Hugmyndir og aftur hugmyndir

Hugmynd að einnni hindrun í HinderløypeNú er það lokaspretturinn í verkefninu. Sit og klóra mér í hausnum yfir hinderløype, á íslensku er það líklega hindurhlaup eða hálfgerð þrautabraut. Ætla að setja það upp í sjóræningjastíl, vona bara að ég finni stílinn......Cool

Annars er bara snjór.. og aftur snjór. En því miður ansi lítill tími til að nýta hann. Svavar ætlar að halda upp á afmælið sitt nú um helgina, en hann verður sko 14 ára þann 10. febrúar,Wizard litla barnið mitt. Hann ætlar að taka fjölskylduna með í keilu og kenna okkur réttu tökin hehe....

Nýjasta líkamsræktin mín er "elgshlaup". Þessi líkamsrækt er stunduð í hádegispásunni sem ég tek mér. Þá tek ég Veidu (svarta elghundinn hans Ola) með mér og við öslum út í skóg, finnum okkur elgspor og svo elti ég bara hundinn. Og það er meira en að segja það að hlaupa í djúpum snjó. En ég er svo hrædd um að mæta elg að við förum aldrei langt. Crying En þetta er alveg svakalega góð hreyfing, mæli með þessu Wink  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Noregur.  Gott að sjá að verkefnið gangi vel.  Þér tekst þetta á endanum.  Góða skemmtun í Keilu og Svavar til hamingju með afmælið, ég veit þú átt eftir að mala þau í keilunni.    Frétti af miklum snjó og góðu frosti þarna hjá ykkur.  Smá snjór hér með litlum vindi sem var nú ekki algengt í gamla daga, ekki allavegna í svona marga daga í einu.  Gangi ykkur vel.  Risaknús frá Mosó til ykkar í Elverum.  Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:35

2 identicon

Til hamingju með drenginn. Ég sé að allt er í góðum gangi hjá þér. Kíki hér inn til að fá fréttir. Af mér er allt gott að frétta. Er að vinna hjá Náttúrustofu Vestfjarðar m.a. að teikna gróðurkort í microstation ásamt að gera gróðurskýrslur og annað sem til fellur. Svo er ég auðvita í búskapnum líka :)

Bestu kveðjur til Noregs, sem ég sakna stundum.

Hafdís

Hafdís Sturlaugsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 09:05

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

 Til hamingju með afmælið Svavar.

Kveðja frá stóra vitleysinginum

Anna Viðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 10:16

4 identicon

Til hamingju Svavar þú ert að komast í fullorðinna manna tölu, mig grunar að Óskar hefði nú þegið að fá bæði að koma í afmælið þitt og fara í keilu, ef ég þekki hann rétt. Hér er búið að vera Ås veður í 3 vikur bara logn og -10°C eða meira, og snjór yfir öllu, þó ekki þykkt lag. Ég er hræddur um að sprotafyrirtæki um snjómokstur eins og Svavar er búinn að setja á laggirnar væri dæmt til þess að fara á hausinn hér.

Annars bið ég að heilsa í bæin og það styttist í það að við látum sjá okkur, þó ekki á Lancer

Sigtryggur Veigar (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:47

5 Smámynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

hæ hæ og til hamingju með afmælið Svavar - gaman að heyra frá ykkur. hér á norðurlandinu er nú ekki mikill snjór en þó alveg hvítt og frostið hefur verið í tveggjastafa tölu í á aðra viku.

bestu kveðjur

Guðbjörg Guðmundsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband