18.12.2008 | 11:06
Afmæli og allt...
Laugardaginn 13. desember varð Ola fertugur.
Þann dag ætluðum við að gera okkur ferð norður til Tynset, en Ola er þaðan og á ættingja þar. Þar ætluðum við að kíkja á jólaþorpið á Savalen og fara svo út að borða með Solveig mömmu Ola. En Linnae var ný staðin upp úr ælupest og ákváðum við því að fresta ferðinni fram á sunnudag. En það eru um 3ja tíma ferðalag norður eftir. Á sunnudag var svo lagt í hann og höfðum við ekki keyrt nema í 40 mínútur þegar að Svavar veikist og var ekkert annað að gera en að snúa við.
Þann 13. desember var Lucia-dagen (lesið um hann hér), var því vaknað snemma. Maren og Linnea eru í kór og áttu þær að vera mættar í kirkjuna klukkan hálf átta. Athöfnin var voða yndisleg, og krúttlegt að sjá þessi syfjuðu grey syngja burt myrkrið.
Eftir Lucia athöfnina fórum við heim og gerðum fínt fyrir Litlu jólin sem kommu fyrr en áætlað var. En þeim var skellt á með stuttum fyrirvara vegna breytar dagskrár. Um kvöldið borðuðum við norskan jólamat, ribbe og julepølse. Það gafst ekki tími fyrir pinnekjøt þar sem að það þarf að útvatna það. Ola bjó til ekta súrkál til að hafa með matnum. Þetta var alveg fínasti matur, en ég er ekki viss um að ég mundi vilja borða hann sem jólamat. Á reyndar eftir að smakka pinnekjøt og lutefisk. Hér getið þið lesið um norskan jólamat. Eftir matinn voru opnaðir nokkrir pakkar. En dætur Ola, þær Maren og Linnea verða ekki með okkur þessi jól og Svavar minn ekki heldur, hann verður á Eskifirði.
Ola fannst þetta alveg fínasti afmælisdagur, hann er að safna sér fyrir kajak og fékk hann peninga upp í hann frá fjölskyldunni. Þannig að vonandi verðum við bæði komin á flot næsta vor. En ég hef ekki notað minn kajak mikið, vantaði félagskap, en nú rætist úr því.
Það gengur frekar hægt í húsinu en við stefnum á að flytja inn fyrstu helgina á nýju ári. Og nú er ég loks búin að finna út af hverju ég get ekki sett inn myndir. Jú, það er of lítið pláss á blogginu mínu. Nú er ég búin að kaupa meira pláss, þannig að það koma myndir mjög fljótlega. Vonandi seinna í dag.
Hér verðum við um jólin:
Steinsstaðaflöt 25
300 Akranes
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 19.12.2008 kl. 14:36 | Facebook
Athugasemdir
Sæl vertu Oddný mín, :)
Ég sé að þú hefur haft nóg að gera undanfarið.. alltaf jafngaman að lesa sig til um hvernig og hvað er að gerast hjá þér :) Vonandi líður þér vel .. manni datt alltaf í hug að þú værir úti lengur en þú ætlaðir..hehe.. þú ert svo frábær :) ..
Þú getur alveg verið stollt af stráknum þínum.. er greinilega að standa sig eins og hetja þessi elska :)
En já.. gangi þér vel með lokasprettinn á ritgerðinni.. ég er einmitt í sömu sporum núna.. hehe :) .. stefni á skil í lok janúar byrjun febrúar :)
Bestu jólakveðjur
Anna Lóa :)
Anna Lóa (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 16:18
Hei på deg..
Til hamingju med nytt hus....
Hef ætlad ad hafa samband lengi, en.-... tad er langt a milli stada i Norge. Ikke sant?
Gledileg jol og njottu jolanna a Islandi. Vonandi hittumst vid vid tækifæri.
Bid ad heilsa a klakann.
jolakvedjur ur Svinndal
Oddny
Kvedja
Oddny Hrollaugsd. (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:38
Sjáumst kannski á klakanum. Þín bíður jólakort þegar að þú kemur til Norge aftur. Vona að þú hafir það frábært um jólinn á Íslandi.
Kveðja Steinunn
Steinunn (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 08:05
sæl og blessuð og gleðilega jólarest
vona að þið hafið haft það gott á skaganum, það hefði verið gaman að geta hitt þig, en við fórum ekkert suður þessi jólin. börnin komu norður með sínar fjölskyldur og er búið að vera gaman að hafa barnabörnin og stússa í kringum þau. vona að þið eigið góða heimkomu. kv. guðbjörg
p.s fékkstu jólakortið frá mér? ég sendi það á t-pósti en annað netfangið virtist ekki virka.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, 27.12.2008 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.