Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
28.3.2007 | 22:37
Sumar, sumar, sumar og sól ;o)
Er ekki alveg að standa mig við að uppfæra fréttir héðan, enda kannski ekkert markvert að gerast svona dags daglega. Reyndar búið að vera ansi mikið að gera í skólanum, en verður hægt að taka sér að mestu frí frá lærdómi um páskana. Benedikt sonur Lilju kom hingað út síðastliðin föstudag og verður hann hér fram yfir páska, annars býr hann í föðurhúsum á Íslandi. Hann er jafngamall Svavari og voru þeir saman í bekk einn vetur upp á Hvanneyri. Það eru glaðir guttar hér úti allan daginn.
Um síðustu helgi fórum við til Askim en þar er sundhöll með öldugangi, rennibrautum, gufuböðum, heitum og ísköldum pottum, stökkbrettum, veitingasal og fleiru, þangað eru 26 km. Erum að verða eins og norðmenn ;o) tókum með okkur nesti en hér er allstaða gert ráð fyrir fólki með nesti. Hef aldrei áður kynnst svona mikilli nestismenningu og finnst hún frábær. En annars er það er ótrúlegt að ekki skuli vera til svona baðaðstaða á Íslandi, þetta er ekki stór bygging og er ótrúlegt að sjá hvað rúmast mikið þarna inni og hvað þetta er vel skipulagt. Málið held ég með okkur íslendinga er þegar að við ætlum að gera eitthvað þá þurfi það að vera svo stórt og flott að við höfum ekki efni á því. Tek myndavél með mér næst þegar að við förum til Askim, góð hugmynd af lokaverkefni, hver veit!!
Síðastliðin mánudag var sýning hjá Cirkus Agora http://www.cirkusagora.no hér i Ås. Það er ekki á hverjum degi sem að manni stendur til boða að sjá svona flottar sirkussýningar, fjölskyldan dreif sig á sýningu ásamt fleirum, urðum við ekki fyrir vonbrigðum, flott athriði með fjöllistafólki, fíll, kameldýrum og hestum. Í hléinu stóð gestum til boða að skoða dýrin og jafnvel skella sér á bak, eins og Benedikt sem lét sig ekki muna um að skella sér á bak fíls.
Veðrið undanfarið er búið að vera mjög gott og hlýnaði mjög um helgina, en í dag fór hitinn á óopinbera mælinum okkar sem hangir hér norðan megin í 17°C, en það er svo mikil útgeislun að hitastigið fer niður í frostmark á nóttunni, en það er alltaf hrímuð jörð um sjö á morgnana. Það þarf að vera í vetrarklæðnað á morgnana en svo eru það bara sandalarnir og stuttbuxur um hádegi. Þetta er alveg með ólíkindum og vonandi verður veðrið svona um páskana, fínt fyrst að við höfum ekki snjó. Já og við erum komin á sumartíma, tveggja tíma munur á Íslandi og Noregi.
Annars erum við að fara í smá ferðalag, ætlum að skreppa til Dale i Sunnefjord, eigum heimboð til Elísabetar Gunnarsdóttur arkitekts, en hún er forstjóri þar í Nordic artists centre www.nkdal.no Dale er bær nokkuð norðan við Bergen og er nokkuð löng keyrsla þangað, reiknum með að gista á leiðinni. Okkur hlakkar mikið til ;o)
Komnar fleiri myndir inn á marsmöppuna.
18.3.2007 | 21:30
Afmælisdagur Þórhildar ;o)
Jáhá er ekki bara litla barnið mitt oðrin 19 ára!!!! Skil ekkert í þessu, finnst ég ekkert eldast, allavega ekki svo hratt ;o)
Það voru nokkrir heimalingar sem litu inn í dag og fengu sér kökusneið i tilefni dagsins. Var boðið upp á sjónvarpsköku, súkkulaðiköku og brauð a la Björk, takk fyrir uppskriftina Björk ;o) borið fram með sænskum ostum, pestó og danskri salami.
Þegar allir voru orðnir mettir var farið í sing star og söng hver með sínu nefi og sínum tilþrifum, góð skemmtun ;o)
Það voru syngjandi glaðir krakkar sem stigu út úr rútunni við Åsgårdskole síðastliðinn föstudag, en þá kom Svavar heim frá Geilo ásamt bekkjarfélögum. Allir með rjóðar kinnar og sumir með freknur ;o) Setjum inn myndir frá Fagerlig en það heitir staðurinn sem hann var á, þegar búið er að framkalla myndirnar.
Annars er allt við það sama tíminn flýgur áfram og alltaf nóg að gera. Ég er að vinna að stóru verkefni í konstruksjondesign og skruppum við Lilja inn til Oslóar í gær til að gera smá greiningu á svæðinu sem við erum að vinna með. Osló ilmaði af vori, laukarnir farnir að kíkja upp úr moldinni, fólk var úti að hreinsa til og mikið líf í sveitaborginni.
Síðastliðinn fimmtudag bilaði sjónvarpið, það hefur reyndar verið að stríða okkur undanfarið og stundum höfum við ekki getað kveikt á því í marga dag, vorum alveg hætt að skilja í þessu, en í þetta skiptið ákvað konan að fjárfesta í nýju sjónvarpi. Það var hugsað til framtíðar og keypt 32" sjónvarp, ansi stórt í litlu stofuna.
Bless í bili
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 11:11
Vorið að koma!!
Jæja, kominn tími til að setja nokkrar línur hér inn. Tíminn flýgur áfram og við í Noregi siglum hraðbyri inn í vorið, aðeins of snemmt segja norðmenn. Síðastliðinn þriðjudag byrjaði að rigna og hitastigið steig upp og er nú snjórinn óðum að hverfa, ekki hægt að vera á skíðum lengur.
Svavar náði í restina á snjónum í göngubrautunum en hann fór í 3 kílómetra túr á þriðjudaginn með bekknum sínum, en það er undirbúningur fyrir "leirskolen" upp í Geilo í næstu viku. Þið getið skoðað heimsíðunna þeirra hér http://www.fagerli.no/index.php?pageview=def Hann veður líka í undirbúningi fyrir ferðina á föstudaginn. Manni finnst það svolítið skrítið en margir í bekknum hans hafa aldrei farið svona langan tíma í burt frá foreldrum, en þau verða frá 12.-16. mars. Svavar er þrælvanur, búin að fara í sumarbúðir í mörg ár ;o)
Þórhildi gengur alltaf jafnvel í skólanum, hún er svo samviskusöm stelpan. Hún var í prófi í sögu og ensku í gær, þarf ekki að spyrja að því en henni gekk ljómndi vel. Um síðustu helgi fór hún með bekknum á leiksýningu í Osló, var svona hálfgert uppistand, nánar um það inn á Þórhildar síðu seinna í dag ;o) Tengill hér til hliðar.
Síðastliðinn laugardag var settur á sig varalitur og brunað til Svíþjóðar, en þangað förum við íslendingarnir reglulega til að versla í matinn, erum u.þ.b. einn klst. að keyra þangað. Þórhildur og Svavar pössuðu Óskar á meðan við Lilja, Bebba og Sigtryggur skrupum. Það munar ansi mikið á kjöti, osti og víni ;o) T.d. fær maður 3 kg oststykki á 120 sænskar krónur en ostur hér í Noregi er á svipuðu verði og heima. Og 2 kg af kjúklingabringum á 149 sænskar krónur sem er helmingi ódýrara en hér í Noregi. Já og ein rauðvínsflaska 47 kr. Þannig að bíltúr til Svíþjóðar, á svona tveggja mánaðarfresti, margborgar sig. Eftir Svíðjóðartúrinn var ákveðið að grilla saman og var grillið ásamt kolum og olíu grafið upp úr geymslunni, er þá grilltíminn hafinn ;o)
Ég fór í nemendatúr inn í Osló síðastliðinn þriðjudag, í rigningunni og vorum við að skoða svæði við erum að fara að taka fyrir sem nemendaverkefni. Þetta er stórt verkefni sem að gengur í gengum alla önnina. Fór svo aftur inn í Osló í gær á bílnum :o) Svavar og Lilja með í för. Vorum að kaupa fótboltaskó og legghlífar á Svavar, ætluðum svo að finna á hann æfingargalla en það var ansi lítið úrval. Vetrarbúnaður tekur enþá allt pláss í hillunum. Við vorum á þeim tíma sem mesta traffíkin var og var konan pínu sterssuð að vera að flækjast í miðborginni á þessum tíma. Tek það fram að það er ekkert auðvelt að keyra í miðborginni, það er svo mikið af einstefnugötum.
Nýjar myndir í marsmöppu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2007 | 22:51
Vetrarfrí
Þá er komin 27. febrúar, ætlaði nú að vera duglegri að segja fréttir af okkur en einhvernvegin flýgur tíminn bara frá manni. En stefni á að setja inn nokkrar línur í hverri viku, það er alla vega góð áætlun sjáum svo hvað setur.
Á afmælisdag Haralds noregskonungs þann 21. febrúar fengum við góða gesti til okkar, tengdamamma mín hún Áslaug og Áróra komu og eyddu vetrarfríinu með okkur. Ég fékk a vísu ekkert vetrarfrí, en ég vann mér í haginn og átti frí alla helgina. Þórhildur og Svavar fengu 9 daga vetrarfrí og fóru í skólann aftur í gær.
Síðastliðin föstudag fóru þær Þórhildur, Áslaug og Áróra til Osló. Þær skoðuðu meðal annars íslistaverk fyrir utan höllina og voru þær að spá í hvort að hr. Ólafur Ragnar hefði fært honum Haraldi hluta af Vatnajökli að gjöf ;o)
Á laugardaginn fórum við í Tekniska safnið í Osló http://biblioteknett.no/alias/HJEMMESIDE/ntm/ mælum við alveg með því að skoða það. Næst lá leiðinn upp á Holmenkollen, ætluðum reyndar á skíða-safnið en það var búið að loka því, en við fengum okkur heitt kakó og með því. Því næst lá leiðin til Drøbak en það er strandbær í um 12 kílómetra fjarlægð frá Ås. Þar fórum við á veitingastaðinn Marimar og borðuðum dýrindismáltíð í boði Valgeirs.
Á sunnudaginn fóru þær Þórhildur og Áróra í skíðatúr, færið var ekkert of gott því það hafi snjóað nokkuð. En ég, Svavar og Áslaug fengum okkur göngutúr í skóginum, við sáum mikið af dádýrasporum en engin dádýr.
Þær Áslaug og Áróra flugu svo heim til Íslands í gær, það var frábært að fá þær í heimsókn og erfitt að kveðja, en við sjáum þær aftur í sumar.
Jökull vinur Svavar á 12 ára afmæli í dag, Jökull ætlar að koma í heimsókn eftir að Svavar er búin í skólanum í sumar.
13.2.2007 | 09:22
Afmæli Svavars!!
Það er búið að vera svo mikið að gera að ekki hefur gefist tími til að skrifa. Síðastliðinn laugardag varð Svavar tólf ára, eins og einhverstaðar hefur komið fram. Þetta var fámennt og góðmennt afmæli, það voru sex sem afboðuðu komu sína, en það er svipað hér og heima, margir sem liggja í flensu. Og einhverjir gleymdu, eins og einn sem hringdi miður sín á sunnudagskvöld en þá hafði pabbi hans gleymt að láta hann vita af afmælinu. Það voru ekki nema fjórir sem að mættu í afmælið, en strákarnir skemmtu sér mjög vel og er þá tilgangnum náð. Held líka að fámennið hafi haft sína kosti, Svavar náði góðri tengingu við strákana og er hann orðin ansi góður í norsku, strákurinn ;o)
Þeir byrjuðu á að fara leika sér með LEGO sem greinilega er mjög vinnsælt hér. Fengu sér svo heimatilbúna pizzu, drengirnir sporðrenndu tveimur stórum pizzum og höfðu ekki lyst á kökunni fyrr en löngu seinna. Þeir horfðu á bíómynd í "kino" salnum í næstu íbúð ( þeirra Bebbu og Sigtryggs ) og komu svo aftur yfir og fóru í Play station hreyfileikinn sem að Hildur amma og Svavar afi gáfu honum í afmælisgjöf, og var það mikið fjör og gaman, og stofan kannski helst til of lítil ;o) Það voru glaðir strákar sem yfirgáfu samkvæmið.
Eftir afmælið var slatti eftir af pizzadeigi, þannig að í kvöldmat voru auk okkar hér, Lilja, Jón Ottó, Bebba, Sigtryggur og Óskar.
P.s. Erla og Jenný áttu líka afmæli þann 10. febrúar. Til hamingju stelpur!!
Skíðatúr 11. febrúar
Á sunnudaginn fórum við Svavar í skíðatúr með fjölskyldu bekkjarbróðurs Svavars. Við getur sett á okkur skíðin fyrir utan dyrnar og þrammað af stað, algjör lúxus. Við gengum á skíðum upp á Kajaveien þar sem Amund bekkjabróðir Svavars á heima. Foreldrar Amund heita Molly og Vidar, yngri bróðir Amundar, Yngvard var líka með. Við fórum c.a. 10 kílómetra hring í frábæru veðri, það var reyndar -9°C en það kom ekki að sök. Á nokkrum stöðum í skóginum sat fólk við bál og var að grilla, en það er mjög algengt hér. Þegar við vorum u.þ.b. hálfnuð komum við að "hytte" en það eru skáta-hyttur hér um allt, í þeim er hægt að kaupa heit kakó og vöfflur á sunnudögum. Krakkarnir sem eru í skátunum fara á laugardögum og gista og eru svo að selja veitingar á sunnudögum, frábær hefð. Túrinn gekk sem sagt vel og voru þreyttir ferðalangar sem skriðu í bólið á sunnudagskvöld.
P.s. Svavar er farinn að æfa fótbolta og segir hann að það sé miklu skemmtilegra á æfingum hér en heima á Akranesi ;o) Meira um það síðar.
Það eru fleiri myndir komnar inn á möppuna undir Febrúar ;o)
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.2.2007 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 20:55
Á morgun !!
Hérna gengur lífið sinn vanagang, það snjóra bara og snjóar ;o) Svavar og Þórhildur eru orðin hress af pestinni sem annarr hver maður er með hér.
Í gær vorum við Svavar að útbúa boðskort í afmælið sem verður á morgun, þurfti svo að bera út kortinn og það var nú meira en að segja það. Fyrir þá sem ekki hafa komið til Ås þá ætla ég að koma með smá staðháttar lýsingu. Normenn telja bæjin ekki vera þéttbýlisstað, en í kommununi búa yfir 14 þúsund manns og í þéttbýlinu hér um 5 þúsund. Svo má ekki gleyma nemendum við UMB en þeir eru um 2600 manns og ansi margir búa hér á stúdentagörðum og í leiguplássi út í "bæ". Kommunan er reyndar nokkuð stór eða um 100 km² en alla vega þá er byggðin ekkert mjög þétt og er það markmið kommununar að halda í landbúnaðarásýndina. En allavega þurftum við Svavar að keyra ansi langar vegalengdir til að koma út boðskortum. Það var líka snjókoma og hálka, en við erum ekki með nagladekk undir bílnum, þó svo að okkur finnumst við vera á flatlendi hér þá voru ansi margar brattar brekkur á leið okkar í gær. En þetta hafðist allt að lokum, en mikið var ég fegin að hafa ekki boðist til þessa að keyra drengina heim eftir afmælið, en það tíðkast ekki hér. Svavar bauð öllum strákunum í sínum bekk en þeir eru hvorki meira né minna en 16 talsins ;o) Í dag voru reyndar þrír búnir að afboða sig. Það verður líklega fjör hér í 48 fermetrunum, fengum reyndar lánaða íbúðina þeirra Bebbu og Sigtryggs hér við hliðina, tvö skref á milli. En þau eiga stórt sjónvarp og verður "bíósalurinn" þeim megin ;o)
Svavar fór heim með Lilju í kvöld og bökuðu þau afmælisköku og Þórhildur er að baka muffins. Og ég þykist vera að taka til og blogga í hjáverkum, það er með ólíkindum hvað það er fljótt að koma drasl í svona litlum híbýlum.
Á sunnudagin er okkur boðið með í skíðatúr, mamma bekkjafélga Svavar hringdi í gær og bauð okkur með. Förum vinsælann hring og er hytte einhverstaðar á leiðinni þar sem hægt er að fá vöfflur og heitt kakó. Spáinn er góð það á að vera bjart og um -9°C.
Sett inn myndir úr afmælinu á morgun, bið að heilsa í bili.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2007 | 21:47
Góður vinningur ;o)
Þegar að við vöknuðum í morgun hafði bætt í snjóinn, það var farið að vanta snjó í göngubrautirnar þannig að hann var kærkominn. Annars fór ég síðast á gönguskíði í fyrradag í frekar slæmu færi.
Svavar er búin að vera lasin frá því um helgina, en hann ætlar í skólann á morgun. Þarf bara að klæða sig vel í frostinu, strákurinn.
Þórhildur er líka með einhverja lumbru í sér og var ekki í skólanum í dag. Annars var hún á skíðum alla helgina upp í Hemsedal http://www.hemsedal.com/ með bekkjarfélögum sínum. Verður örugglega hægt að lesa nánar um ferðina á blogginu hennar fljótlega http://www.blog.central.is/tobby
Hið árlega þorrablót var haldið hjá Íslendingafélaginu í Osló um síðustu helgi, í gömlu félagsheimili inn í Osló. Vorum við fimm sem fórum héðan frá Ási. Þetta var nú ansi merkileg samkoma, fyrir það fyrsta hef ég aldrei komið á þorrablót eða aðra samkomu þar sem að fólk yrðir varla á mann, hef alltaf talið mig frekar mannblendna manneskju. Og svo voru svolítið sérstök skemmtiatriði já, og veislustjórinn fékk sér kannski örlítið of mikið í aðra tána. En við skemmtum okkur mjög vel og er þá markmiðinu náð. Það sem stóð upp úr var að hún Lilja vann flugfar fyrir tvo til Íslands, og til baka aftur
með Icelandair.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2007 | 21:26
Stórt hreindýr með horn eða ??
Við búum hér nánast úti í skógi og er dýralífið ansi fjölbreytt, fyrir utan fjölbreytt fuglalíf höfum við séð íkorna og dádýr. Eitt dýr bættist á listann hjá Svavari í gær.
Hann var að fara út með rusl, en eins og á öðrum heimilum hefur hver sínum skildum að gegna, er það í Svavars verkahring að fara út með sorpið. Fyrir aftan húsið okkar er þéttur skógur eins og áður hefur komið fram. En allavega var Svavar eitthvað niðursokkinn, líklega verið að hugsa um Lego sem hann var nýbúin að vera að skoða á heimasíðu, með mjög "ódýru Lego" að hans sögn, á netinu. Hann lítur upp þegar hann er að nálgast ruslagáminn og horfir beint í augun á risastóru "hreindýri með horn". Það er spurnign hvor hefur orðið hræddari, Svavar eða elgurinn. Elgurinn elti hann ekki inn þó svo að annað hefði mátt halda þegar að Svavar geystist inn um dyrnar. Spennandi líf!!
En talandi um skildur á heimilinu, þá hef ég verið að spá í hvort ég ætti að setja dagsektir á Þórhildi. Hún á að þrífa baðherbegið einu sinni í viku, en... það líður oft aa..ðeins lengra á milli. Eftir áramótin setum við svo skilmála "það á að vera búið að þrífa í síðasta lagi um hádegi á laugardögum" enn.. það hefur ekki alveg staðist. Hvað á móðir að gera sem vill standa sig í uppeldinu? Setja á dagsektir eða ???? Eða er of seint í rassinn gripið? Hún er jú að verða 19 ára.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2007 | 22:43
Gestagangur ;o)
Þá er komin nýr mánuður, það er með ólíkindum hvað tíminn flýgur áfram.
Hér er búið að vera ansi gestkvæmt í dag ;o) Í morgun mættu Lilja og Helgi í kaffi, sátum við og vorum að reyna að finna út úr kúrs sem við ætlum að prófa að fá metinn. Jón Ottó mætti svo seinna og hjálpaði upp á þýðingu. Spjölluðum svo aðeins um mastersverkefnið hans, en hann er á síðustu metrunum og ætlar að vera komin heim til fjölskyldunar 9. febrúar. Jón Ottó er að klára vatnalíffræði og byrjar hann að vinna hjá Orkustofnun þegar hann kemur heim. Bebba og Sigtryggur kíktu svo aðeins yfir ganginn. Þegar svo fréttist að Guðmundur Hallgrímsson ( Guðmundur bústjóri ) frá Hvanneyri væri á norskri grund hrærði ég í vöfflur að íslenskum sið. Hann fékk sér bíltúr til að berja augum þennann marg umtalaða Landbúnaðarháskóla. Við Lilja fengum okkur svo bíltúr með Guðmundi. Fyrst skoðuðum við Landbúnaðartorfuna og keyrðum svo til strandbæjarins Drøbak, hann er í 12 km. fjarlægð frá Ås. En þar fengum við okkur í svangin í boði Guðmundar ;o)
Fyrir þá sem ekki þekkja til fólksins hér. Lilja Kristín og Helgi Ibsen eru hér í landslagsarkitektanámi. Jón Ottó er eins og áður sagði að klára sitt nám í vatalíffræði, konan hans heitir Jenný en hún er komin heim til íslands ásamt börnum þeirra Hákoni og Hildi Karen, þeirra verður sárt saknað. Bebba (Berglind) og Sigtryggur fluttu hingað ásamt syni sínum Óskari eftir áramót, þau búa við hliðinna á okkur. Þau eru bæði í mastersnámi í búvísindum, í skiptinámi frá Hvanneyri (NOVA). Guðmundur er fyrrverandi bústjóri við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, sumarið 2004 vann ég, ásamt Lilju, undir hans stjórn.
31.1.2007 | 22:57
Lítill engill
Skyndilega bankar sorgin upp á og tilgangurinn er algjörlega óskiljanlegur. Manni finnst ansi harkalegt að fólk þufti að ganga í gegnum þær raunir sem að missir hefur í för með sér svo ekki sé talað um ótímabærann missi.
Hugur okkar er hjá Lísu Guðnýju Jónsdóttur og fjölskyldu hennar, en hún lést þann 23. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans.
Maður er og verður ansi vanmáttugur. En við getum sent hlýjar hugsanir til Lísu Guðnýjar og fjölskyldu hennar, þær skila sér, þekki það að eigin reynslu. Guð veri með litla englinum.
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.2.2007 kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)