Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Jóla og áramótakveðja.
Elsku Þið öll sem eruð á heimili Oddnýar og Ola sendi ykkur jóla og nýárskveðjur eigið góð áramót. Kveðja frá Sigrúnu og Sigþóri
Sigrún Guðmundsd (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 28. des. 2010
afmæliskveðja
Elsku Þóra mágkona mín.... Hamingjuóskir til þín á afmælisdaginn.. Sakna ykkar úr Hafnarfirði. Góðar kveðjur úr Garðabæ...
Sigrún Guðm (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 2. des. 2010
Á leið til Norge
hæ hæ mig langaði bara að láta vita að ég er á leið til Norge í næstu viku, flýg út á miðvikudaginn og heim aftur á sunndaginn. Ég þarf á einn fund upp við Hamar (förum úr lestinni í Stange). Ég er búin að týna símanúmerinu þínu og emailinu en hafði hugsað mér að heyra aðeins í þér, það væri gaman að hitta aðeins á þig ef það væri hægt! Þú mátt alveg heyra í mér ef þú sérð þetta, en annars hlýt ég að finna númerið hjá þér! kv Bebba
Berglind Ósk (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 30. apr. 2009
Gott að heyra frá ykkur aftur
Það á eftir að fara vel um ykkur í nýja húsinu, farðu svo að koma þér inn á facebook. Bið að heilsa öllum Kv.Guðrún Ósk
Guðrún Ósk Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 21. jan. 2009
Halló!!
ísland kallar skipti - ertu þarna Oddný - hehe hef ekkert heyrt frá þér lengi, vonandi höfðuð þið það gott á klakanum um jólin. bestu kveðjur
Guðbjörg Guðmundsdóttir, sun. 18. jan. 2009
'Aramótakveðjur .
Gleðilegt ár kæra Oddný og fjöldskylda. Vona að þið hafið haft það gott á islandi og dveljið aðeins lengur næst og kannski náum við að sjást eitthvað. Það er miklu freka að boða þá sem þig langar að hitta á einn stað á sama tíma í stað þess að þið þurfið að hendast landshluta á milli og hverfa á höfuðborgarsvæðinu til að ná að hitta alla. Unnur Salóme og Einar eignuðust stelpu 27.des og allt gengur vel hjá þeim Þau bíða eftir því að þið komið í heimsókn. Kveðja að sinni Steinunn
Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 13. jan. 2009
Gleðilegt ár
Gleðilegt á Oddný og fjölskylda.. kveðja frá Hornafirði, Lísa. P.S. ert þú ekkert inni á facebook..? þar eru nokkrir bekkjarfélagar okkar, gaman að fylgjast með þeim þar.
Lísa (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 5. jan. 2009
Gleðilegt nýtt ár
Kæra fjölskylda Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Það er ekki nokkur vafi á því að ykkur á eftir að líða vel í húsinu ykkar. Hafið það voða, voða gott. Nýjarskveðjur Svava og fjölskylda
Svava I. Sv. (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 3. jan. 2009
Nýr frændi
Litli frændi fæddist 8.október og var ekki nema 15 merkur og 51 cm. Selma og Aldís eru alveg heillaðar af honum og Selma vill sko drífa í þig að mamma komi líka með lítinn bróður, hún geti sko passað. Annars bara allt gott þannig miðað við ástandið og gengur vel á sjónum. Kær kveðja til ykkar allra. soffía og co
Soffía (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 11. okt. 2008
Sælinú
Kíkti hér inn í smá forvitnisleiðangur.. Kveðja frá Íslandi.. Lísa Þ
Lísa (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 8. okt. 2008
Hugga
sæl öll saman gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur.hreindýravertíð lokið hjá okkur og óli tók 18 dýr ssem gæt hitti þig vonandi fljótlega á msn spjöllum saman kv Hugga
Hugga (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 16. sept. 2008
Sterk hugsun til þín
Sæl og blessuð Oddný :) Þú hefur sent mér svakalega sterka hugsun um daginn, en ég fékk ekki frið fyrr en ég las aðeins á síðunni þinni :) Þér líður greinilega vel og hefur það mjög gott (a.m.k. miða við það sem stendur hér) :) Að vísu var ég að hugsa til Noregs og þú og Gunna skutuð ykkur upp í hausin á mér. Gunna fann það greinilega því hún kom á msn og fór að spjalla..hehe :) .. með ykkur leysti ég það með því að skoða síðuna þína :) Eins og ég segði þá vona ég að það gangi allt haginn og ykkur líður vel :) bestu kveðjur af Hvanneyrinni Anna Lóa
Anna Lóa (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. ágú. 2008
Afmæli
Til hamingju með afmælið elsku Oddný mín. Gott að vita að pakkinn frá mér kom á réttum degi. Kveðja og knús Anna og Alli
Anna Viðarsdóttir, mán. 7. júlí 2008
Vorum að skoða Ola
Halló öll! Erum að gæða okkur á léttum hádegismat, ég, Fanney, Laufey og mamma þín og pabbi. Talið barst að Ola.... vorum að skoða gripinn. Við erum full tilhlökkunar að fá að hitta ykkur þegar þið komið heim fljótlega. Bestu kveðjur af Skaganum
Eygló Karls (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. júlí 2008
Hofsnes.com
Datt í hug að senda þér link á síðuna þeirra á Hofsnesi.. þar er nú ýmislegt í boði.. ef þú ferð aðeins niður þessa síðu sérðu okkur í byrjendaferð á kajökum.. Góða skemmtun http://www.hofsnes.com/journal2007.htm Þetta er sko bara í 4 skipti í RÖÐ sem ég skrifa í gestabólkina þína.. og nú skal ég hætta... í bili allavega.. HE HE
Lísa (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 10. júní 2008
Sæl Oddný...
Og takk fyrir innlitið á myndlistarsíðuna. Ég var að skoða myndirnar þínar.. og sá þennan líka fína kajak.. það er nú gaman að segja frá því að ég hitti Hauk Tryggva úti í Óslandi um daginn.. og hann var með kajak og vildi endilega að ég prófaði.. þetta var ÆÐI. Svo er saumaklúbburinn minn að fara í Öræfin í næstu viku.. nánar tiltekið á Hofsnes (Matta systir býr þar) og við erum að fara klukkutíma langa ferð í kajökum.. ég hlakka mikið til.. Með kveðju frá Hornafirði..( og sjáumst vonandi í sumar) Lísa Þ
Lísa (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 10. júní 2008
úpps
gleymdi að senda þetta.. http://malverk.blogcentral.is/ kveðja Lísa Þ
Lísa Þ (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 18. maí 2008
Halló halló
Sæl Oddný. Mikið er hann nú líkur þér hann sonur þinn.. maður fer nú bara nokkur ár aftur í tímann.. Nú er amma þín orðin nettengd.. allt okkur í dagvistinni að kenna.. við vorum að fá nýjar tölvur og gáfum henni gömlu tölvuna.. en hún hefur bara svo gaman af þessu.. bið að heilsa í bæinn og hafið það gott.. Kv lísa.. endilega að kíkja inn á nýju myndlistarsíðuna mina sem er reyndar enn í vinnslu.. ;)
Lísa Þ (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 18. maí 2008
Frískur bloggari
Sæl og takk fyrir síðast sem var nú fyrir löngu.Ég held að ég þurfi að koma mínu bloggi aðeins áfram. Það hefur enn engin alvöru færlsa verið gerð en þú skrifaðir að þú biðir spennt í byrjun mars 2007 og bíður væntanlega enn. Bestu kveðjur og ég og við öll biðjum kærlega að heilsa. Kv Jón Ottó
jogg, mið. 7. maí 2008
Frænkupænka
Elskurnar mínar, Mikið rosalega er gaman að fylgjast með ykkur í Norge. Kíki nokkuð reglulega á síðuna og það er greinilega alltaf nóg að gera hjá ykkur og alltaf eitthvað skemmtilegt auðvitað. Hafið það sem allra allra allra best. Kveðja Hanna frænka og strákagengið
Hanna (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. apr. 2008
Hvað er frétta af ykkur í Norge
Sæl Oddný og Svavar Kristján. Það er svo langt síðan að eitthvað hefur verið skrifað. Var í Norge um páskanna í -15°c hjá Unni og Einari. Fór til Lillehammer, Hamars og í skógsafnið í Elverum, ég held að það sé skrifað svona. Vona að það sé allt í lagi hjá ykkur og það fari að koma eitthvað inn á síðuna ykkar. Það er svo gaman að lesa hvað þið eruð að bralla þarna úti. Þú veist að það á að vera 10 ára útskriftarafmæli frá Garðyrkjuskólanum 13.júni. Kveðja Steinunn
Steinunn Reynisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. apr. 2008
Vil bare takke deg og Svavar for en fin helg igjen:-)
Kjempeglad i deg Oddny!!! Klem fra Ola og jentene;-)
Ola (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 31. mars 2008
Páskakveðja
Gleðilega páska Oddný mín. Kveðja og knús frá Önnu og Alla
Anna Viðarsdóttir, sun. 23. mars 2008
Hei
Vildi bara kvitta fyrir mig. Heyrumst og sjáumst. kveðja frá nýju grönnunum. Hranhildur og Ragnar Finnur
Hrafnhildur (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. mars 2008
Afmæliskveðja til Svavars Kristjáns
Elsku Svavar Kristján. Til hamingju með 13 ára afmælið. Verður gaman að fylgjast með þér á stubbaskíðunum.... Hafðu það voða gott. Afmæliskveðjur frá Svövu, Eðvaldi, Garðari og Ásbirni
Svava I. Sv. (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. feb. 2008
Afmæliskveðja
Til hamingju með 13 ára afmælið Svavar minn. Hanna Ýr átti dreng þann 8.febrúar á afmælisdegi Barkar, skemmtileg tilviljun. Allt gekk vel og heilsast öllum vel. Biðjum kærlega að heilsa ykkur Soffía og co
soffia R. Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. feb. 2008
Kveðja til Svavars
Hæ hæ - langaði bara að send afmæliskveðju til Svavars. 13 ára töffari - ferming á næsta ár! Þú veist það Oddný mín af reynslu frá fermingu Þórhildar að ég er með "þrælaleigu" thihihihihi! Til hamingju með daginn!
Anna Viðarsdóttir, sun. 10. feb. 2008
Sæl Oddný
Og gleðilegt ár. Það er alltaf jafngaman að kíkja hér inn... Ég bara dáist að hvað þú ert dugleg, það verður gaman að fylgjast með þessu sjóræningjadæmi hjá þér . Gangi ykkur allt í haginn. Með kveðju.. Lísa Þ blog.central.is/Birkihlid
Lísa Þorsteinsd (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008
Er líf í norge
Oddný ertu á lífi?????? Þú hefur ekki skrifað neitt lengi. Kveðja Steinunn
steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 28. jan. 2008
Kveðja að austan
Sæl Oddný mín Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir skemmtilegu stundirnar sem við áttum með ykkur í sumar. Og takk fyrir smjörmótið það var prufað á jólunum ótrúlega flott. Kær kveðja til Svavars og Þórhildar frá öllum í Smárahv 6
Margrét Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. jan. 2008
Gleðilegt ár
Sæl Oddný mín. Gleðilegt ár. Vona að þið Svavar hafið það gott og þið hafið komið ósködduð af skíðunum um áramótin. Vona að ritstýflan fari að bresta hjá þér og við fáum að vita hvað á daga ykkar hafa drifið. Kveðja Steinunn
Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. jan. 2008
Hugga
sæl oddný gaman að fylgjast með á síðunn gott að gengur vel væri til í msn ef þú hefur hringi fljótlega kv Hugga Ísaks
Hugrún (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. des. 2007
Jólastress
Sæl Oddný. Jæja þá er jólastressið að byrja. vona að þú hafir það gott og vona að ritstýflan fari að bresta. Kveðja Steinunn
Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 29. nóv. 2007
Heja Norge
Það er gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur. Kveðja. Ísar
Ísar Guðni Arnarson, fim. 22. nóv. 2007
Kveðja
halló Oddný mín. Ég sé að þið mæðgunar og amma hljótið að hafa haft það gott saman. kær kveðja til ykkar allra. Anna frænka
Anna (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 10. okt. 2007
Sæl Oddný
Æ..Ég mátti til með að senda þér smá minningu frá Hornafirði.. ætlaði að vera búin að því fyrir löngu.. og ákvað að nota ferðina, fyrst amma þín var að koma til þín...Njóttu bara. Við hlökkum til að fá ömmu þína aftur til okkar, og fá alla ferðasöguna...hún er svo yndisleg, alger gullmoli .. með kærri kveðju, Lísa Þ
Lísa (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 7. okt. 2007
God dag , god dag
Sæl veriði. var í heimsókn hér á síðunni. Það er alltaf gaman að fylgjast með ykkur. Við í dagdvölinni erum strax farin að sakna ömmu þinnar, ég bið kærlega að heilsa henni og vonandi á hún eftir að eiga góðan tíma með ykkur. Hafið það gott. Kveðja frá Hornafirði .. Lísa Þorsteind
Lísa Þ (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 27. sept. 2007
kveðja af klakanum
Komdu sæl Oddný. 'Eg er bara að velta fyrir mér hvort að það sé svona brjálað að gera hjá þér að það sé lítið skrifað á bloggið eða þá að þú sért með einhverja ritstýflu. Það er nefnilega svo gaman að fylgjast með ykkur sem eruð í útlöndu á svona bloggi. T.d Valdi bróðir og Guðrún eru mjög dulega að blogga frá Svíþjóð. Vona að þú hafir það sem allra best og ykkur gangi vel
Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. sept. 2007
Skarvheimen
Þú segist ætla að segja frá gönguferðinni um Skarvheimen seinna. Mikið seinna? ...og engar myndir?
Ísar Guðni Arnarson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. sept. 2007
Kveðjur að austan
Elsku Oddný mín takk fyrir kveðjurnar ... vildi bara að segja að ég hugsa oft til ykkar og frábært að komast að því að þú heldur úti þessu bloggi svo maður getur fylgst með ykkur. Fer alveg að hringja í þig stelpa (hef reyndar hringt 2-3svar og Svavar svarað og sagt mér að mamma sín væri í skólanum ;) ) Þið eruð algjörar hetjur öll þrjú, bestu kveðjur frá Agnesi og litla prinsi.
Agnes Brá (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. sept. 2007
Halló
Sæl Oddný.. ég kíki reglulega hér inn, þið eruð svo dugleg.. Hafið það gott. Kv Lísa Þ
Lísa Þ (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 31. ágú. 2007
Hæ :-)
Hæ elsku Oddný mín, langaði bara að kasta á þig kveðju ;-) Heida
Heida (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 6. ágú. 2007
Kveðjur frá Flateyri
Sæl og blessuð Oddný Óska ykkur til hamingju með stóru áfangana, útskrift Þórhildar og "barna"afmælið þitt (40). Hitti Bubba um daginn og sagði hann mér af blogginu þínu, sem núna er komið í "favorítið" og verður hér eftir að daglegri lesningu. Bestu kveðjur til ykkar allra. Nonni
Jón Svanberg Hjartarson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 3. ágú. 2007
Hæ og hó
Sæl öll austanfólk, hef ekki heyrt í ykkur mjög lengi þannig að við þurfum að fara að hringjast. Erum þó alltaf meira og minna fyrir vestan núna meðan flestir eru í sumarfríi. Kær kveðja Jon Ottó &co
Jon Ottó Gunnarssson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 2. ágú. 2007
kveðja frá köben
Sæl Oddný, rakst á síðuna þína, búin að lesa hana alla í gegn. Það er auðséð að ykkur gengur vel í öllu sem þið takið ykkur fyrir enda eigið þið ekkert annað skilið. Ég er að vinna við lokaverkefnið en við erum á leiðinni aftur til Isl. 5.ág. Værum reyndar alveg til í að vera lengur,búið að vera frábært og stelpurnar vilja sko alls ekki fara til baka. En nú er bara að fara að vinna er búin að ráða mig á Landmótun frá haustinu. Vona að þið hafið það sem allra-allra best í sumar og njótið þess að vera í Noregi. Kveðja Kristbjörg Traustadóttir.
Kristbjörg Traustad (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 28. júlí 2007
Ein svaka spennt sem kíkir á hverjum degi
Hæ . Er orðin svaka spennt hvernig afmælið hafi tekist og allt þetta fína sem þið Anna gerðuð. Vona að þið hafið það sem allra best. Hvenær kemur þú aftur heim til íslands? Kveðja Steinunn
Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. júlí 2007
Takk fyrir síðast
Hæ Oddný mín. Veit að þú ert í fjallgöngu núna með Helga bróðir, Ísari Guðna og Togga. Hugsa mikið og vel til ykkar núna. Vona að þú náir að slaka vel á og njóta þess að vera í norskri náttúru. Langaði bara að senda línu og þakka kærlega fyrir skemmtilega dvöl í íslendingahúsinu í Norefjell. Mikið var þetta gaman og notarlegt. Það eru ekki margir sem geta státað af 7 daga afmælisveislu :) Bestu kveðjur, Anna Viðars
Anna Viðarsdóttir, mið. 25. júlí 2007
sæl
Til hamingju með þetta alltsaman Oddný mín.. og líka með afmælið... Kveðja frá Hornafirði, Lísa
Lísa (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. júlí 2007
Afmæliskveðja
Elsku frænka, Innilega til hamingju með afmælið um daginn og við vonum að þið fjölskyldan hafið notið dagsins til hins ítrasta. Og hamingjuóskir til Þórhildar með útskriftaráfangann, heldur betur vel af sér vikið. Hlökkum rosa mikið til að hitta ykkur í ágúst, hafið það sem allra best þangað til. Knús og kossar, Hanna, Dagur, Viktor og Aron
Hanna Ýr Sigþórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 10. júlí 2007
Afmæliskveðja.
Elsku Oddný til hamingju með afmælisdaginn sem var að vísu í gær. Ástarkveðjur til Þórhildar og Svavars biðjum líka að heilsa mömmu þinni.Kveðjur Hildur og Svavar.
Hildur Metúsalemsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. júlí 2007
Afmæliskveðja til Oddnýjar hetju.
Til hamingju með afmælið Oddný mín, vona að þú hafir haft ánægjulegan dag og sért tilbúinn fyrir að fá alla vini og ættingja sem ætla að heimsækja þig í næstu viku. Kveðja Steinun
Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 7. júlí 2007
Kveðja frá Hornafirði
Elsku Oddný frænka innilegar hamingjuóskir með afmælið, voðalega er gaman að sjá hvað gengur vel hjá ykkur í Norge,krakkarnir gjörsamlega blómstra og þú líka. Allt gott að frétta af okkur erum búinn að selja útgerðina, kominn í ferðabransan (fjoruferdir.is)kveðja frá okkur öllum Bodda,Elvar,Ágúst,Sindri Örn,Anna Birna,Diego og Dimma voff,voff
Elínborg Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 7. júlí 2007
07.07.07
Til hamingju með afmælið, elsku snúllan mín! Hlakka til að koma og gefa þér "knus og klem". Kveðja, Þín vinkona Anna
Anna Viðarsdóttir, lau. 7. júlí 2007
Kveðja úr Hafnarfirðinum
Hæ Oddný,Þórhildur og Svavar, Yndislegt að fylgjast með dvöl ykkar í Norge. Allt gott að frétta af okkur,brjálað að gera hjá Antoni í vinnunni og Rakel Ósk er búin að vera í Garðheimum í sumar og gengur mjög vel. Ég var aðeins að breyta til og færði mig um set í vinnunni, hætt í innheimtunni og komin í bókhaldið. Breki stækkar og stækkar, er með hlaupabóluna þessa dagana en lætur það ekki stoppa sig. Kveðja Svana,Anton og fjölskylda
Svanhildur (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. júlí 2007
Heja Norge.
Gaman að lesa um ykkur. Nú fer að styttast í Noregsferðina okkar. Það verður gaman að sjá ykkur þá. Kveðja. Ísar Guðni Arnarson.
Ísar Guðni Arnarson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. júní 2007
Myndaalbúm
Ég var ekki búin að fara inn á almbúið í nokkrar vikur. Yndislegt að sjá myndirnar af Begga. Rifjast upp margar minningar. Svo hlýtur þú að vera orðin sólbrún og útitekin eftir alla þessa sól og baðstrandaferðir í Noregi. Kveðja, Anna "frænka"
Anna Viðarsdóttir, mán. 25. júní 2007
Bestur kveðjur úr Breiðholtinu
Hæ elsku Oddný, Þórhildur og Svavar. Það er alltaf gaman að koma inn á síðuna og lesa blogg og skoða myndir. Það hefur greinilega verið gaman að fá Friðrik og fjölsk. í heimsókn. Hugsum reglulega til ykkar og hafið það sem allra best í sól og sumaryl. Kveðja Hanna, Dagur, Viktor og Aron
Hanna Ýr Sigþórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. júní 2007
já Berlín !!
Mér fannst Berlín óskaplega tætt borg og ótrúlegt hvað múrinn er sterkur ennþá í bæði borgarmyndinni og hugum fólks. ég fékk það á tilfinninguna að það þyrfti alveg tvær kynslóðir til að sameina borgarhlutana. annars voru þeir ekki með neina minnimáttarkend yfir þessu og fannst þetta bara talsvert merkilegt og höfðu gaman af því að segja frá. en það er ótrúlega margt að skoða þarna og þeir nota mjög stóran skala. en þá vantar fjárfesta og peninga til að byggja upp allt sem þeir eru búnir að rífa. kveðja Guðbjörg
Guðbjörg (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 5. júní 2007
Kveðja frá Önnu frænku
Hæ elsku Oddný, Þórhildur og Svavar. Það er gaman að fylgjast með ykkur. gott að vita hvað allt gengur vel.Allt gott að frétta af okkur. Er bara farin að bíða eftir krílinu (er sett á morgun). kær kveðja Anna Ólafs
Anna Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. júní 2007
heilt ár ótrúleg!
já Oddný mín tíminn er ótrúlega fljótur að líða ég trúi því varla að það sé ár síðan reiðaslagið kom en eins og sagt er "life must go on" og það hefur það sannarlega gert hjá ykkur. megi minningin lifa með ykkur. bestu kveðjur Guðbjörg
Guðbjörg (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. maí 2007
björg
Sæl elsku Oddný, Þórhildur og Svavar!´ Við sendum okkar innilegustu kveðjur, við höfum hugsað til ykkar í dag. Guð veri með ykkur. Kveðja Björg og fjölskylda.
Björg (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 28. maí 2007
Kveðja frá Bolungavík
Hæ Oddný Þórhildur og Svavar.Ég aldrei skoðað gestabókina fyrr. HÉr er bara snjór snjór ég bara spir hvar eru margnefnd gróðurhúsa árif. Þið eruð hetjurnar mínar. Kveðj gamli tengdi
Guðbjörn Páll Sölvason (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. maí 2007
Björg
Sæl Oddný mín, það gengur illa að senda þér línu, búin að prófa það 100 sinnum heima en prófa nú úr vinnunni, misnota aðstöðu mína. Mikið er ég stolt af þér þegar ég les "fréttirnar" frá ykkur þú ert algjör hetja alveg sama hvernig á það er litið. Vonandi ert þú búin með verkefnið sem þú áttir að skila í gær. Við hugsum til ykkar - gangi ykkur öllum vel í lokasprettinum í skólanum. Okkar bestu kveðjur, Björg og fjölsk.
Björg Þorvaldsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. maí 2007
Sigrún föðursystir.
Elsku Oddný Þórhildur og Svavar. Loksins lét ég verða af því að kíka á bloggið.Gleðilegt sumar mér til mikillat ánægju kom ég á Eiðistogið í gær á bókamarkað og hitti þá fyrir Þórhildi sem ég hef ekki séð síðan í haust Svavar og Áslaugu að glugga í bækur.ánægjulegt það. Vona að allir séu búnir að skila sér heim frá Íslandi kv. Sigrún
Sigrún Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. maí 2007
LILJA Halldórsd
Elsku Oddný,Þórhildur og Svavar gleðilegt sumar alltaf gaman að lesa fréttir frá ykkur.Bæ og kær kv Lilja og fjölsk
Lilja Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 26. apr. 2007
"Athugasemdir"
Heil og sæl öll sem lesið bloggið hennar Oddnýjar. Mig langar að benda ykkur á, sem ekki vitið að það er hægt koma með skilaboð við hvert blogg sem Oddný færir inn. Það er gert með því að smella á orðið "Athugasemdir" undir hverju bloggi fyrir sig. Þar getið þið einnig lesið frá öðrum. Ég er viss um að Oddnýju þykir vænt um að fá smá kveðju þarna undir. Við þurfum aðeins að borga til baka, finnst ykkur það ekki? Kveðja, Anna-sem-þarf-að-skipta-sér-af-öllu!
Anna Viðarsdóttir, mán. 23. apr. 2007
aslaugar@simnet.is
Gleðilegt sumar! Kveðja´tengdó
Áslaug Ármannsdóttir (Óskráður), lau. 21. apr. 2007
Gleðilegt sumar
Elsku Oddný og börn Gleðilegt sumar. Kveðja Kristbjörg og familía
Kristbjörg Ágústsdóttir (Óskráður), fös. 20. apr. 2007
Sumardagurinn 1.
Hæ Oddný mín. Gleðilegt sumar! Það er vist ekki haldið upp á sumardaginn fyrsta þarna?
Anna Viðarsdóttir, fim. 19. apr. 2007
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Halló velkomin til baka, þetta hefur greinilega verið skemmtilegt ferðalag. bestu kveðjur úr sumrinu í suður Svíþjóð Guðbjörg
Guðbjörg (Óskráður), lau. 14. apr. 2007
GÓÐAN DAG
Halló halló... það er alveg stórkostlegt landslagið þarna hjá ykkur.. mikið vildi ég nú vera komin með trönurnar, og sletta nokkrum málningarklessum... ;) hver veit, kannski stelst ég til að mála eina úr myndaalbúminu þínu.. ég skal lofa að biðja um leyfi ef það gerist.. bless úr rigningunni.. hvað annað.. Lísa sletta, Hornfirðingur
Lísa Þorsteinsdóttir (Óskráður), fös. 13. apr. 2007
Áslaug Ármannsdóttir
Komið þið sæl. Var bara að athuga hvort það væri komið meira af ferðasögunni. Hef samband fljótlega . Tengdó
Áslaug Ármannsdóttir (Óskráður), þri. 10. apr. 2007
Gleðilega páska!
Gleðilega páska Oddný mín. Bestu kveðjur til Þórhildar og Svavars. Kveðja, Anna "frænka"
Anna Viðarsdóttir, sun. 8. apr. 2007
Áslaug
Sæl. Ég fann bloggið þitt í deleted items. Er búin að vista það á favorites. Erum að fá alla Valgeirsfjölskyldu í mat. Kveðjur tengdamamma
Áslaug Ármannsdóttir (Óskráður), fös. 6. apr. 2007
Frá fyrrverandi Ásverja
Halló Oddný og fjölskylda! Hreinlega villtist inn á síðuna og endurminningar mínar frá Ási hellast yfir mig við það að lesa bloggið þitt og skoða allar myndirnar. Bjó á Skogveien 26 og vildi alveg vera á Ási núna! Bið að heilsa þeim sem ég þekki þarna úti, gangi ykkur vel. Kveðja - Þórunn á Hvanneyri.
Þórunn Harðar (Óskráður), fös. 30. mars 2007
Lóan er komin...
Bara að láta þig vita, þú þarna sem ert að ponta þig af vorinu. Það er sko líka komið hingað. Lóan er komin og kvað burt snjóinn. Sást til hennar í Hornafirði. Veist þú nokkuð hvar það er á landinu? Kannski möguleiki að þú hafir einhvern tíman komið þangað? Hehehehe... til hamingju með vorið Oddný mín.
Anna Viðarsdóttir, mið. 28. mars 2007
Rólegheit á Skaganum
Halló Oddný og co. Mátti til með að senda kveðjur héðan úr rólegheitabýlinu Skaganum. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur í gegnum bloggið. Kveðjur, Laufey og Skagaliðið
Laufey Karlsdóttir (Óskráður), mið. 21. mars 2007
Lilja Halldórsd
Hæ hæ Oddný og co bara aðeins að kvitta.Alltaf gaman að geta fyllst með ykkur bæ og kær kv Lilja og co
Lilja Halldórsdóttir (Óskráður), sun. 18. mars 2007
Bara að láta vita
Ég sé að öll mikilmenninn eru búin að kvitta inn á síðuna þína.. En ekki ég. Ég get náttúrulega ekki verið minni manneskja og kvitta fyrir mig hér og nú. Það er gaman að sjá hvað þið frændur mínir eruð að gera þarna í norðmannalandi.
Erla Björg Arnardóttir (Óskráður), þri. 13. mars 2007
Takk kæri bloggvinur
Það er synd að snjórinn er að fara hjá ykkur. Það er nefninglega mjög gaman að fara á skíðum út í skóg og grilla þegar sól er farin að hækka á lofti. Annars ætlaði ég bara að þakka fyrir bloggvinskapinn. Færslunum hefur reyndar ekki fjölgað enn. Bið kærlega að heilsa ykkur, við Hákon komum til að halda partý strax eftir páska. Lendum þann 10. og förum aftur þann 15. Við hringjum nún við tækifæri en það er um að gera að láta vita ef það vantar slátur í holuna.
jogg, sun. 11. mars 2007
hæ hæ
Sæl aftur. Mikið er þetta æðislegt.. geta bara farið út og séð dádýr !! Í gær voru fastir bílar í snósköflum hingað og þangað um bæinn.. en í dag mígrignir !!?? ótrúlegt veðurlag hérna á Hornafirði. Við höfðum ekki einu sinni tækifæri á að prófa skíðin sem eru búin að vera í geymslunni í mörg ár.. Hafið það sem best .. KVEÐJA LÍSA þ blog.central.is/Birkihlid/
Elísabet G. Þorsteinsdóttir (Óskráður), lau. 3. mars 2007
þú ert hetja.
Hæ elsku Oddný mín . Augu mín vökna við að sjá mynd af þér, því margt hefur gengið á og alltof langur tími liðin frá því að ég sá eða heyrði í þér.. Það er æðislegt að fara inn á bloggsíðuna og fá af ykkur fréttir.. Megi guð og allir hans englar vaka yfir ykkur.. Baráttukveðjur, knús og miklu meira knús . Guðrún og ungarnir hennar. P.S. HUNDRAÐ FINGUR ERU ENN STARFANDI , og við vorum í gærkveldi að gera kort heima hjá sunnevu ;)
Guðrún Aðalbjörg Árnadóttir (Óskráður), mið. 28. feb. 2007
Hamingjuóskir og fleira
Elsku svavar, innilega til hamingju með afmælið. Gaman að skoða myndir af ykkur fjölskyldunni og geta fylgst með ykkur í Norge. Allt voða gott að frétta af okkur hér á klakanum og maður er farinn að fá smá sól á kroppinn þó svo að það sé lítið um hita í kroppinn á klakanum eins og er ;o) Koss og knús til ykkar allra. Kveðja Hanna Ýr og strákarnir
Hanna Ýr Sigþórsdóttir (Óskráður), þri. 27. feb. 2007
Hæ Hæ
Til hamingju með afmælið Svavar minn.Það er frábært að fylgjast með ykkur hérna.Heyri í ykkur vonandi fljótlega. Kv.Frá okkur á Höfn Guðrún Ósk og fjölsk.
Guðrún Ósk (Óskráður), mán. 26. feb. 2007
Meiri snjó... meiri snjó... meiri snjó!
Hæ hæ Er ekki allt á kafi í snjó hjá ykkur í Norge? Það eru einhverjar fréttir um það í fjölmiðlum hér á landi.
Anna Viðarsdóttir, fös. 23. feb. 2007
Halló Hornafjörður
Man alveg eftir þér:-) Hitti Mundu á Gardemoen eftir jól og hún sagði mér að þú byggir hérna. Gaman að vita af fleiri hornf. hérna, eða bara íslendingum ef því er að skifta. Hef eiginlega ekki hitt neina ísl. hér síðan við fluttum (2002).Og alveg sammála um þessar undarlegu ísl samkomur hér þar sem enginn talar við mann!! Kalla það ekki að hitta fólk! Endilega hafðu samband ef þú villt. Mail:helgadis@hotmail.com Kveðja Helga Dís
Helga Dís (Óskráður), fös. 16. feb. 2007
kveðja frá Selfossi
elsku Oddný,Svavar og Þórhildur mikið er gaman að fylgjast með ykkur.Svavar til hamingju með afmælið þ.10 Nú styttist í afmælið hjá Jökli og hann er líka orðin spenntur að koma í heimsókn í sumar. Bið að heilsa og hafið það sem allra best. kær kveðja Rósa,Rúnar,Jökull og Signý
Rósa Guðmundsdóttir (Óskráður), fim. 15. feb. 2007
Hæ hó
Hæ Oddný mín. Gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur. Allt gott að frétta af okkur. bumban mín bara stækkar og stækkar en krílíð á víst ekki að koma fyrr en í byrjun júní, ég veit ekki hvernig ég verð orðin þá :) skilaðu kveðju til Þórhildar, Svavars og Lilju. Hafið það sem allra best. kær kveðja Anna frænka
Anna Ólafsdóttir (Óskráður), mið. 14. feb. 2007
Sæl Oddný
Ég rakst á síðuna þína í gegnum Hilmis síðu, Það verður gaman að fá að fylgjast með ykkur þarna úti. Ég dáist að dugnaðinum í þér.. og hugsa hlýtt til ykkar.. Gangi ykkur vel. kveðja Lísa Þorsteinsd. Hornafirði Heimasíða: blog.central.is/Birkihlid/
Elísabet Þorsteinsdóttir (Óskráður), lau. 10. feb. 2007
Lilja Halldórsd
Elsku Svavar til hamingju með afmælið og eigðu góðan dag.Kær kv til allra bæ Lilja og co.
Lilja (Óskráður), lau. 10. feb. 2007
Kv. frá fyrrum samstarfsfélaga Garðheima ;-)
Hæ,hæ,elsku Oddný ;-) Rakst á slóðina þína á ársh.síðu Garðheima ;-) Varð að kasta kveðju á þig og óska þér og þínum alls hins besta í Norge :-) Sendi þér hlýjar hugsanir. Bestu kveðjur, Helga Bogga í blómó ;-)
Helga Bogga (Óskráður), þri. 30. jan. 2007
Frábært
Flott síða hjá ykkur. Frábært svæði hjá ykkur gönguskíða færi við útidyrnar. Verður gaman að fylgjast með. Kveðja Svana og Anton
Svanhildur Karlsdóttir (Óskráður), mán. 29. jan. 2007
Gaman að geta fylgst með
Hæ elsku Oddný, Þórhildur og Svavar. Alveg meiriháttar fram tak þessi síða, nú fylgjumst við sko með ykkur í Norge :o)
Hanna Ýr (Óskráður), sun. 28. jan. 2007
Flott síða hjá ykkur.
Hæ Oddný, Þórhildur og Svavar. Flott síða hjá ykkur er búinn að festa hana í tölvuna og kem til með að kíkja á hana oft. Það fer greinilega vel um ykkur þarna á Åsi og mikið held ég að það sé gaman að ganga með ykkur hring á gönguskíðunum. Keðja að sinni Steinunn
Steinunn Reynisdóttir (Óskráður), fös. 26. jan. 2007
Lilja Halldórd
Hæ hæ frábært að geta fylgst með ykkur í gegnum síðuna.Bæ bæ og kær kv Lilja og co.
Lilja Halldórsd (Óskráður), fös. 26. jan. 2007
Gaman - gaman
Fylgjumst grannt með fréttum frá Norge, sitjum í rigningarsudda hér á Hvanneyri. Skíðin komin aftur í geymsluna og vaskir kappar hér fyrir utan að ræsa fram nýja íbúðarhverfið, Drullustykkið, á meðan því er ólokið búum við í Drullustykki 20. Kossar og knús Björk, Bárður og Hekla
Björk Harðardóttir (Óskráður), fös. 26. jan. 2007
Heja Norge.
Sæl veri þið. Það verður gaman að fylgjast með ykkur. Kveðja. Ísar.
Ísar Guðni Arnarson (Óskráður), fim. 25. jan. 2007
Halló
Dugleg stelpa. Síðan er komin á flýtistikuna þannig að það verður fylgst með daglega...hafið það gott... (og það er sko líka búið að vera -15 í Skagafirði, ég skil ekkert í því af hverju fólk vill búa hérna!) Alda&co
Alda (Óskráður), fim. 25. jan. 2007
Oddný og co
Hæ elskurnar vona að þið hafið það gott þarna úti...sakanði þess að sjá þig ekki, en veit að það er margt að gera þegar að maður kemur heim... vonast til að heyra í þér sem fyrst...og takk fyrir ellert
Ásta Schiöth (Óskráður), fim. 25. jan. 2007
Kveðja frá Akranesi
Halló Oddný. Frábært að geta fylgst með ykkur í gegnum heimasíðuna. Kveðja frá Akranesi, Laufey
Laufey Karlsdóttir (Óskráður), fim. 25. jan. 2007
Frábært!
Hæ gaman að þessu. Ánægð með þig. En ég ætlaði að setja skilaboð á fyrsta bloggið þitt en þá var tíminn útrunninn! :( Eru tímasetningar á því? Kær kveðja, Anna "frænka"
Anna Viðars (Óskráður), fim. 25. jan. 2007
Frábært
Frábært að þið skulið hafa sett upp bloggsíðu!! Ég er ánægð með þetta framtak hjá ykkur.
Brynja Dögg Ingólfsdóttir (Óskráður), fim. 25. jan. 2007