Snjór og kalt...

Pylsur steiktar við JotunhoggeMamma fór heim þann 25. okt og söknum við hennar sárt. Hún sat hér og prjónaði út í eitt á milli þess sem hún fékk sér langa göngutúra. Hún var með einn dag á elgsveiðar en því miður var ekkert dýr fellt þann daginn. Síðustu helgina sem hún var hér skoðuðum við Jotunhoggi en það er rétt sunnan við Tynset. Jotunhoggi er 240 metra djúpt gil myndað af jökli og vatni, við steiktum pylsur yfir eldi og gengum svo niður í gilið, snarbrött hlíð og komust allir niður og upp aftur þrátt fyrir lofthræðslu sem hrjáði ónefnda.Whistling 

Nú hefur vetur konungur bankað upp á hér í Elverum. Vorum í gær í úlpuleiðangri en Svavar hefur ekki viljað nota vetrarúlpu í mörg ár, en nú verður ekki hjá því komist að ganga í hlýrri úlpu. Ég hef notað gönguskóna mína sem vetrarskó síðustu árin, en þeir eru ekki nógu hlýir, komin í bomsur sem hafa þægindaþol -32 gráður.Cool

Í dag er OD-dagur (Operasjon Dagsverk) í skólanum hjá Svavari, hann er sem sagt ekki í skólanum í dag heldur að vinna. Peningarnir verða síðan notaðir til að styrkja nám í Afríku, Asíu og S-Ameríku. Hann er að vinna með Ola fyrir Skogforverket í Hamar, þeir eru út  í skógi við trjámælingar. 

Svavar er komin á fullt í handboltanum, var hann að keppa með liðinu sínu síðastliðinn miðvikudag á móti eldri árgangi, G-95 á móti G-94. Þeir töpuðu leiknum en það var þó nokkur munur á styrk og stærð strákana.

P.s. Gengur hálfilla að setja inn myndir, kemur vonandi SidewaysSvavar við trjámælingar

                                             Skógarkarlar í hádegispásu                                                               


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

hæ hæ

þú ert nú orðin meiri útivistafríkin þetta norska fjallalíf á greinilega vel við þig.

kv. gg

Guðbjörg Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Er mín búin að draga upp frummanninn í sér? Veiða sér til matar og allur pakkinn?

Anna Viðarsdóttir, 2.11.2008 kl. 20:56

3 identicon

Gott að vita að þið séuð búinn að ná að veiða ykkur í matinn. Þig vantar bara skika til að rætka þitt eigið grænmeti og kartöflur þá eruð þið sjálfbær.  Eigði  þið ekki líka eina olíulind eða svo? Er möguleiki að selja okkur smá dreytil.? Hafið það betur en hugsast getur.  Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband