26.8.2007 | 17:19
VEKTERCUP 2007
Það er alltaf nóg að gera hér á Ási. Nú um helgina var Svavar að keppa á stóru fótboltamóti (Vektercup 2007). Þetta var í 24 skipti sem þetta mót er haldið hér og var keppt á 14 völlum hér alla helgina, mótið var mjög vel heppnað enda frábært veður. Svavar keppti 6 leiki og stóð hann í marki í 5 leikjanna og stóð sig mjög vel.
Liðið hans gerði eitt jafntefli, vann þrjá leiki og tapaði tveimur.
Ég var svo kominn út á völl klukkan hálf níu í morgun til að baka og selja vöfflur og kaffi. Við bökuðum úr 20 lítrum af vöffludegi til hádegis og vorum við ekki einu vöfflusölustaðurinn, hef aldrei kynnst annarri eins vöffluþjóð.
Það er útséð að Þórhildur byrjar ekki í UMB nú í haust, hana vantar tvo áfanga til að geta komist inn þannig að hún ætlar að taka þá utanskóla frá Íslandi ekki alveg sama kerfið hér og heima. Hún ætlar að vinna á Åslund sygehjemm fram til jóla, svo kemur það bara í ljós hvað hún gerir eftir það.
Ég sjálf er í ágústblokk sem þýðir að ég tekk einn kúrs núna á stuttönn, kúrsinn heitir skolens uterom og erum við að hanna skólalóðir. Tone Lindheim sem kennir okkur er einna af eigendum einna stærstu landslagsarkitektarstofunar hér í Osló og er hún alveg frábær kennari. Skil á verkefni í kúrsinum er þann 18. sept. Tek svo Hovedkursen í haustblokkinni og fer þá að síga á síðasta hlutann, ótrúlegt hvað tíminn líður.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Athugasemdir
Ég var smá stund að finna Svavar á myndinni. Svo þegar að ég las textann þá sá ég hann strax
Flottur strákur hann Svavar.
Anna Viðarsdóttir, 26.8.2007 kl. 21:13
hæ.. Ég sá skilaboðin frá þér á síðunni.. ég lofa því Oddný að þú færð sko að vita um leið og eitthvað hefur gerst hérna meginn ekki spurning. Símanúmerið þitt er komið inn í símann minn. Allt er rólegt eins og staðan er núna að minnsta kosti.. ég segi 2 dagar til eða frá 5 sept.. sem er dagsetninginn sem sónarinn segir.. En þú færð upplýsingar ekki spurning.. Hafið það sem allra best
Erla Björg,Vilberg og Króatinn (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 10:39
Sæl Oddný mín!
Ég var að velta fyrir mér hvort þið hefðuð áhuga á að koma til Osló á sunnudagsmorguninn í brunch og svo eftir það í sveppatínslu við Sognsvann? Þeas. ef veður leyfir... annars verður þetta þá bara kaffisötur eitthvað frameftir degi ;) Okkur Dóru Hlín langar að hitta ykkur, við verðum að passa tvö kríli, 1 árs og 8 ára. Ástæðan fyrir því að okkur langar upp að Sognsvann er sú að á sunnudögum milli 15 og 17 er svokallað Soppkontroll, þá eru sveppafræðingar til reiðu sem segja manni hvort sveppirnir séu eitraðir eða ekki! Hafðu endilega samband, með af eða á, og líka hversu margir koma, og láttu Lilju endilega vita! Við heyrumst bráðlega, bestu kveðjur í kotið.. Sigga. mobil: 98880556
Sigga (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.