1.5.2007 | 13:15
1. maí
Með réttu ætti maður að vera í kröfugöngu, veit ekki hvort að það er til siðs hér í Noregi. En í stað þess sit ég og læri eins og lög gera ráð fyrir þegar að maður er í skóla. Ákvað samt að taka mér smá hvíld og henda nokkrum línum á blað.
Sumarið er svo sannalega komið, hitastigið hefur verið svona í kringum 18-20°C yfir hádaginn og verður það sýnist mér áfram næstu vikuna. Voðalega ljúft.
Krakkarnir flugu heim síðstliðinn föstudag og eru þau búin að vera í stöðugum veislum. Áslaug Dóra dóttir Sigrúnar Lilju fermdist á sunnudaginn og var veislan haldin heima hjá ömmu Áslaugu. Í gær átti svo Einar svili minn 40 ára afmæli og var veisla hjá honum og Sigrúni Lilju í gærkvöldi. Og í dag 1. maí á svo Aldís Þóra bróðurdóttir mín 8 ára afmæli.
Guðbjörg skólasystir mín frá Hvanneyri kom í heimsókn um helgina en hún er í mastersnámi í Alnarp í Svíþjóð. Hún kom með næturrútu og var komin hingað á laugardagsmorguninn og fór hún svo í gærmorgun til baka. Við litum aðeins upp úr lærdómnum á sunnudaginn, fengum okkur bíltúr í strandbæinn Drøbak en það eru ekki nema 12 kílómetrar þangað.
Einar til hamingju með afmælið í gær.
Aldís Þóra og Brynja Dögg Hvanneyramær til hamingju með afmælið í dag.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hæhæ frænka !
já það væri voðalega gaman ef við gætum hisst einhvað í sumar, það er alveg rétt orðið þvílíkt langt síðan við sáumst síðast !
hafðu það gott og gangi þér vel í skólanum :)
Kveðja Karen Ösp
Karen Ösp (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.