Sanke sau (smala fé)

Svavar og Borgundarfé

Þá er næstum einn mánuður liðin síðan að ég skrifaði síðast inn á síðuna, er ekki alveg að standa mig í stykkinu.

Ég var að ljúka við kúrs nú fyrir helgi, hann var einn sá strembnasti sem ég hef tekið við skólann og vona ég bara að ég hafi náð honum.

Í lok ágústmánaðar komu þær Brynja og Kristbjörg skólasystur mínar frá Hvanneyri í heimsókn og var það frábært, alltaf gaman að fá gesti. Þær stoppuðu hér í eina fimm daga.  

Fyrir rúmri viku síðan settu nemendur og kennarar við Åsgårdskole upp Cirkus og tókst það mjög vel. Hver bekkur var atriði set inn nokkrar myndir.

Ég fékk frí fyrir Svavar í skólanum síðasta föstudag og keyrðu við norður í Lærdal ásamt skólasystur minni, Sigrid. En hún bauð okkur á heimaslóðir í smalamennsku og slógum við fjölskyldan ekki hendinni á móti því.

Foreldrar Sigrid búa í Borgund í Lærdal, í um hálftíma keyrslu frá Lærdalseyri, Lærdalur er innarlega í Sognfirði og er alveg magnað landslag þarna. Foreldrar hennar heita Hilde og Kåre.  Á búinu eru um 200 kindur, hænur og ein kú. Búið er hoppý hjá þeim en Kåre er dýralæknir og svo eru þau með fósturheimili og núna búa hjá þeim tvær ungar stúlkur.

Við vorum komin í hyttuna (stølen) sem að við gistum í seinni parts föstudagsins en það er um 5 tíma keyrsla þangað. Hyttan er í Mørkedal sem er dalur á milli Lærdals og Hemsedals í um 10 kílómetra fjarlægð frá búinu. Hyttan sem er ekki meira en 30 fm var byggð í sumar sem leið og gistum við fjögur í henni ásmat tíkinni Heddi. Kåre kom með kvöldmatinn til okkar, fårikål, en það er týpískur norskur matur. Lambakjöt soðið með fullt af káli, rétturinn smakkaðist afbragðs vel og sagði Svavar að hann væri miklu betri en íslensk kjötsúpa.

Á laugardagsmorgun kom svo  Kåre, en Hilde mamma Sigrid var með ælupest og hittum við hana því mjög takmarkað. Nú átti að leggja í fjallið og finna 15 kindur sem ekki voru búnar að skila sér heim. Við skiptum okkur niður Kåre tók Svavar með sér og fóru þeir efst upp á fjallið og ég ásamt Sigrid og Þórhildi fórum inn í skóginn að leita, en kindurnar þarna eru með bjöllur þannig að það er bara að ganga á hljóðið  Tounge

Við stelpurnar fundum engar kindur Whistling en þeir  Kåre og Svavar ásamt fleirum sem voru í fjallinu komu með slatta af fé. Svavar var algjörlega búin eftir rúmlega 5 klukkutíma hlaup í fjallinu, var hann sofnaður fyrir klukkan níu og svaf í heila 12 tíma. Það fundust ekki allar kindurnar, vantaði 5 upp á. Á sunnudagsmorgun fóru ég, Sigrid og Svavar einn túr í viðbót í gengum skóginn en fundum ekkert. Það kom svo í ljós síðar um daginn að sést hafði til þeirra mikið neðar í dalnum. Þórhildur hafði eitthvað snúið sig á fæti og fékk hún það verkefni að ganga frá í hyttunni og sækja okkur svo niður í dalinn.

Við kíktum svo heim að bæ og komust í kærkomið bað og fengum kraftmikla kjötsúpu áður en við lögðum af stað heim á leið. Vorum svo komin heim á Ás klukkan níu á sunnudagskvöld.

Svavar var að keppa við Askim í fótbolta í gær og unnu þeir Ásverjar.

Í gærkvöldi borðuðu þær Lilja og Gunna, Ásverjar og Þórunn Edda hjá okkur. En fyrir þá sem ekki vita er Þórunn Edda skólasystir mín frá Hvanneyri og kom hún líka í brúðkaupið okkar Begga.  

Og svo eru þær Ella amma og mamma að koma í heimsókn, þær koma á fimmtudagskvöld og sækir Þórhildur þær út á Gardemon, því ég verð ekki heima. Þær stoppa í um 10 daga, Svavar verður í haustfríi og ég verð líka í fríi í skólanum þannig að við höfum góðan tíma með þeim.

Á fimmtudagsmorgun er ég að fljúga til Stavanger og verð þar fram á föstudagskvöld. Er ferðin í tengslum við Hovedkursen sem ég er að fara að taka en það er 20 eininga kúrs sem ég verð í fram að jólum.  Ég er alveg að verða búin Wink

Nýjar myndir Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.  Þetta hlýtur að hafa verið rosalega gaman að smala kindum með bjöllur í norskum fjöllum.  'Eg hef fengði að smakka fårekål (allveg ágætt en ísl. kjötsúpa er nú betri að mér finnst) þegar að ég heimsótti Millu til Ås þarna um árið og hún fór með mig til vinkonu Mömmu sinnar sem býr á sama bæ og langalanga amma mín bjó á sem heitir  Öjestad (sjálfsagt eitthvað vitlaust skrifað hjá mér).  Vona að þið hafið það sem allra best. kveðja af klakanum Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Oddný Guðmundsdóttir

Já, þetta var frábært. Jú, ég held nú að ég geti verið alveg sammála þér íslenska kjötsúpan er nú  betri, alla vega ekki síðri. Annars losnaði loks um ritstífluna

Oddný Guðmundsdóttir , 25.9.2007 kl. 21:10

3 identicon

Hæ.. takk fyrir kveðjuna á barnalandinu. Ég komst ekki austur til að taka þátt í réttum eða djammi eftir réttir þar sem við vorum upp á vökudeild. Þetta er í fyrsta sinn sem að ég missi af réttum frá því að ég fæddist en.... ég fékk samt " réttasúpu" kjötsúpu inn á fæðingardeild frá mömmu og ég get svo svarið það að súpan sú bjargaði mér alveg sálarlega og líkamlega. Ég er viss um að betri fæða er ekki til hvað varðar orku og ýmislegt annað. Vilberg fékk sér líka um kvöldið og þetta var mjög sérstakt að fá sér réttasúpu undir þessum aðstæðum satt að segja. Efast ekki um að þetta hafi verið eitthvað sem að þið setjið í minningarbankann að leita að " bjöllu" sauðum í Noregi. Hvenær ætlið þið að smala geitum upp á fjöllum og búa til geitaost.. þá lætur þú vita og við mætum á svæðið. 

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Það er alltaf nóg að gera hjá þér snúllan mín. Ekki að spyrja að. En veistu? Ég er líka smali  eða öllu heldur er ég í Vélahjólafélagi Smaladrengja. Þannig að þarna eigum við eitthvað sameiginlegt! hahahaha!    www.smaladrengir.is

Anna Viðarsdóttir, 3.10.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband