17. maí á morgun

Mamma (Þóra), Svavar og Óskar í grasagarðinum í OslóEkki seinna vænna en að setja inn fréttir af okkur.  Eins og oft áður er búið að vera mikið að gera hjá mér.  Ég gat einbeitt mér algjörlega að verkefanavinnu á meðan að krakkarnir voru heima. Þau komu svo út aftur 6. maí ásamt mömmu. En hún stoppaði hér í rúma viku og flaug svo í gær til Kanaríeyja og verður þar og í Marakkó næsta mánuðinn.  Kolla og Raggi vinarfólk mömmu og pabba búa í Marakkó, en Raggi starfar þar,  og eru þau líka með hús á Kanaríeyjum.  Pabbi er að vinna í Ghana og kemur hann  líklega hingað í frí um mánaðamótin  júní-júlí en hann vinnur í þrjá mánuði og er í fríi þrjá. Flandur á þessu fólki Cool

 

Síðastliðinn laugardag skruppum við mamma, Svavar og Óskar Óðinn, í grasagarðinn í Osló. Bebba og Sigtryggur voru að lesa fyrir próf þannig að við kipptum stubb með okkur. Þórhildur var líka að lesa þannig að hún kom ekki með. Þar var margt að sjá, kíktum á söfnin á svæðinu en þar mátti meðal annars sjá beinagrindur af risaeðlum. Í garðinum voru eplatrén, kirsiberjatrén ásamt rhododendron (lyngrósir) í fullum blóma.

Síðastliðinn sunnudag var hreinsunardagur hér á Skogveien og komu allir út með bros á vör, það var ekki vanþörf á tiltektinni.  Ég fékk trjáklippur í hendurnar og missti mig algjörlega, klippti og klippti. Bebba og Sigtryggur hér við hliðina sjá nú aðeins meira en frumskóg, fengu meðal annar útsýni yfir sandkassann. Já, sandkassinn!! Það tók heilan dag að moka nýja sandinum ofan í sandkassann en það voru einhverjir snillingar sem að sturtuðu nýja sandinum við HLIÐINA á sandkassanum.  Þvílíkir molbúar.  Og nei, það átti ekki eftir að moka gamla sandinn úr kassanum þannig að það var ekki ástæðan.  

Á morgun 17. maí er þjóðhátíðardagur norðmanna og verður mikið um að vera, við skiljum ekki alveg allt Shocking En allavega á Svavar að mæta í fyrramálið og taka þátt í skrúðgöngu  sem endar við UMB (skólann minn). Ég er í kaffigrúbbu og á ég að mæta um hádegi að undirbúa kaffi, verður svo boðið upp á kaffi og með því.  Það er svo ókeypis bíósýning fyrir börnin. Þetta umstang minnir mig svolítið á gamla daga og finnst mér þetta skemmtilega gamaldags og frábært að halda í svona hefðir. Fólk hér er tilbúið til að vinna og gefa vinnuna sína, hér svífur ungmennafélagsandinn yfir vötnum.

Svavar æfir fótbolta á fullu og eru drengirnir farnir að spila við önnur lið hér í kring, drengjunum er skipt upp í 4 hópa og skiptast foreldrar á að keyra þegar verið er að keppa við önnur lið. Einfalt sniðugt og skilvirkt kerfi. 

Þórhildur er í endalausum prófum, skil þetta ekki alveg, en hún er dugleg stelpan. Hún ætlar að sjá um Svavar á meðan að ég skrepp til Berlínar í námsferð, en ég er að fara næsta mánudag og verð í tvær nætur. Þau spjara sig fínt systkinin, svo eru þau hér við hliðina Bebba og Sigtryggur.  Jenný og Hildur Karen koma svo sama dag og ég og verða þær hér í nokkra daga, þær halda til hér hjá okkur en verða svo örugglega hingað og þangað í heimsóknum hjá vinum hér.

Alltaf gaman að fá kveðjur Grin

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Oddný og fjöldskylda. Gaman að lesa frá ykkur.  'Eg hitti hann Sibba um daginn og gaf honum upp netfangið þitt og bloggsíðuna þannig að þú átt nú kannski eftir  að heyra eitthvað frá honum.  Gott að það gengur allt vel hjá ykkur og þið lærið öll af miklum móð.  Gaman væri að hitta á þig þegar að þú kemur  á klakan í sumar og draga Millu og kannski hana Þórhildi í heimsókn til mín hingað í Mosó?  Vona að þið eigið skemmtilega dag á morgun.  Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 22:38

2 identicon

Blessuð Oddný. Gaman að fá fréttir af þér og þínum. Það kemur nú smá söknuður þegar ég les um hvað þið eruð að gera og hvernig veðrið er aðeins (bara aðeins) öðruvísi heldur en hér norður á Ströndum. Ég er á fullu í sauðburði eins og vera ber á þessum árstíma. Gangi ykkur allt í haginn. Bestu kveðjur til allra íslendinganna þarna á Ås sem ég þekki.

Hafdís

Hafdís Sturlaugsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 06:04

3 Smámynd: jogg

Gratulerer med dagen!  Njótið dagsins og sumarsins, hér er hvassviðri, 5 stiga hiti í skjóli og rigning.  Mér skilst að sumarveðrið verði ekki öllu betra hér um slóðir.  Þjóðin samanstendur að mestu leyti af hlandvitlausum neyslufíklum svo fullkomnara verður þetta ekki.

Nú verð ég að fara að koma af stað þus síðunni minni.

Kær kveðja 

jogg, 17.5.2007 kl. 12:46

4 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Gleðilegan norskan þjóðhátíðardag!    Eins gott að sá íslenski er ekki fyrr en eftir 1 mánuð. Það er þá kannski von um aðeins hætta hitastig... já eða þannig... vá! datt í smá bjartsýniskast.  En það er búið! Hahahaha

Anna Viðarsdóttir, 17.5.2007 kl. 14:49

5 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ég ætlaði að segja hærra hitastig, ekki hætta hitastig

Anna Viðarsdóttir, 26.5.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband