Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Daglegt brauð

Þórhildur og OddnýEr búin að vera eitthvað löt við pikkið. Nú styttist í að skólinn byrji, fyrsti fyrirlestur eftir jólafrí er á föstudaginn, þetta er nú meiri lúxusinn.

Ég er skráð í 40 ECTS einingar sem svara 20 einingum eins og við þekkjum þær. Þetta er svolítið mikið og eru einhverjir árekstrar, ég er sem sagt skráð í Bymorfologi, Konstruksjonsdesign, Innføring i landskapsarkitekturteori, Landskapsdata I  og Landskapsdata III - datavisualisering/NOVA. Er að vonast til að sleppa við Innføring i landskapsarkitekturteori og fá hann metinn.

Þórhildur er að fara í skíðaferalag með bekknum sínum um næstu helgi, er ekki búin að fá upp úr henni hvert. En allavega á að vera í "hytte" á einhverju skíðasvæði. Þetta er ekki á vegum skólans þannig að móðirinn er pínu stressuð, en stelpan er jú orðin fullorðin.

Það fer ekki fram hjá neinum hér að Svavar á afmæli eftir nokkra daga, nánar tiltekið 10. febrúar. Eins og þær Erla og Jenný ;o) Hann ætla að bjóða stákunum í bekknum en þeir eru 14 talsins. Það verður brjálað fjör hér í 48 fermetrunum þegar að því kemur ;o)

Síðastliðinn sunnudag fórum við upp í brekku með vetrarbúnaðinn okkar, gönguskíði, sleða og snjóbretti. Því miður eru svigskíðin en á Íslandi. En þarna vorum við fjölskyldan ásamt, Bebbu, Tryggva og Óskari og var mikið fjör hjá okkur. Svavari leyst ekki meira en svo á blikuna þegar að sú gamla skellti sér á bretti, "Mamma þú er orðin allt of gömul" kallaði hann á eftir mér.  En  hér situr sú gamla óbrotin.

Um helgina verður hið árlega þorrablót Íslendingafélagsins í Osló. Við erum nokkur hér sem ætlum ekki að láta okkur vanta. Heimasíða félagsins er http://www.islendingafelagid.no

 

 


Minning

Beggi í Svissneskum fjallakofa Í dag eru 8 mánuðir frá því að Beggi okkar dó, og í dag hefði Oddný amma orðið 88 ára ef hún hefði lifað.  Ég var með ömmu og Þórhildi að heimsækja mömmu og pabba í Suður-Afríku þegar að ég kynntist Begga mínum.  Þau eru í huga mínum í dag eins og aðra daga.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband