Smá fréttir

Svavar fór á fyrstu blakæfinguna í gær, voru reyndar bara stelpur á æfingunni en honum þótti það fínt og ætlar að halda áfram í blakinu.Wink Auk þess er hann að æfa handbolta 3 sinnum í viku. Hann er komin í íslenskukennslu hjá Ara sem vinnur við Elverum ungdomskole. Hann er mjög ánægður í skólanum, hann er farin að læra spænsku og svo er efnafræðin Whistling ein af uppáhaldsfögunum hans. 

Síðastliðin mánudag var gerð tilraun þrjú til að ná í hreindýr. Cool Fórum við Ola að heiman kl. 3.00 að nóttu og vorum komin í fjallið í birtingu kl. 7.00. Fengu yndislegt veður og haustlitirnir komnir í fjallið, en sáum ekki eitt einasta hreindýr þó svo að við fínkembdum svæðið. Blush Við sáum mjög mikið af fjallarjúpu sem er að ég held eins og íslenska rjúpan og svo sáum við elgskú með kálf. Veit ekki hvað í ósköpunum hún var að gera á snjófjallinu, finnur kannski á sér að elgsveiðarnar séu að byrja. Við komum í bílinn um kl. 20.00 þegar sólin var að setjast og vorum þá búin að ganga 25-30 kílómetra.

Síðastliðinn sunnudag komu Øyvind, Sigrún og sonur þeirra Anton í mat. Sigrún Sigurjónsdóttir er frá Skógum. Þau búa rétt við Hamar og eru þau Øyvind og Sigrún samstúdentar Ola úr skógfræði frá Ási. Buðum við upp á steiktan saltfisk að hætti Sigga Hall og marenseftirrétt. 

                                                                           Steiktur Saltfiskur að hætti Sigga Hall

Hér er búið að vera fínt veður en komið haustkul í loftið. Hitastigið síðustu morgna hefur verið í kringum 5°C en fer upp í svona 17°C á daginn. En nú erum við svo heppin að vera með viðarofn þannig að við kyndum upp í honum á morgnana og svo tekur sólin við þegar kulnar í ofninum. Búin að ná í hellings við fyrir veturinn  og verður síðasta hlassið sótt seinni partinn, hef reyndar ekki mikið pláss hér þannig að viðurinn verður upp í Åsheim heima hjá Ola. Svo er bara spurningin er ég umhverfisvæn eða ekki???? Woundering Sjálfsagt margar meiningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akvad ad kvitta fyrir mig svona til tilbreytingar...kiki nefnilega alltaf reglulega a thig her :o) List vel a strakinn ef honum likar efnafrædin...eda var thetta kannski grin? Allavega er honum velkomid ad leita til min ef hann vantar adstod med hana ;o) Bestu kvedjur fra Ås og hlakka til ad sja ykkur thegar thid eigid leid um Ås...thid kikid vid er thad ekki? Allavega er stutt fyrir mig ad skjotast heim ur vinnunni ef thid verdid a ferdinni a vinnutima... ;o) Klem fra Gunna.

Gunna (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband