Haustfrí ;o)

Gamlebyen Síðasta fimmtudag komu þær mamma og amma í heimsókn. Ferðin hingað út gekk vel hjá þeim mæðgum.

Ég kom svo heim úr vel heppnaðri námsferð til Stavanger á föstudaginn. Stavanger er fallegur  og spennandi bær sem hefur upp á mikið að bjóða og ekki spillti fyrir að fá frábært flugveður, bjart alla leiðina. Er að fara að vinna að stóru nemendaverkefni en það er að hanna svæði við Mosvanet í Stavanger en það er stórt vatn inn í miðjum bæ og verður unnið sem útivistarsvæði. Spennandi verkefni sem ég verð að vinna í fram að jólum.

Í dag var frábært veður og fór hitastigið í 18°C, við lögðum land undir fót og heimsóttum Fredrikstad.  Fallegur bær hér suður af ekki langt frá landamærunum Noregs og Svíþjóðar, hann stendur við útfall Glommu sem er lengsta á í Noregi um 604 km. löng. Við skoðuðum meðal annars Gamlebyen sem skipulögð var árið 1567 af Friðriki II. Fredrikstad er elsti bær í Evrópu sem er skipulagður frá upphafi en hann var skipulagður í kjölfar stórbruna í Sarpsborg sem er borga rétt norðan við Fredrikstad, en borgirnar ná saman í dag.  Við keyrðum líka út í eyjarnar suður af Fredrikstad, í eyjunum búa í dag tæplega 4 þúsund manns en á sumrin eykst fólksfjöld upp í 30 þúsund manns. Ekki er hægt að keyra út í allar eyjarnar.

Á morgun er veðurspáin fín og er ætlunin að skoða grasagarðinn Osló, náttúrufræðisafnið og Munch safnið.

Takk fyrir góðar kveðjur, bless í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.  Hér er rigning og við förum að fljóta eitthvað bráðum, hvert vitum við ekki en það fer eftir vindátt.  Vona að allt gangi vel hjá ykkur og þið hafið það gott.   Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband