Vetur konungur bankar uppá

Svavar og Óskar í HallóvínbúningumVetur konungur hefur haldið innreið sína í Noregi, í gær urðu mörg slys vegna skyndilegrar ísingar á hraðbrautum, og Sognefjall var lokað vegna ófærðar. Svona fyrir þá sem ekki þekkja þá liggur Sognefjell, innst og norður af lengsta firði Noregs, Sognafirði.

Þannig að það er ekki seinna vænna en að koma vetrardekkjum undir drossíuna. Í gær var gerður út leiðangur, fórum við Svavar ásamt nágrönnunum Bebbu og Tryggva, syni þeirra Óskari og Lilju. Tryggvi var búin að finna ódýr vetrardekk á netinu, og er búðin sem átti að fara í vestan við Drammen. Það var frábært veður og ísingin hverf þegar að leið á daginn.

Ég verslaði aðeins meira en vetrardekk í ferðinni, fjárfesti líka í fleyti. Kajak, fékk hann á tilboði og fylgdi honum svunta, vesti ár og allur stýrisbúnaður. Þarf að eiga hann í ár áður en ég kem heim með hann, annars lendi ég í að borga tolla af honum. Verð að vera dugleg að nota hann svo hann líti út fyrir að vera eldri. Við Beggi vorum oft búin að ræða það að fá okkur kajakk og veit ég að hann á eftir að fylgja mér á fleyinu, hann elskaði hafið. Nú þarf ég bara að finna geymslu en það verður nú varla mikið mál, eins og er liggur hann hér inn á gólfi Tounge næstum fimm metra langur. Það er ótrúlegt hvað rúmst í þessari íbúð, en það gengur nú ekki í langan tíma að klofast yfir hann.

Í síðustu viku var Hallóvin og hefur þessi siður haldið innreið sína inn í Noreg, enda hef ég aldrei á ævinni kynnst jafn búningaóðri þjóð. Maður kippir sér ekkert upp við að mæta fullorðnu fólki í grímubúningum, fór t.a.m. sjálf á árshátíð síðasta vetur þar sem ævintýra búningur var skilda. Jæja, hvað um það Svavar fór í hallóvin partý á þriðjudaginn var og á miðvikudeginum bönkuðu hann og Óskar bankaði upp á hjá nágrönnunum og sögðu grikk eða gott, man ekki hvernig það hljómar á norsku. Húsmóðirin setti upp í sig vígtennur, hræðilega hárkollu og notaði svo gerviblóð til að toppa múnderinguna, aumingja börnin sem bönkuðu uppá hér, gat ekki annað en gefið þeim gotterí eftir að sjá Devil skelfingarsvipinn á þeim greyjunum.   

Svavar var að keppa í handbolta í dag við Langhus, leikurinn fór 15-13 töpuðu Ásverjar leiknum en munurinn var ekki nema tvö mörk, ekki stórt tap það.

Þórhildur er búin að fá vinnu í veitingasölunni á BSÍ, hærri laun þar en á Hrafnistu. Heyrist mér sambúðin hjá þeim stöllum Þórhildi og Dagmar ganga vel.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Þú hefðir nú alveg mátt skella inn mynda af þér í þessari múnderingu  

Anna Viðarsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:16

2 identicon

Frábært hjá þér að kaupa þér kajak.. dugleg stelpa. Ég er sammála önnu að þú hefðir alveg mátt smella inn mynd af þér.. 

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:50

3 identicon

Til hamingju með kajakinn. Farðu nú varðlega á honum.  Hér rignir bara og rignir.  Kveðja STeinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 21:59

4 Smámynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

hæ langt síðan ég hef heyrt í þér - gott að sjá að allt gengur vel.

ég sit sveitt yfir lokaverkefninu á að skila um mánaðarmótin ef allt gengur upp ;-)

kv. guðbjörg

Guðbjörg Guðmundsdóttir, 9.11.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband