16.9.2008 | 10:25
Hreindýraveiðarnar.....

...... ganga fremur illa þessa dagana. Óhagstæður vindur veldur því að við sjáum varla dýr Ola hefur aldrei upplifað svona ástand áður en hann hefur farið á hreindýraveiðar í 25 ár. Það eru búnar að vera sunnanáttir í langan tíma en okkur vantar norðan átt í þó ekki væri nema einn dag til að fá dýrin inn á veiðisvæðin okkar, þau liggja inní skógarkantinum núna. Við erum með tvö dýr á sitthvoru svæðinu. Hér er þetta þannig að landinu er skipt í svæði og svo má bara veiða ákveðið magn dýra inn á því svæði. Við erum að veiða inn á svæði við Dølbekken suðvestur af Tynset og Myklebysjøen sem er í suður frá Koppang. Um síðustu mánaðarmót fórum við, ég, Ola og Svavar norður að Dølbekken sáum einn flokk sem komst inn á næsta svæði án þess að við kæmumst í skotfæri. Og síðasta sunnudag reyndum við Ola við Mykelbysjøen, gengum langt ca. 20 km í mýri og erfiðu landslagi en fengum frábært veður. Sáum ekki eitt hreindýr bara elgi en elgsveiðarnar byrja um mánaðarmót september-október. Nú er bara að krossa fingurna og vonast eftir norðanátt.
Nýjar myndir í möppu júlí, ágúst, september og Sjóræningjahúsið
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
Athugasemdir
Sá þig á mogganum.is og vildi bara kvitta fyrir mig. kveðja frá Bærum.
Helga Dís (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:39
Munið bara að það má ekki skjóta hreindýr ef það er með rautt nef
...og gegnir nafninu Rúdólf
Anna Viðarsdóttir, 16.9.2008 kl. 19:30
Lykka till med jagten - vona að þið finnið dýr
kveðja gg
Guðbjörg Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 17:57
Hæ.. það er svoooooo gaman að þú skyldir ákveða að skrifa inn á bloggið þitt aftur. Ég tala nú ekki um þegar að þú sýnir manni hversu gaman það er hjá þér í noregi og hversu heppin þú ert að geta farið svona á jagt. Þetta er sveipað ævintýraljóma í mínum augum. Hafðu það sem best bið að heilsa elgunum.. ég hef einu sinni farið á svoleiðis jagt.. líklega var það nær safarí..
Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 13:28
Vei fullt af nýju bloggi og myndir líka
frábært!
knús Bebba og co
Bebba (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:23
ÞEtta er frábært, en vona að dýrin fari að lokkist inná ykkar svæði. Byð að heilsa ykkur öllum og hafið það rosa gott. Vonandi sjáumst við sem fyrst. Bestu kveðjur frá Ås.
Hrafnhildur og Ragnar
Hrafnhildur B. (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:16
Hæ hæ!
Eins og ég segi gott að vita af ykkur á lífi.
Passið ykkur á skotvopnunum, á þessum bæ var bara keypt hreindýrakjöt.
Kv.
Brynja
BRYNJA (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.