....4,5,6 og heim

Ingólfur Arnarson í DalsfjordGaf mér ekki tíma í að uppfæra fréttir af okkur í páskafríinu. Ferðin vestur í Dale var alveg frábær, kynntumst frábæru fólki og fallegum stöðum.  

Fórum í gegnum 29 göng hvorki meira né minna, og tókum 2 ferjur. Spjölluðum við norðmenn í einni ferjunni og spurðu þau okkur hvort að við værum að skoða Noreg að innan ;o) Þeim fannst skrítið að sjá bíl á íslenskum númerum á ferðinni hér.

Fórum í bíltúra, göngutúra og kíktum á Ingólf Arnarson (sjá myndir), en hann var dæmdur í útlegð frá þeim stað er styttan af honum stendur á fyrir að drepa tvo syni Atla Jarls. Vantaði bara Boga og Örvar undir styttuna ;o) Borðuðum veislumat öll kvöld í góðum félagsskap. Skelltum okkur svo á ball í Dale, þar var svipuð stemming og að fara á ball út á landi heima á klakanum.

Eins og lög gera ráð fyrir lentum við í páskahretti og var fljúgandi hálka alla leiðina heim, en við keyrðum varlega og vorum einar 11 klst. á leiðinni sem annars tekur um 9 klst. að keyra, en kílómetrarnir voru ekki nema 560. Þegar maður spyr norðmenn hversu margir kílómetrar eru á milli staða hér er manni alltaf svarað í klukkustundum. Er hætt að kvarta yfir íslenska vegakerfinu.  

Myndir úr ferðalaginu komnar inn :o) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Gaman að sjá myndirnar. Greinilega góð ferð hjá ykkur.

Kv, Anna "frænka"

P.S. Er ég sú eina sem sendi þér skilaboð/kveðjur á bloggið þitt? Fer nú að verða pínu feimin við þetta

Anna Viðarsdóttir, 12.4.2007 kl. 14:18

2 identicon

Ég skrifa nú stundum líka Anna.  Flottar myndir  og það hefur verið mjög gaman hjá ykkur þarna í Dale.  Hér heima vitum við ekki hvort að það sé komið vor eða hvort að það sé vetur, haglél og rigning til skiptis.  Hitti Þórhildi og Millu áðan þær voru bara hressar.  Var að heyra að Valdi bróðir ætli að fara að vinna fyrir austan hjá Agnesi  hjá Héraðskógum.  kveðja í bili og hafið það gott .  Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband