2.3.2009 | 08:04
Lokaspretturinn
Þá eru það síðustu metrarnir, það er að koma endaleg mynd á verkefnið mitt. Er að fara með herlegheitin í prufuprentun í dag. Verkefnið er í A3 standandi og hef ég ekki getað prentað út í A3, þannig að það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Er svo að fara til Ås á morgun að hitta leiðbeinandann minn.
Hér snjóar bara og snjóar, verðum að fara að moka af þakinu yfir innganginn og af útihúsunum(geymslunum), komið 80-90 cm þykkt snjólag.
Svavar hjólar í skólann þó svo að snjói, hann er jú á negldum. Hann var að keppa í handbolta síðasta fimmtudag, kepptu reyndar innbyrðis. Það eru þrjú lið hér í hans aldursflokk og unnu þeir. Hann er með góða þjálfara, það er einn yfirþjálfari og tvær konur sem eru aðstoðarþjálfarar. Auk handboltaæfinganna með sínum flokk, fer Svavar á æfingu hjá strákunum sem eru einu ári eldri og svo á styrktar og þrekæfingar á föstudögum.
Ég uppgötvaði í gær muninn á "gönguskíðum" og gönguskíðum. Þegar að ég kom hér út keypti ég ódýr gönguskíði á fjölskylduna, mjög ódýr. Skórnir eru reyndar fínir en í gær prófaði ég skíði, sem reyndar eru keppnisskíði, og munurinn var hreint út ótrúlegur. Þannig að nú er bara eitt að gera, fjárfesta í nýjum gönguskíðum. Frá okkur og út í skíðabrautir eru ekki nema 200 metrar. Algjör lúxus.
Við erum símasambandslaus, er alveg hætt að skilja í þessu. Hvernig er það á Svalbarða ef þetta er svona hér?? Það eru reyndar ekki tré þar. Það vantar vind hér, sitja mörg tonn af snjói í trjánum en það virðist minka radíóbylgjurnar þannig að við getum ekki notað netsímann.
Næst þegar ég skrifa hér inn verð ég vonandi búin að skila af mér lokaverkefninu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gangi ther vel a sidustu metrunum :)
Gunna (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 09:18
Já mig grunaði þetta líka þegar við fórum í það að versla þessi skíði.
En það er kannski eins gott að þau séu ekki góð þar sem okkar liggja óhreyfð upp á háalofti ala. fótanuddtæki.
Bið að heilsa öllum í Norge og þá meina ég öllum :)
Sigtryggur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 10:13
Jæja, stóra stundin loksins að renna upp. Samgleðst þér innilega og er mikið spennt fyrir þessu. Hlakka til að sjá þetta, svo að ég tali ekki um að sjá þetta uppkomið á Patró.
Knús frá Önnu og Alla
Anna Viðarsdóttir, 6.3.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.