Flutningar og fleira ......!!!!

Þórhildur, Áslaug og Áslaug DóraÞá er orðið frekar fámennt á heimilinu. Áslaugarnar, þ.e.a.s. Áslaug tengdamamma og Áslaug Dóra systurdóttir Begga, fóru héðan á sunnudaginn áleiðis til Köben. Það var frábært að fá þær í heimsókn. Svo fór hún Þórhildur í gærkvöldi ánægð eftir rúmlega tveggja vikna dvöl hjá mömmu.Smile

En það er svo sem nóg að gera þannig að okkur leiðist ekkert ægilega. Byrjuð að pakka fyrir flutning. Við erum sem sagt að flytja og kemur sjálfsagt engum á óvart, Oddný flökkukerling.Blush

Í síðustu viku hjólaði Svavar ásamt bekkjarfélögum til Lund við Oslófjörðinn og gistu þar eina nótt. Við  kvennagengið fórum svo og hittum hann og bekkjarfélagna ásamt öðrum foreldrum, það var grillað og farið í leiki. Svo yfirgáfu foreldrar og aðrir gestir svæðið um hálf níu. Svavar er en í skólanum, síðasta vikan og síðasta vikan í Åsgårdskole og byrjar hann í ungdomsskole í Elverum næsta haust. Við erum búin að leigja fína íbúð í nýju húsi á góðum stað í Elverum. Stutt fyrir Svavar í skólann og íþróttahúsið, hann er ákveðin í að  æfa handbolta með Elverum, þar er handboltinn mjög sterkur og eru að minnstakosti þrír íslendingar að spila með meistaraflokknum, þeir eru út um allt þessir íslendingar heheh.....LoL

Við flytjum hér út um næstu mánaðarmót en fáum ekki íbúðina í Elverum fyrr en 1. ágúst. Í millitíðinni flytjum við með allt okkar hafurtask inn í skóginn til Ola. En hann býr í 22 km fjarlægð norðuraustur af Elverum. Svo komum við heim á klakann í frí þann 13. júlí jibbí....Wizard

Ég er aðeins byrjuð að líta í kringum mig með vinnu en það verður aldrei fyrr en seinnipartinn í haust sem ég fer að vinna. Það verður setið við lokaverkefnið í ágúst, sept og okt.

Um helgina erum við Svavar að fara ásamt Ola og stelpunum hans upp til Tynset. Bróðir Ola er fjárbóndi í Avdal rétt sunnan við Tynset og ætlum við að leysa hann af yfir helgina. Wink Svavar er alveg rosalega spenntur, svoddan sveitakall strákurinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Jæja er mín að flytja? Getur það verið? hehehehe... sorry Oddný mín, en ég get því miður ekki lofað mér í aðstoð við flutningana í þetta sinn. Kannski næst   Hlakka til að hitta þig í sumar!

Anna Viðarsdóttir, 18.6.2008 kl. 20:12

2 identicon

Sæl

 Gaman að lesa hvað þú hefur það gott. Gangi þér vel. Kveðja

María Guðbjörg, Umskari

María Guðbjörg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband