Afmælisdagur Þórhildar ;o)

IMG_8668Jáhá er ekki bara litla barnið mitt oðrin 19 ára!!!!  Skil ekkert í þessu, finnst ég ekkert eldast, allavega ekki svo hratt ;o)

Það voru nokkrir heimalingar sem litu inn í dag og fengu sér kökusneið i tilefni dagsins. Var boðið upp á sjónvarpsköku, súkkulaðiköku og brauð a la Björk, takk fyrir uppskriftina Björk ;o) borið fram með sænskum ostum, pestó og danskri salami.

Þegar allir voru orðnir mettir var farið í sing star og söng hver með sínu nefi og sínum tilþrifum, góð skemmtun ;o)

Það voru syngjandi glaðir krakkar sem stigu út úr rútunni við Åsgårdskole síðastliðinn föstudag, en þá kom Svavar heim frá Geilo ásamt bekkjarfélögum. Allir með rjóðar kinnar og sumir með freknur ;o) Setjum inn myndir frá Fagerlig en það heitir staðurinn sem hann var á, þegar búið er að framkalla myndirnar.

Annars er allt við það sama tíminn flýgur áfram og alltaf nóg að gera. Ég er að vinna að stóru verkefni í konstruksjondesign og skruppum við Lilja inn til Oslóar í gær til að gera smá greiningu á svæðinu sem við erum að vinna með.  Osló ilmaði af vori, laukarnir farnir að kíkja upp úr moldinni, fólk var úti að hreinsa til og mikið líf í sveitaborginni.  

Síðastliðinn fimmtudag bilaði sjónvarpið, það hefur reyndar verið að stríða okkur undanfarið  og stundum höfum við ekki getað kveikt á því í marga dag, vorum alveg hætt að  skilja í þessu, en í þetta skiptið ákvað konan að fjárfesta í nýju sjónvarpi. Það var hugsað til framtíðar og keypt 32" sjónvarp, ansi stórt í litlu stofuna.

 Bless í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Til hamingju með stóru stelpuna þína  Já mikið svakalega hlýtur þú að vera gömul Oddný mín, að eiga 19 ára gamalt "barn".  Er hún örugglega ekki bara systir þín?  ...og það tvíburasystir þín þar að auki, hehehe   En góða hættu nú þessu röfli um vor í Noregi. Það sést alveg á myndum frá þér að það er ekkert vor! Þú getur kannski blekkt sjálfan þig en ekki okkur á Íslandi  hahahaha.

Bestu kveðjur frá Önnu "frænku".

Anna Viðarsdóttir, 19.3.2007 kl. 15:22

2 identicon

jú jú svona líður tíminn frá okkur og við alltaf jafn ungar ;-) en vorið er nú samt örugglega lengra komið hér í Svíaríki og ennþá lengra í London þar voru páskaliljurnar í fullum blóma

kveðja guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband