10.6.2007 | 12:03
....og en meiri hiti
Á föstudag og í gær fór hitastigið yfir 30 gráðurnar 33 á föstudaginn og 32 í gær og er það einum of. Á föstudaginn var varla líft í tölvustofunni er hún snýr í suður og stórir gluggar, þrjár viftur voru í gangi en það skipti litlu máli.
Við Svavar vorum í skólanum á föstudaginn en Friðrik skutlaði Þórhildi, Ernu og Birki í Tusenfryd en það er stærsti skemmtigarður eða tívolí í Noregi, hann er hér steinsnar frá okkur tekur um 15 mínútur að keyra þangað. Þau fengu alveg sérmeðferð út á Ernu en hún var í hjólastólnum sínum, hún notar hann reyndar ekki alltaf hún er svo ótrúlega dugleg að labba stelpan. Þegar að við Svavar komum úr skólanum keyrðum við til Drøbak með Friðrik og Margréti, en Drøbak er fallegur strandbær í 9 km fjarlægð frá Ås. Klukkan fjögur fórum við svo og sóttum krakkana og drifum okkur á ströndina við Breivoll en það er innfjörður úr Oslófirði. Eftir strandferðina fóru Friðrik og fjölskylda upp á Holmenkollen til að fá útsýni yfir Oslófjörð, síðasta hlutann upp í stökkpallinn er ekki hægt að fara með lyftu og gekk Erna restina.
Í gær skruppum við konurnar svo í búðarferð í loftkældu verslunarmiðstöð í Ski. Vorum svo kominn á ströndina í Drøbak seinnipartinn og var þá hitinn orðin skikkanlegur. Fjölskyldan hélt svo af stað til Svíþjóðar snemma í morgun og ætla að gista hjá Róberti frænda næstu nótt.
Viftan sem að Jenný og Jón Ottó arfleiddu okkur af þegar að þau fluttu til Íslands er alveg búin að bjarga okkur núna. Nú erum við í stíl við norðmennina, sofum ofan á sænginni og tja.. kannski ekki með dýnuna ofan á okkur en lakið.
Nýjar myndir í júnímöppu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Oddný og fjöldskylda. Passið þið nú ykkur á sólinn, það er vont að brenna. Sumarið kom loksins til okkar og leggst yfir sveitir og bæi landsins af miklum þunga, blómin renna út og við getum barað lokað 17 júní. Fór í útskrift til Valda bróðirs og Rakelar um daginn. Rakel fékk 2 verðlaun fyrir B.s verkefnið sitt þar sem að hún fékk 9,5 í einkunn og svo hæstu einkunn fyrir þá sem útskrifuðust úr Skógfræði. Hún fer til Svíþjóðar 2. ágúst og er búinn að fá inni í Alnarp og líka búinn að fá íbúð og vonandi leikskólapláss fyrir strákana, stefni á að vera úti í eitt ár. Vona að þið hafið það sem allra best og verið góð hvort við annað. Kveðja Steinunn.
P.s 'Eg er kominn með nýtt netfang. amsturdam@internet.is
Steinunn (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.