Heitt, heitt ......

Nú er sumarið heldur betur skollið á hitastigið fór að stíga upp fyrir 20 gráðurnar á sunnudaginn og var 27 stiga hiti hér í gær og sama í dag. Spáin er svona áfram, allavega fram á næsta mánudag, sá ekki lengra, kíkið á veðrið hér. 

Ég er byrjuð á fullu í júníblokk, byrjaði þriðjudaginn 5. júní verð svo búin í skólanum 20. júní, en skil á verkefnum eru svo 20. júlí.

Fjölskyldan er komin í heilsuátak, í því felst að hreyfa sig helst daglega í lámarkið hálfa klst. Ég fjárfesti í hlaupaskóm og vona ég svo bara að fjárfestingin skili sér.Við Þórhildur fórum út að skokka um daginn og var hún að sprengja mig stelpan, ég skokkaði en hún hhhljóp. Við Svavar hlupum svo í í hitanum í gær, hlupum við inni í skógi til að fá skugga. Við notum líka hjólin heilmikið, það tekur um klukkutíma að hjóla umhverfis vatnið Arungen, þægilegir sveitavegir.

Þórhildur á eftir munnlegt próf og verða það tvö af eftirtöldu enska, norska, líffræði, saga, trúarbrögð eða efnafræði. Hún fær að vita hálftíma áður en hún mætir í hvaða próf hún fer og hefur þá hálftíma til að undirbúa sig. Þannig að nú verður stelpan að gjöra svo vel að undirbúa sig fyrir öll.

Við bíðum spennt núna, erum að fá gesti á eftir. Friðrik Örn, bróðir pabba og Margrét kona hans koma ásamt tveimur börnum, Ernu og Birki. Veit ekki alveg hvað þau stoppa lengi en þau voru í sumarhúsi í Danmörku, þau tóku ferju frá Fredrikshavn yfir til Gautaborgar, þaðan er svo 3-4 tíma keyrsla hingað.  Þau fara svo héðan til Malmö en þar býr Róbert frændi (við erum systkinabörn) ásamt Sofie og litlu frænku sem fær nafnið Tove Erna, hún fæddist þann 29. apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Úff... alltaf sami dugnaðurinn í þér stelpa. Tekur þú að þér rissessur í átak? Hér er ein sem hefði gott af smá aðhaldi og hreyfingu. Ótrúlegt hvað það getur verið erfitt að koma sér af stað. En ég er nú að skella mér í röllt í Laugardalinn á eftir og enda í Café Flora  Er það annars ekki þannig sem maður gerir þetta? Hahaha!

Annars er hitastigið hér um 11° og háskýað.

Kveðja, Anna "frænka"

Anna Viðarsdóttir, 7.6.2007 kl. 18:31

2 identicon

tetta er meiri dugnadurinn, ut ad skokka i 27 gr.hita.... Rakst a siduna tina fyrir tilviljun og vildi bara lata vita af mer. Endilega hafdu samband ef tu hefur tima.

Kvedja fra  nagrannabænum Svinndal, Norge

Oddny (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband