2.12.2007 | 09:55
Nokkrar línur
Í gær rigndi eins og helt væri úr fötu og blés aðeins með, minnti okkur svolítið á Ísland. Annars er haustið búið að vera með eindæmum gott svalt en stillur og hefur nánast ekkert rignt af ráði, nú bíðum við bara eftir vetrinum. Erum reyndar búin að fá smá snjó en hann hvarf allur í gær. Þann 16. nóvember opnuðu einhver skíðasvæði t.d. Hemsedal, í gær 1. des var svo opnað í Norefjell en íslendingafélagið á hús við Norefjell, þannig að nú er bara að bera á skíðin og skella þeim á lappirnar. Kíkið á skíðasvæðin hér, Hemsedal, Norefjell, Lillehammer, Geilo, Gol
Erum á síðustu metrunum í stóra Stavangerverkefninu sem á að skila þann 14. des kl. 16.00, erum við Sigrid að gera okkur vonir um að getað prentað út verkefnið eftir viku, krossum bara fingur. Við eigum svo að verja verkefnið þann 17. og 18. des. Þá er bara jólafrí framundan jibbí...
Við vorum í viðtali hjá kennaranum hans Svavar um daginn, gengur drengnum svona ljómandi vel. Ég var eitthvað að hafa áhyggjur af heimanáminu en það er nú algjörlega af ástæðulausu. Í stærðfræði, ensku og náttúrufögunum er hann yfir meðallagi og gengur honum líka fínt í Norsku.
Svavar er að keppa næstsíðasta leikinn í handbolta á árinu og hefur þeim gengið bærilega, hafa reyndar verið í vandræðum að fylla í liðið, en það eru allir svo jákvæðir. Kíkti inn á æfingu hjá þeim á föstudaginn og voru þeir ekki nema 4 á æfingu en það virtist ekki breyta neinum um leikgleðina.
Þeir félagar Svavar og Tummas, en Tummas er bekkjarbróðir Svavars og kemur hann frá Færeyjum, fóru með íslendingunum hér í keilu í gær, ég fékk ekki að fara með var að læra.
Mamma kemur út á miðvikudaginn og pabbi kemur frá Ghana til Noregs þann 18. desember.
Mamma á sextugs afmæli í dag, til hamingju með daginn mamma mín.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með mömmu þína!
Ef þú lest þetta Þóra... til hamingju með afmælið!
Anna Viðarsdóttir, 2.12.2007 kl. 16:51
Góðan daginn Oddný mín..
Var að lesa yfir það sem gerst hefur undanfarið.. en ég hef bara ekkert verið að lesa blogg þetta haustið .. búið að vera svo brjálað að gera í verkefnavinnu. .. en allt gengur vel og þetta fer vonandi allt að hafast :)
Ég les að þú hefur það gott og líður vel, nóg að gera eins og hjá öllum á þessum tíma árs :) .. en ég fékk einhverja tilfinningu um að ég vildi fá að vita að allt gengi vel hjá þér og rendi mér inn á síðuna þína:)
hafðu það sem allra best og skilaðu kveðju til allra þeirra sem ég þekki þarna..
kveðja af Hvanneyrinni
ps. ég skal kíkja á Þórhildi næst þegar ég renni í bæinn ..hihi.. á N1 við BSÍ :)
Anna Lóa Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.