heim 12. janúar og tók hversdagslífið við. Hann er æfa handbolta og fótbolta á fullu og er hann að keppa um nánast hverja helgi. Um næstu helgi er stórt fótboltamót.  

Um síðustu helgi skruppum við upp í Hedemarke að heimsækja vin minn Ola en hann á heima inn í skógi ekki langt frá bæ sem heitir Elverum. Fengum frábært veður, fórum á gönguskíði og Svavar prófaði frestyl skíðin sem ég keypti á hann í Geilo ;o) Þarf að kenna honum undirstöðuna áður en við tökumst á við brattar brekkur, aftur ;o)  Svavari leiddist ekki þarna upp frá, þrír hundar voru á heimilinu og nóg að gera.Smile Á sunnudaginn fórum við svo á skotæfingarsvæði og fékk Svavar að skjóta af riffli ;o)

Ég er búin að vera með miklar vangaveltur út af lokaverkefninu: Tók svo ákvörðun um að vinna íslenskt verkefni. Síðastliðið ár hefur hún Alda vinkona mín á Patró unnið hörðum höndum að uppbyggingu sjóræningjaseturs á Patró.  Stefnt er að opnun fyrsta hluta setursins í vor, verkefnið mitt er að hanna útisvæðið.  Sjóræningjagarð, varla hægt að hugsa sér skemmtilegra verkefni á lokasprettinum í náminu. Og lítur allt út fyrir að ég skreppi skottúr heim til að kíkja á aðstæður á Patreksfirði.

 

 


Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

Svavar og Oddný Þorláksmessa 2007Óskum ættingjum, vinum og öðrum sem kíkja inn á síðuna okkar gleðilegra jóla og gæfuríks árs. 

Ønsker familie, venner og andre som ser innom siden riktig god jul og godt nytt år.   

Þorláksmessuskatan var borið á borð í gærkvöldi og smakkaðist hún vel. Í hádeginu verður grjónagrautur á boðstólnum, hver skildi fá möndluna? Á aðfangadag verður rjúpur með öllu tilheyrandi bornar á borð, rjúpurnar í ár er norskar og lykta þær alveg jafn vel og íslenskar rjúpur.

Svavar flýgur til Íslands 27. desember og verður það fram til 12. janúar. Ég, mamma og pabbi ætlum að eyða áramótunum upp í Lillehammer, verðum þar á hóteli í 2 nætur. Mamma og pabbi fljúga svo til Kanaríeyja 2. janúar.

Svava vinkona mín kemur ásamt fjölskyldu og fleiri austfirðingum hingað út í ársbyrjun, eru að fara í skíðaæfingabúðir í Geilo. Og er ég að spá í að lauma mér með þeim upp í Geilo, hef ekkert þarfara að gera. Frábært að komast á skíði, hef bara verið á gönguskíðum síðan að ég flutti út.

 Hafið það sem allra best.

 

 


Jólafrí ;o)

Falleg vetrarmyndFyrir viku síðan fór Svavar ásamt bekkjafélögum inn í Osló að berja friðarverðlaunahafann Al Gor augum. Krakkarnir voru í móttöku sem eingöngu var ætluð börnum og heilsaði Svavar Al Gor með handabandi.Tounge

Síðasti dagur fyrir jólafrí hjá Svavari er 21. desember en þann dag syngur hann í kirkjunni ásamt bekkjarfélögum.

Það er komið jólafrí í fótboltanum og handboltanum, vonandi getum við svo farið að taka fram gönguskíðin okkar.

Mamma kom út þann 5. des og hefur hún algjörlega séð um heimilishald hér og sinnt Svavari. Ég búin að vera á kaf í verkefnavinnu.

Síðastliðinn föstudag skiluðum við verkefninu í Hovedkursen, 20 eininga verkefni. Unnum til tvö aðfaranótt fimmtudags og sváfum til sjö á fimmtudagsmorgni og svo var bara unnið fram að skilum kl. 16.00 á föstudeginum. Það voru þreyttir og ánægðir nemendur sem gengu út úr skólabyggingunni þann 16. des.Grin

Í dag og á morgun fara svo fram kynningarnar á verefnunum og eru þrír sem  dæma vekefnin Ole Bettum kennari, Alf Haukeland aðstoðarkennari og svo er Mike Fuller Gee kemur frá Cape Town í S-Afríku og svo er einn gestur frá sveitafélaginu Stavanger. Ætla að reyna að setja myndir af verkefninu okkar inn á morgun.  Við Sigrid kynntum verkefnið okkar í dag og gekk bara ágætlega, sem sagt næstum komið jólafrí, fer út í skóla í fyrramálið að hlusta á kynningarnar sem eftir eru.

Þórhildur kemur ekki heim um jólin, hún býr hjá Áslaugu ömmu núna og fer svo austur 22. desember. Söknum hennar mikið. Eini  plúsinn er að ég fékk herbergi, annars hef ég sofið í stofunni í eitt ár.Wink

Nágrannarnir Bebba, Sigtryggur og Óskar flugu heim í dag eigum eftir að sakna þeirra mikið. Þau hafa búið við hliðina á okkur í eitt ár. 

Verð vonandi duglegri við færslur á næstunni.

Bless í bili.

Nýjar myndir í möppum merktum Hovekurs og Desember.


Nokkrar línur

Í gær rigndi eins og helt væri úr fötu og blés aðeins með, minnti okkur svolítið á Ísland. Annars er haustið búið að vera með eindæmum gott svalt en stillur og hefur nánast ekkert rignt af ráði, nú bíðum við bara eftir vetrinum. Erum reyndar búin að fá smá snjó en hann hvarf allur í gær.  Þann 16. nóvember opnuðu einhver skíðasvæði t.d. Hemsedal, í gær 1. des var svo opnað í Norefjell en íslendingafélagið á hús við Norefjell, þannig að nú er bara að bera á skíðin og skella þeim á lappirnar. Kíkið á skíðasvæðin hér, Hemsedal, Norefjell, Lillehammer, Geilo, Gol

Erum á síðustu metrunum í stóra Stavangerverkefninu sem á að skila þann 14. des kl. 16.00, erum við Sigrid að gera okkur vonir um að getað prentað út verkefnið eftir viku, krossum bara fingur. Við eigum svo að verja verkefnið þann 17. og 18. des. Þá er bara jólafrí framundan jibbí...  

Við vorum í viðtali hjá kennaranum hans Svavar um daginn, gengur drengnum svona ljómandi vel. Ég var eitthvað að hafa áhyggjur af heimanáminu en það er nú algjörlega af ástæðulausu. Í stærðfræði, ensku og náttúrufögunum er hann yfir meðallagi og gengur honum líka fínt í Norsku.

Svavar er að keppa næstsíðasta leikinn í handbolta á árinu og hefur þeim gengið bærilega, hafa reyndar verið í vandræðum að fylla í liðið, en það eru allir svo jákvæðir. Kíkti inn á æfingu hjá þeim á föstudaginn og voru þeir ekki nema 4 á æfingu en það virtist ekki breyta neinum um leikgleðina.

Þeir félagar Svavar og Tummas, en Tummas er bekkjarbróðir Svavars og kemur hann frá Færeyjum, fóru með íslendingunum hér í keilu í gær, ég fékk ekki að fara með var að læra.  

Mamma kemur út á miðvikudaginn og pabbi kemur frá Ghana til Noregs þann 18. desember.

Mamma á sextugs afmæli í dag, til hamingju með daginn mamma mín.

 

 

 

 

 

 


Ha det bra ;o)

Sigrid og ég á vinnuloftinuNú sitjum við öllum stundum við stóra stóra verkefnið sem við eigum að skila þann 14. desember. Ég við verkefnið í samvinnu við Sigrid, stelpunni sem bauð okkur með í smalamennsku síðastliðið haust, og gengur samvinnan mjög vel. En það er spurning hvort að maður sitji ekki of lengi, maður verður hálf týndur stundum. Var komin út í skóla klukkan hálf níu í morgun og var svo að koma heim klukkan hálf sex, og þegar að ég kvaddi fólkið sem var í salnum sagði ég "Vi ses i morra. Ha det bra" sem hefði kannski verið allt í lagi ef ekki hefði verið fyrir það að fólkið sem eftir var á vinnuloftinu voru tveir Íslendingar og einn Spánverji sem skilur ekki staf í norsku LoL

Um síðustu helgi fjölmenntu við nokkrir íslendingarnir í keilu, en það er keilusalur í nágrannabænum Ski. Það var ákveðið að fara einu sinni í viku þar til að Bebba, Tryggvi og Óskar flytja. En þau eru að fara heim fyrir jól, mikið agalega verður tómlegt hér.

Síðast liðin föstudag var frí í skólanum hjá Svavari, hann var svo heppin að það var líka frí á leikskólanum hjá Óskari þannig að Tryggvi fór með þá í bílaleiðangur. Fóru þeir á einhverja svakalega bílasýningu í Lillestøm sem er bær austan við Osló. Voru glaðir og kátir karlar sem komu heim þann daginn.

Svavari gengur vel í skólanum að hans sögn, en við erum að fara í viðtal í næstu viku og verður gaman að sjá hvernig staðan er hjá honum. Hann er svo duglegur að læra í skólanum að hann er næstum aldrei með heimanám, sem mér finnst reyndar svolítið skrítið. En það kemur í ljós.  Hann er en á útiæfingum í fótboltanum styttist í að æfingarnar færist inn.

Ég hljóp aðeins á mig um daginn þegar að ég sagði að Þórhildur væri búin að fá vinnu í veitingasölunni á BSÍ.  Hún er að vinna á N1 við hliðina á BSÍ, held reyndar að það hafi verið stelpan sem kom með ógreinilegar upplýsingar Wink  Ef einhverjir leggja leið sína vestur í bæ þá endilega heilsið upp á stelpuna.

Nokkrar nýjar myndir í nóvembermöppu.

Bless í bili. 

 


Vetur konungur bankar uppá

Svavar og Óskar í HallóvínbúningumVetur konungur hefur haldið innreið sína í Noregi, í gær urðu mörg slys vegna skyndilegrar ísingar á hraðbrautum, og Sognefjall var lokað vegna ófærðar. Svona fyrir þá sem ekki þekkja þá liggur Sognefjell, innst og norður af lengsta firði Noregs, Sognafirði.

Þannig að það er ekki seinna vænna en að koma vetrardekkjum undir drossíuna. Í gær var gerður út leiðangur, fórum við Svavar ásamt nágrönnunum Bebbu og Tryggva, syni þeirra Óskari og Lilju. Tryggvi var búin að finna ódýr vetrardekk á netinu, og er búðin sem átti að fara í vestan við Drammen. Það var frábært veður og ísingin hverf þegar að leið á daginn.

Ég verslaði aðeins meira en vetrardekk í ferðinni, fjárfesti líka í fleyti. Kajak, fékk hann á tilboði og fylgdi honum svunta, vesti ár og allur stýrisbúnaður. Þarf að eiga hann í ár áður en ég kem heim með hann, annars lendi ég í að borga tolla af honum. Verð að vera dugleg að nota hann svo hann líti út fyrir að vera eldri. Við Beggi vorum oft búin að ræða það að fá okkur kajakk og veit ég að hann á eftir að fylgja mér á fleyinu, hann elskaði hafið. Nú þarf ég bara að finna geymslu en það verður nú varla mikið mál, eins og er liggur hann hér inn á gólfi Tounge næstum fimm metra langur. Það er ótrúlegt hvað rúmst í þessari íbúð, en það gengur nú ekki í langan tíma að klofast yfir hann.

Í síðustu viku var Hallóvin og hefur þessi siður haldið innreið sína inn í Noreg, enda hef ég aldrei á ævinni kynnst jafn búningaóðri þjóð. Maður kippir sér ekkert upp við að mæta fullorðnu fólki í grímubúningum, fór t.a.m. sjálf á árshátíð síðasta vetur þar sem ævintýra búningur var skilda. Jæja, hvað um það Svavar fór í hallóvin partý á þriðjudaginn var og á miðvikudeginum bönkuðu hann og Óskar bankaði upp á hjá nágrönnunum og sögðu grikk eða gott, man ekki hvernig það hljómar á norsku. Húsmóðirin setti upp í sig vígtennur, hræðilega hárkollu og notaði svo gerviblóð til að toppa múnderinguna, aumingja börnin sem bönkuðu uppá hér, gat ekki annað en gefið þeim gotterí eftir að sjá Devil skelfingarsvipinn á þeim greyjunum.   

Svavar var að keppa í handbolta í dag við Langhus, leikurinn fór 15-13 töpuðu Ásverjar leiknum en munurinn var ekki nema tvö mörk, ekki stórt tap það.

Þórhildur er búin að fá vinnu í veitingasölunni á BSÍ, hærri laun þar en á Hrafnistu. Heyrist mér sambúðin hjá þeim stöllum Þórhildi og Dagmar ganga vel.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband