8.10.2008 | 09:50
..... og veiðar!!
Hreindýraveiðar hafa ekki gengið sem skildi en það er ekki öll von úti ennþá, enn nokkrir dagar eftir af veiðitímabilinu. Þ.e.a.s ef það verður tími því nú eru elgsveiðar komnar á fullt. Svavar fór með Ola á sunnudaginn, fyrsta daginn sem mátti veiða og skaut Ola ungkú þann daginn. Svavar stóð sig mjög vel og fannst honum ekki mikið mál að taka þátt í að flá dýrið. Verst að myndavélin gleymdist. Ég fór svo með á mánudaginn en þá var annar í veiðihópnum sem skaut uxa. Þetta eru flott dýr og synd að horfa á þau feld en þetta er matur og svo verður að halda stofninum í skefjum. Maren eldri dóttir Ola fór svo með á veiðar í gær, hún var mjög dugleg og gengu þau mikið, en Ola er með tvo elgshunda, Veiða er bandhundur og Kaura er laushundur. Þannig að það lendir oftast á honum að ganga um svæðið og finna spor en það var ekki mikið vandamál fyrir Maren. Í veiðihópurinn sem Ola er í telur 7 menn og mega þeir veiða í allt 6-7 dýr.
Mamma er hér í heimsókn og ætlar hún að stoppa í þrjár vikur. Hún er búin að fá nokkra daga með fallegu haustveðri. Það hefur verið frost hér nokkrar nætur, það er þó nokkur munur á Elverum og Ási hvað hita og veðurfar varðar, það er þurrara hér uppfrá. Annars finn ég mest fyrir því hvað við erum í mikið betra húsnæði hér, við vorum í steinhúsi á Ási en í tréhúsi hér og er það miklu hlýrra og svo erum við líka með ofn til að hita upp.
Ég kem til með að setja inn myndir frá Elgsveiðunum næstu daga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Athugasemdir
Vá, þegar að ég sé myndina af ketilkaffinu, þá stekk ég tuttugu ár aftur í tímann. Svona kaffi og úr svona katli drukkum við alltaf kaffi á garðyrkjustöðinni í Kristiansand þar sem ég var að vinna. Ótrúleg gott kaffi og örugglega ennþá betra svona út í skóginum, þreyttur eftir langan veiðidag.
Gott að heyra að það fer vel um þið Oddný mín. Bið að heilsa Þóru
... jæja þá og Ola líka hehehe!
Anna Viðarsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:55
slæmt að þið skulið ekki ná neinu hreindýri - veit reyndar ekki hvernig elgur bragðast en hreindýrið er frábært. þórarinn keypti bita af léttreyktum hreindýrsvöðva í haust í svíþjóð og var hann algjört sælgæti. tengdasonurinn hefur stundum farið á hreindýraveiðar hér heima á klakanum og hef ég fengið að smakka hjá honum.
gott að heyra að þið séuð komin í gott húsnæði - heyrumst síðar
knús og kveðja
Guðbjörg Guðmundsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.