Gleðilegt sumar

Svavar fyrir framan Ur-byggingunaÓskum öllum gleðilegs sumars.

Ætla að reyna að standa mig í stykkinu og setja inn fréttir héðan.  Það er vægast sagt búið að vera brjálað að gera og verður áfram næstu vikur. Skil á stóru verkefni 8. maí í Konstruksjonsdesign, verkefnið er að hanna torg í Osló.

Hér snarkólnaði í síðustu viku eftir mjög góða helgi en þá fór hitinn í 22°C og voru allir komnir í sandala og stuttbuxur. En það er víst búið að vera kalt loft yfir norðurhveli jarðar, en það spáir hlýnandi hér næstu daga 17 - 18°C.

Föstudaginn 13. apríl hélt Jón Ottó veislu heima hjá Lísu Lottu, en Jón Ottó var hér úti ásamt Hákoni syni sínum. Jón Ottó var að verja mastersverkefnið sitt í vatna.... einhverju sem ég kann ekki að nefna, komu þeir feðgar hér út í nokkra daga. Jón Ottó er komin í vinnu hjá Orkustofnun. Við fáum svo vonandi Jenný, konu Jóns og Hildi Kareni dóttur þeirra í heimsókn í lok maí. En það var mikill missir þegar að þau fluttu heim.

Svavar fór til tannlæknis í síðustu viku, hann fór í skoðun og kom í ljós að rífa þyrfti eina barnatönn sem vildi ekki fara.  Hún var rifin úr daginn eftir og gekk það eins og í sögu. Hann var ekki með eina einustu holu og var móðirinn ekki lítið ánægð með sig  þegar tannlæknirinn sagði að það væri auðséð að þessi drengur borðar hollann mat :o)

 Þórhildur er á fullu í prófum, á morgun fer hún í líffræðipróf og á miðvikudag í efnafræði.  Hún átti reyndar að fara í efnafræðiprófið í síðustu viku en eitthvað misskildi hún kennaran þannig að hún þarf að fara í sjúkrapróf. Hún hefur fengi góða hjálp hjá Gunnu, en hún er hér í mastersnámi lífefnafræði.

Þórhildur og Svavar eru að fljúga heim næsta föstudag. En þau ætla meðal annars í fermingu hjá Áslaugu Dóru, en hún er dóttir Sigrúnar Lilju mákonu minnar, systir Begga. Þau koma svo til baka 6. maí, mamma kemur sama dag og þau en með öðru flugi, hún flýgur í gegnum Kaupmannahöfn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Jæja snúllan mín. Aldrei neitt að gera hjá þér eins og vanalega, hehehe...   Svo ef að þú heldur að þú sért að segja okkur einhver tíðindi með mataræðið hjá fjölskyldunni, þá er það regin misskilningur. Við vitum sennilega öll hvað þú skynsöm í mataræði og þar að auki frábær kokkur. Ætli að ég kannist ekki við það  Enda var það ekki að ástæðulausu sem ég kallaði Maríubakkann sem þið bjugguð í hér um árið, fyrir "Matarbakkann"

Anna Viðarsdóttir, 23.4.2007 kl. 18:16

2 identicon

Gleðlilegt sumar kæra fjölskylda!

Vonandi hittið þið Karen Ösp í sumar þegar hún fer að vinna í Balestrand og svo kem ég kannski og kíki á hana í lok sumar og ykkur.

 Kveðja Ásdís frænka Höfn

Ásdís frænka (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:37

3 identicon

Gleðilegt sumar Oddný,Þórhildur og Svavar Kristján,  Alltaf jafn mikið að gera hjá þér. Kemur þú eitthvað heim í sumar? 

Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 20:26

4 Smámynd: Oddný Guðmundsdóttir

Anna: Já, já og mér skilst að þú leggir enþá leið þína í matarbakkann!!!

Ásdís: Við getum vonandi kíkt á stelpuna og svo sjáumst við vonandi í lok sumars.

Steinunn:  Já, á pantað far heim 2. ágúst og förum aftur út þann 10.  Fáum átta daga heima, svo veistu að það er alltaf pláss ef þið Gústi eruð á ferðinni, hvenær sem er og nóg pláss í Norefjell í júlí. 

Oddný Guðmundsdóttir , 27.4.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband