15.6.2007 | 22:23
Baywatch hvað!!
Við hefðum átt að kvarta meira yfir hitanum um daginn. Það snarkólnaði og í fyrradag, þegar að ég hjólaði í skólann fannst mér vera ískuldi en samt voru 14 gráður í forsælu, það rigndi örlítið og blés kröftuglega. En það stóð ekki lengi yfir og í dag skelltum við okkur á ströndina. Ástæðan fyrir standferðinni var að Gunna, Stefanía Guðrún Bjarnadóttir Skagfirðingur var að skila mastersverkefni í lífefnafræði, dugleg stelpan. Fórum nokkur á ströndina, grilluðum og fengu svo köku á eftir í boði Gunnu.
Á leiðina á ströndina komum við við í storsenter í Vitenbro og keyptum gúmmítuðru á heilar 99 krónur, en nágrannarnir Bebba, Tryggur og Óskar höfðu nýlega fjárfest í samskonar fleyti. Lilja og Benni fjárfestu líka í tuðru, en Benni kom hingað síðastliðinn mánudag, þau Lilja fara svo heim 29. júní.
Þórhildur komst ekki með hún þurfti að mæta á karateæfingu en hún er að gráðast næsta mánudag upp um tvö belti, hún er með grænt belti núna, hoppar yfir bláa og fer í fjólublátt belti. Eins gott að apast ekki upp á hana. Hún var líka að klára síðasta prófið í dag, tók munlegt próf í sögu og gekk bara ljómandi vel. Duglega stelpan mín. Næsta mánudag fer hún svo í atvinnuviðtal en hún var að sækja um vinnu á elliheimili hér á Åsi.
Já, og svo er búið að gera við bílinn minn, eða hálfgera. Ég er svo heppin að hafa hann Sigtrygg bifvélavirkja hér við hliðina. Það var brotin annar framgormur (þessi fyrir ofan demparana). Tryggur hafði svo þrjá aðstoðarmenn hvorki meira né minna, Bebbu, Óskar og mig. Nú á bara eftir að gera við miðstöðina en hún tók upp á því að bila nú í vor. En þangað til skrúfar maður bara niður rúðurnar til að kæla sig.
Nú er ég að klára sumarkúrsinn, en honum höfum við verið að læra þrívíddarhönnun. Hef ég sjaldan lært svona mikið á skömmum tíma. Hér við skólann er búið að útbúa alveg magnað þrívíddarstúdíó, forritið sem við notum í stúdíóinu heitir Eon reality og er hægt að keyra módel úr mörgum forritum inn í þetta. Svo er bara að setja á sig gleraugun og ferðast um það sem maður er búin að skapa. Við endum svo kúrsinn á að fljúga til Kaupmannahafnar næsta mánudag, tökum lestina beint til Svíþjóðar og heimsækjum stórt stúdíó í Háskólanum í Lundi, skoðum okkur svo um í Malmö og verðum svo komin heim á hádegi daginn eftir.
Ég tók stóra ákvörðun í gær, búin að setja Reynigrundina á sölu, erfið ákvörðun en skynsamleg, held ég.
Bið að heilsa og takk fyrir allar kveðjur, alltaf gaman að sjá hverjir kíkja inn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 13.8.2007 kl. 09:21 | Facebook
Athugasemdir
Bestu kveðjur til ykkar allra þarna úti á Ási héðan úr þessum svona 10 - 14°C hita (og þykir gott!!) og skýuðu veðri á Ströndum. Annars er gróðrartíð en sláttur bíður samt fram í júlí.
Hafdís
Hafdís Sturlaugsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 15:49
Hæ hæ - bara að kvitta fyrir mig.
Anna Viðarsdóttir, 28.6.2007 kl. 12:41
Sæl Oddný,
þú getur haft samband við Gerði (s: 90209056) og Óskar (s: 97463006) og fengið hjá þeim lyklana. Þau búa inní Osló en eru að fara til Íslands um næstu helgi. Ég var annars búin að senda þér tölvupóst, vona að hann hafi komist til skila, þú svarar honum svo bara þegar þú vilt frekari upplýsingar.
Bestu kveðjur,
Sigga
Sigríður Gísladóttir (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.