Vetrarfrí

Villt í skóginumÞá er komin 27. febrúar, ætlaði nú að vera duglegri að segja fréttir af okkur en einhvernvegin flýgur tíminn bara frá manni. En stefni á að setja inn nokkrar línur í hverri viku, það er alla vega góð áætlun sjáum svo hvað setur.

Á afmælisdag Haralds noregskonungs þann 21. febrúar fengum við góða gesti til okkar, tengdamamma mín hún Áslaug og Áróra komu og eyddu vetrarfríinu með okkur.  Ég fékk a vísu ekkert vetrarfrí, en ég vann mér í haginn og átti frí alla helgina.  Þórhildur og Svavar fengu 9 daga vetrarfrí og fóru í skólann aftur í gær.

Síðastliðin föstudag fóru þær Þórhildur, Áslaug og Áróra til Osló. Þær skoðuðu meðal annars íslistaverk fyrir utan höllina og voru þær að spá í hvort að hr. Ólafur Ragnar hefði fært honum Haraldi hluta af Vatnajökli að gjöf ;o)

Á laugardaginn fórum við í  Tekniska safnið í Osló http://biblioteknett.no/alias/HJEMMESIDE/ntm/ mælum við alveg með því að skoða það.  Næst lá leiðinn upp á Holmenkollen, ætluðum reyndar á skíða-safnið en það var búið að loka því, en við fengum okkur heitt kakó og með því. Því næst lá leiðin til Drøbak en það er strandbær í um 12 kílómetra fjarlægð frá Ås.  Þar fórum við á veitingastaðinn Marimar og borðuðum dýrindismáltíð í boði Valgeirs.

Á sunnudaginn fóru þær Þórhildur og Áróra í skíðatúr, færið var ekkert of gott því það hafi snjóað nokkuð. En ég, Svavar og Áslaug fengum okkur göngutúr í skóginum, við sáum mikið af dádýrasporum en engin dádýr.

Þær Áslaug og Áróra flugu svo heim til Íslands í gær, það var frábært að fá þær í heimsókn og erfitt að kveðja, en við sjáum þær aftur í sumar.

 Jökull vinur Svavar á 12 ára afmæli í dag, Jökull ætlar að koma í heimsókn eftir að Svavar er búin í skólanum í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ég neita því ekki að mig var farið að lengja eftir bloggi frá þér. Maður er alltaf með hugann hjá þér Oddný mín. Gott að heyra að þú hefur það gott. Hvernig gengur annars með Þórhildi og hennar húsverk?

Anna Viðarsdóttir, 28.2.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband