8.3.2007 | 11:11
Vorið að koma!!
Jæja, kominn tími til að setja nokkrar línur hér inn. Tíminn flýgur áfram og við í Noregi siglum hraðbyri inn í vorið, aðeins of snemmt segja norðmenn. Síðastliðinn þriðjudag byrjaði að rigna og hitastigið steig upp og er nú snjórinn óðum að hverfa, ekki hægt að vera á skíðum lengur.
Svavar náði í restina á snjónum í göngubrautunum en hann fór í 3 kílómetra túr á þriðjudaginn með bekknum sínum, en það er undirbúningur fyrir "leirskolen" upp í Geilo í næstu viku. Þið getið skoðað heimsíðunna þeirra hér http://www.fagerli.no/index.php?pageview=def Hann veður líka í undirbúningi fyrir ferðina á föstudaginn. Manni finnst það svolítið skrítið en margir í bekknum hans hafa aldrei farið svona langan tíma í burt frá foreldrum, en þau verða frá 12.-16. mars. Svavar er þrælvanur, búin að fara í sumarbúðir í mörg ár ;o)
Þórhildi gengur alltaf jafnvel í skólanum, hún er svo samviskusöm stelpan. Hún var í prófi í sögu og ensku í gær, þarf ekki að spyrja að því en henni gekk ljómndi vel. Um síðustu helgi fór hún með bekknum á leiksýningu í Osló, var svona hálfgert uppistand, nánar um það inn á Þórhildar síðu seinna í dag ;o) Tengill hér til hliðar.
Síðastliðinn laugardag var settur á sig varalitur og brunað til Svíþjóðar, en þangað förum við íslendingarnir reglulega til að versla í matinn, erum u.þ.b. einn klst. að keyra þangað. Þórhildur og Svavar pössuðu Óskar á meðan við Lilja, Bebba og Sigtryggur skrupum. Það munar ansi mikið á kjöti, osti og víni ;o) T.d. fær maður 3 kg oststykki á 120 sænskar krónur en ostur hér í Noregi er á svipuðu verði og heima. Og 2 kg af kjúklingabringum á 149 sænskar krónur sem er helmingi ódýrara en hér í Noregi. Já og ein rauðvínsflaska 47 kr. Þannig að bíltúr til Svíþjóðar, á svona tveggja mánaðarfresti, margborgar sig. Eftir Svíðjóðartúrinn var ákveðið að grilla saman og var grillið ásamt kolum og olíu grafið upp úr geymslunni, er þá grilltíminn hafinn ;o)
Ég fór í nemendatúr inn í Osló síðastliðinn þriðjudag, í rigningunni og vorum við að skoða svæði við erum að fara að taka fyrir sem nemendaverkefni. Þetta er stórt verkefni sem að gengur í gengum alla önnina. Fór svo aftur inn í Osló í gær á bílnum :o) Svavar og Lilja með í för. Vorum að kaupa fótboltaskó og legghlífar á Svavar, ætluðum svo að finna á hann æfingargalla en það var ansi lítið úrval. Vetrarbúnaður tekur enþá allt pláss í hillunum. Við vorum á þeim tíma sem mesta traffíkin var og var konan pínu sterssuð að vera að flækjast í miðborginni á þessum tíma. Tek það fram að það er ekkert auðvelt að keyra í miðborginni, það er svo mikið af einstefnugötum.
Nýjar myndir í marsmöppu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Athugasemdir
Anna Viðarsdóttir, 8.3.2007 kl. 17:53
Heyrðu, sérðu ekki hvað ég er léttklædd við grillið
og svo sjást ekki farfuglarnir í myrkrinu, en ég heyrði í þeim 
Oddný Guðmundsdóttir , 8.3.2007 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.