Haustið komið

Skulptur í VigelandsparkenTíminn líður aldeilis og alltaf vantar mig tíma til að setja inn fréttir af okkur.

Eins ég hef áður sagt frá voru þær amma og mamma hér í haustfríinu og var alveg frábært að fá þær í heimsókn.  Þær gátu ekki verið heppnari með veður á meðan að þær voru hér, við skoðuðum okkur heilmikið um, meðal annars skoðuðum við Vigelandsparken sem er hluti af Frognerpark í Osló.  

Ég er komin á fullt í hovedkursinum en það er 20 eininga kúrs sem verður keyrður fram að jólum. Eins og ég hef nefnt áður er ég að vinna að svæði við Mosvannet i Stavanger.  Í fyrradag kynntum við greiningarvinnuna á svæðunum okkar og eftir tvær vikur eigum við að vera komin með konseptið eða hugmyndina að hönnuninni. Við vorum þrjár sem unnum saman að greiningunni en við erum ekki alveg búnar að setja niður hvernig við vinnum að framhaldinu. En við ætlum að skreppa til Stavanger næsta miðvikudag, fljúgum að morgni og aftur heim seinni part.

Svavari gengur mjög vel í skólanum og svo er hann að æfa bæði fótbolta og handbolta að fullum krafti.  Næstkomandi fimmtudag er hann að byrja í sorgaprógrammi, það er boðið upp á þetta í gegnum skólann, þau verða þrjú í þessu prógrammi. Það verður mjög faglega staðið að þessu og er ég búin að mæta á tvo fundi en prógrammið verður keyrt á 6 mánuðum.  Þeir sem vilja lesa nánar um þetta geta kíkt inn á þessa slóð hér.

En svo er það stóra fréttin, hún Þórhildur er að flytja til Íslands, næsta þriðjudag flýgur hún heim :o(  Verður ansi tómlegt hjá okkur Svavari þá. En stelpan er nú orðin fullorðin.  Hún ætla að búa í Reykjavík, nánar tiltekið hjá Dagmar vinkonu hennar.  Þórhildur tekur 3 áfanga utanskóla frá Ármúla og ætlaði hún sér að vinna hér á Aslund sykehjem með skólanum en það er svo lítil vinna þannig að hún ákvað að drífa sig heim að vinna, allavega fram að áramótum svo kemur bara í ljós hvað hún gerir eftir áramót.  Hún stefnir ennþá á nám í akvakultur í UMB.  

Ásrún vinkona Þórhildar kom hingað út í gær og veður Þórhildur samferða henni heim á þriðjudaginn. Ásrún er úr Borgarnesi en þær kynntust í Fjölbraut á Akranesi.

Í kvöld erum við að fara í útskriftarveislu hjá Gunnu (Guðrún Stefanía Bjarnadóttir) Skagfirðing, en hún var að klára masterinn í lífefnafræði og nú er stelpan komin í doktorsnám hér. Hittum alla íslendingana á svæðinu í kvöld.

Um síðustu fórum við Bebba nágrannakona mín á AloaVera kynningu. Kynningin var haldin af íslenskri konu og vorum við allt í allt 12 íslenskar konur þarna. Kynningin var haldin heima hjá Tótu og Lúnna en þau þekki ég frá Norðfirði. Lúnni er systursonur Sigþór sem er giftur Sigrúni systir pabba.  Þau búa í Ski sem er í 12 kílómetra fjarlægð héðan, en við förum oft í verslunarferð til Ski.

Já, og nú um helgina förum við á vetrartíma, þannig að það verður bara einn tími á milli okkar hér og ykkar heima á klakanum.

Bubbi tengdapabbi minn hann átti afmæli í gær  þann 18. október og í dag 19. október á Áslaug tengdamamma sextugsafmæli og óska ég þeim innilega til hamingju með afmælið.  

Þið sem lesið þetta viljið þið kíkja inn á

Bless í bili

Fleiri myndir komnar inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl.

Það er komin langur tími síðan eiginlega nokkur ár síðan. Veit þó að þú hefur eitthvað haft samband við mömmu. Mikið væri ég til í að fá e-mailid ykkar eða símanúmer, langar svo virkilega að hafa samband við ykkur, e-mailid mitt er valahelga@hotmail.com. Þetta er ekki alveg rétti vettvangurinn til þess, en mikið er rosalega gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur. Það er nice að búa á erlendri grundu. Hlakka til að heyra frá ykkur. Með kveðju Vala skrúðari

Valgerður (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 17:29

2 identicon

Gott að vita að allt gangi vel  hjá ykkur.  Hér rignir bara og rignir.  Kveðja frá Klakanum Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 18:21

3 identicon

Takk æðislega fyrir frábært kveld, virkilega gaman að fá ykkur :o) Svo heiti ég reyndar Stefanía Guðrún... ;o)

Gunna (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 18:59

4 identicon

Sæl Oddný og fam. Takk innilega fyrir okkur og mér er nú bara spurn.??? keyptir þú upp HM eða hvað. Þetta á eftir að koma sér mjög vel fyrir hann Emil. Hafið það sem best í noreginum.. bið að heilsa öllum frændum mínum.. 

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:41

5 identicon

Sæl örugglega mjög sniðugt þetta sorgarprógramm. gott hjá Svavari að nýta sér þetta. kv. Anna Ó frænka

Anna (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:34

6 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Hæ hæ, alltaf gaman að fá fréttir frá ykkur  En það var frekar fyndið að í nótt þá var ég alltaf að segja sjálfri mér það að ég væri að græða eina klukkustund af því að það væri búið að breyta klukkunni. Þetta er líklega af því að ég var að lesa bloggið þitt og las þar um vetrartímann í Noregi. Ég var ekkert lítið rugluð þegar að ég vaknaði og var ekki viss um hvað raunveruleg klukka var á Íslandi. Svo hló ég bara að sjálfri mér þegar að ég vaknaði almennilega. Segðu svo að það skili sér ekki inn í kollin hjá manni, það sem maður les á blogginu þínu! hahahaha

Anna Viðarsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband