13.8.2007 | 15:52
Sumarfrí í Norefjell
Þann 13. júlí var farið upp í Norefjell en þar er hús íslendingafélagsins í Osló, leigði það í eina viku. Anna vinkona og pabbi bættust í hópinn sama dag þannig að helgina 13.- 15. júlí vorum við 23 í húsinu en allt í allt fékk ég 24 gesti í húsið. Ásverjarnir Gunna, Bebba, Tryggur og Óskar voru yfir helgina. Sama dag og þau fóru komu Gummi bróðir með sína fjölskyldu Soffíu, Andra Snæ, Aldísi Þóru og Selmu Dögg og göngufélagarnir mættu líka seint á sunnudagskvöld það voru Helgi, Magdalena, Ísar Guðni og Toggi. Frábært að fá allt þetta fólk í heimsókn.
Við vorum bara nokkuð heppin með veður í fjallinu miðað við rigninguna sem hafði herjað á þennan hluta Noregs. Laugardagskvöldið 14. júlí hélt ég formlega upp á afmælið mitt, en það má eiginlega segja að þetta hafi verið vikuafmæli.
Það var ýmislegt gert sér dægrastyttingar, leigðum meðal annars kajak og kanó, fórum í létta fjallgöngu skoðuð kóbaltnámu í nágreninu svo fátt eitt sé nefnt.
Þegar að líða tók á vikuna fór einhverjir úr hópnum að hugsa sér til hreyfings, ætluðu að skoða meira af Noregi, af nógu er jú að taka, magnað land.
Svavar flaug heim til Íslands föstudaginn 20. júlí seina sama dag flaug Anna heim, og svo einn af öðrum, mánudaginn voru allir farnir nema þeir Helgi, Ísar Guðni og Toggi en þeir fóru með mér í frábærlega vel heppnaða gönguferð í Skarvheimen. Segi frá þeirri ferð síðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Athugasemdir
Vá er virkilega mánuður síðan að við vorum saman í Noregi. Svakalega líður tíminn hratt. Þetta var rosalega gaman og notarlegt. Ég kom svo úthvild og endurhlaðin heim eftir vikudvöl í Noregi. Þakka kærlega fyrir mig.
Kveðja,
Anna "frænka" Viðars
Anna Viðarsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:25
Sæl verið þið stór fjöldskylda í Norge. Þetta hefur verði heljarinnar veisla hjá ykkur og þú sjálfsagt enn að jafna þig á þessu öllur þar að segja að vera orðin svona ung. Leitt að missa af þér þegar að þú komst á klakan en það gengur kannski næst þegar að þú kemur. Vona að þið hafið það sem allra best og þú duglega að skrifa um ykkar daglega líf ég kíki næstum þvi dagleg á síðuna. Kveðja að sinni Steinunn
Steinunn (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:17
Já há tíminn líður sko hratt
Og Steinunn, ég óska þér og Gústa innilega til hamingju með að vera orðin hjón heyri í þér fljótlega. Veit að þú ert dugleg að kíkja hér inn en ég ekki alveg eins dugleg að uppfæra.
Oddný Guðmundsdóttir , 25.8.2007 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.