Sumar, sumar, sumar og sól ;o)

Benedikt og Lilja í sólbaðiEr ekki alveg að standa mig við að uppfæra fréttir héðan, enda kannski ekkert markvert að gerast svona dags daglega.  Reyndar búið að vera ansi mikið að gera í skólanum, en verður hægt að taka sér að mestu frí frá lærdómi um páskana. Benedikt sonur Lilju kom hingað út  síðastliðin föstudag og verður hann hér fram yfir páska, annars býr hann í föðurhúsum á Íslandi. Hann er jafngamall Svavari og voru þeir saman í bekk einn vetur upp á Hvanneyri. Það eru glaðir guttar hér úti allan daginn.

Um síðustu helgi fórum við til Askim en þar er sundhöll með öldugangi, rennibrautum, gufuböðum, heitum og ísköldum pottum, stökkbrettum, veitingasal og fleiru, þangað eru 26 km.  Erum að verða eins og norðmenn ;o) tókum með okkur nesti en hér er allstaða gert ráð fyrir fólki með nesti. Hef aldrei áður kynnst svona mikilli nestismenningu og finnst hún frábær. En annars er það er ótrúlegt að ekki  skuli vera til svona baðaðstaða á Íslandi, þetta er ekki stór bygging og er ótrúlegt að sjá hvað rúmast mikið þarna inni og hvað þetta er vel skipulagt.  Málið held ég með okkur íslendinga er þegar að við ætlum að gera eitthvað þá þurfi það að vera svo stórt og flott að við höfum ekki efni á því. Tek myndavél með mér næst þegar að við förum til Askim, góð hugmynd af lokaverkefni, hver veit!!

Síðastliðin mánudag var sýning hjá Cirkus Agora http://www.cirkusagora.no  hér i Ås. Það er ekki á hverjum degi sem að manni stendur til boða að sjá svona flottar sirkussýningar,  fjölskyldan dreif sig á sýningu ásamt fleirum, urðum við ekki fyrir vonbrigðum, flott athriði með fjöllistafólki, fíll, kameldýrum og hestum. Í hléinu stóð gestum til boða að skoða dýrin og jafnvel skella sér á bak, eins og Benedikt sem lét sig ekki muna um að skella sér á bak fíls.

Veðrið undanfarið er búið að vera mjög gott og hlýnaði mjög um helgina, en í dag fór hitinn á óopinbera mælinum okkar sem hangir hér norðan megin í 17°C, en það er svo mikil útgeislun að hitastigið fer niður í frostmark á nóttunni, en það er alltaf hrímuð jörð um sjö á morgnana. Það þarf að vera í vetrarklæðnað á morgnana en svo eru það bara sandalarnir og stuttbuxur um hádegi. Þetta er alveg með ólíkindum og vonandi verður veðrið svona um páskana, fínt fyrst að við höfum ekki snjó. Já og við erum komin á sumartíma, tveggja tíma munur á Íslandi og Noregi.

Annars erum við að fara í smá ferðalag, ætlum að skreppa til Dale i Sunnefjord, eigum heimboð til Elísabetar Gunnarsdóttur arkitekts, en hún er forstjóri þar í Nordic artists centre www.nkdal.no Dale er bær nokkuð norðan við Bergen og er nokkuð löng keyrsla þangað, reiknum með að gista á leiðinni. Okkur hlakkar mikið til ;o)

Komnar fleiri myndir inn á marsmöppuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

En er Lóan komin?

Anna Viðarsdóttir, 28.3.2007 kl. 22:44

2 identicon

Sæl Oddný. Gaman að lesa frá þér fréttir.  Kíki reglulega inn á boggið þitt.  Þetta hefur verið skemmtilegur sirkus, (var að skoða myndirnar).   Hefur þú haft einhvern tíma til að heimsækja Unni Frænku mína?  Þið eigið örugglega skemmtilegt ferðalag fyrir höndum og keyrið nú varlega passið ykkur  á Lóunum sem eru að leið til Íslands.  Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Oddný Guðmundsdóttir

Já, þetta með Lóurnar. Það er eina Anna Lóa hér hún er sú eina sem ég hef séð. Rekst kannski á þær í ferðalaginu. 

Nei, Steinunn ég er ekki búin að heimsækja Unni, en ég er búin að hitta hana ;o)  

Oddný Guðmundsdóttir , 30.3.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband