Minning um ástkærann eiginmann

H13_Hornbjarg í baksýn_cropTíminn er svo afstæður, í dag er ár frá því að Beggi dó, mér finnst svo stutt síðan að hann keyrði mig í vinnunna, kvaddi mig og fór svo upp í Akrafjall til að fá sér göngutúr. En jafnframt svo langt síðan að ég hélt honum í faðmi mínum. Sumt skilur maður ekki og er ekki ætlað að skilja. Ég skil það ekki í dag hvernig ég fór að því að flytja með fjölskylduna út til Noregs síðastliðið sumar og takast á við ný verkefni hér. En einhverstaðar hefur maður fengið styrk til að komast í gegnum þetta allt saman. Og það hefur svo sannarlega verið ómetanlegt að eiga fjölskyldu og vini sem hafa stutt við bakið á okkur á erfiðum tímum.

Mér finnst ég vera ótrúlega heppinn kona, að hafa kynnst Begga, hafa átt hann fyrir eiginmann, elskhuga, vin, göngufélaga og sálufélaga, verð ég því eilíflega þakklát. Við eigum sko Begga eins og Svavar komst svo skemmtilega að orði rétt eftir að við byrjuðum að búa saman. Svavar var fimm ára og langaði svo óskaplega mikið í eitthvað sem móðirin hafði ekki efni á að kaupa "Já, en Beggi á peninga" sagði hann. Ég reyndi að koma honum í skilning um að það væru hans peningar ekki okkar, þá  klingdi hann út með því að segja "Já, en við eigum Begga". Og er það svo sannarlega  svoleiðis, við áttum Begga og eigum áfram í minningunni.

Ég veit að hugur margar er hjá Begga í dag og mörg tár eiga eftir að falla en við erum svo heppin að eiga margar góðar minningar sem ylja okkur og gefa okkur og ekki síður honum styrk. Ég er samfærð um að allar góðar hugsanir skila sér.

Eftir að  Beggi lést kom nágranni minn og færði mér ljóðabók eftir systur hans. Hún lést þann 5. apríl 2006 eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Eitt af ljóðunum úr bókinni.

 

Og ég nem

boðskap hjarta míns.

Ást sem er einlæg

ást sem er umhyggjusöm

ást sem gefur

og þiggur

án skilyrða

er ást

sem lifir dauðann.

                                                                                Rut Gunnarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Við erum öll heppin sem fengum að kynnast honum Begga. Alveg hreinlega einn af stóru gullmolunum sem maður kynnist á lífsleiðinni. Blessuð sé minning hans og bestu kveðjur til ykkar Oddný mín.

Anna Viðarsdóttir, 28.5.2007 kl. 15:29

2 identicon

Það er margt sem kemur upp í hugann, þegar maður minnist Begga. Margar góðar stundir sem maður átti með honum, og er afar þakklátur fyrir þær. Rakst nýlega á gamla íslenska plötu með Halla og Ladda, sem m.a. innihélt Ástarogsaknaðarófararharmleik Diðriks og Júlíu í Týrol. Maður hefði ekki staldrað við svona lag, ef það hefði ekki verið fyrir tilstilli Begga, en hann var nefnilega duglegur við að syngja fyrir mann perlur úr íslensku tónlistarflórunni.
Blessuð sé minning Begga.  Innilegar kveðjur til ykkar, kæra Oddný.

Helgi Viðarsson (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband