Þjóðhátíðadagurinn 17. maí

6. trinnÞað fór ekki framhjá neinum í Noregi að þjóðhátíðardagurinn var í gær, dagurinn rann upp bjartur og fagur og strax um níu í gærmorgun var maður farin að sjá krakka hlaupandi hér úti sveiflandi fánum og litlar stelpur í þjóðbúningum. 

Svavar átti að vera mætur til að taka þátt í barnetoget fyrir tíu, jú ég vissi að þetta væri einhverskonar skrúðganga, en hér fá ekki allir að taka þátt í skrúðgöngum. Ég, Bebba og Óskar Óðinn voru svo komin út fyrir tíu og röltum okkur niður í bæ til að fylgjast með en vissum ekki alveg hverju. Á leiðinni mættum við fullt af fólki á röltinu og stór hluti þess skartaði þjóðbúningum, bæði konur og karlar.  Fólk sem sagt safnaðist saman í miðbænum og hef ég aldrei séð svona mikið af fólki hér á Åsi og vorum við mikið að spá í hvaðan allt þetta fólk kæmi. Einu börnin sem við sáum voru smábörn, en það skírðist þegar að barnetoget kom.Beðið ...

Tvær stórar fylkingar komu úr hvorri átt með lúðrasveit í farabroti og sameinuðust í miðbænum. Allir barnaskólar og leikskólar á svæðinu tóku þátt í göngunni og voru skólar og bekkir merktir, Svavar bekkur rak lestina en 6. bekkur er elsti bekkurinn sem tekur þátt.  Leikskólarnir sameinuðust svo lestinni síðar en hún endaði út við UMB (skólann minn). Þar fengu svo krakkarnir "Brus og boller" gos og bollur og hægt var að kaupa vöfflur og kaffi.

Ég fylgdi lestinni ekki alla leið, þurfti að hlaupa heim og hella upp á tvo kaffibrúsa og fara með niður í Åsgardskole skólann hans Svavars. Þórhildur kom með mér þangað, þar sáu foreldrar barna í 6. bekk um veitingar.  Búið var að raða borðum og stólum um alla skólalóð og setja upp nokkra sölubása einn þar sem seldar voru pylsur annan þar sem kaffi, brus, kökur og ís var selt, ég var í "kaffegubbe" og stóð og seldi kaffi og kökur.

Ég var svo komin heim um þrjú, um klukkan fjögur fórum við svo aftur niður í bæ að fylgjast með annarri lest. Nú voru það stúdentar, félagasamtök og russarar sem gengu eða keyrðu ;o)

Þórhildur er russari en það eru þeir sem eru að klára Videregåendeskole, hún hefur ekki áhuga á að taka þátt, finnst hún ekki þekkja krakkana nóg til að hafa gaman af þessu, fylgist bara með úr fjarlægð.

Við gætum nú lært eitt og annað af norðmönnum t.a.m. var þarna blöðrusölufólk með svona týpískar gasblöðrur, en þau seldu eiginlega ekkert. Nágranni minn snéri sér að mér á meðan að við stóðum og biðum eftir göngunni og sagið mér að norðmenn vildu ekkert svona, það passaði ekki að vera selja svona drasl á þjóðhátíðardaginn.

Nýjar myndir í maímöppu 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Smá pæling. Norskan mín er ekkert sérstök en samt...  Sko, þegar að þú talar um lest, ertu þá ekki að tala um það sem við köllum skrúðgöngu? Barnetoget, er það ekki bara skrúðganga barna? Og svona í lokin er ekki kaffegubbe sama og kaffikerling? Hihihihi... bara að stríða þér smá Oddný mín.

Yndislegt að fá að fylgjast með ykkur og skoða myndirnar. Hlakka mikið til að heimsækja ykkur í sumar

Anna Viðarsdóttir, 18.5.2007 kl. 18:43

2 identicon

Komið sæl Oddný og fjölskylda!

Fyrst ég villtist inn á síðuna þína um daginn þá er ég orðinn fastagestur að blogginu þínu og finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með lífi ykkar þarna á Ási. Finnst ykkur ekki stórkostlegt hve duglegir Norðmenn eru að nota þjóðbúninga sína? Mér fannst verst að hafa ekki sjálf íslenskan þjóðbúning til að skarta á þessum degi forðum þegar við vorum þarna. Flottar myndir og frábært að sjá hve fínt er orðið í garðinum á Skogveien. Skilaðu kveðju til Kristine frá okkur Sigurjóni. Bestu kveðjur frá Hvanneyri. Þórunn H.

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband