13.2.2007 | 09:22
Afmæli Svavars!!
Það er búið að vera svo mikið að gera að ekki hefur gefist tími til að skrifa. Síðastliðinn laugardag varð Svavar tólf ára, eins og einhverstaðar hefur komið fram. Þetta var fámennt og góðmennt afmæli, það voru sex sem afboðuðu komu sína, en það er svipað hér og heima, margir sem liggja í flensu. Og einhverjir gleymdu, eins og einn sem hringdi miður sín á sunnudagskvöld en þá hafði pabbi hans gleymt að láta hann vita af afmælinu. Það voru ekki nema fjórir sem að mættu í afmælið, en strákarnir skemmtu sér mjög vel og er þá tilgangnum náð. Held líka að fámennið hafi haft sína kosti, Svavar náði góðri tengingu við strákana og er hann orðin ansi góður í norsku, strákurinn ;o)
Þeir byrjuðu á að fara leika sér með LEGO sem greinilega er mjög vinnsælt hér. Fengu sér svo heimatilbúna pizzu, drengirnir sporðrenndu tveimur stórum pizzum og höfðu ekki lyst á kökunni fyrr en löngu seinna. Þeir horfðu á bíómynd í "kino" salnum í næstu íbúð ( þeirra Bebbu og Sigtryggs ) og komu svo aftur yfir og fóru í Play station hreyfileikinn sem að Hildur amma og Svavar afi gáfu honum í afmælisgjöf, og var það mikið fjör og gaman, og stofan kannski helst til of lítil ;o) Það voru glaðir strákar sem yfirgáfu samkvæmið.
Eftir afmælið var slatti eftir af pizzadeigi, þannig að í kvöldmat voru auk okkar hér, Lilja, Jón Ottó, Bebba, Sigtryggur og Óskar.
P.s. Erla og Jenný áttu líka afmæli þann 10. febrúar. Til hamingju stelpur!!
Skíðatúr 11. febrúar
Á sunnudaginn fórum við Svavar í skíðatúr með fjölskyldu bekkjarbróðurs Svavars. Við getur sett á okkur skíðin fyrir utan dyrnar og þrammað af stað, algjör lúxus. Við gengum á skíðum upp á Kajaveien þar sem Amund bekkjabróðir Svavars á heima. Foreldrar Amund heita Molly og Vidar, yngri bróðir Amundar, Yngvard var líka með. Við fórum c.a. 10 kílómetra hring í frábæru veðri, það var reyndar -9°C en það kom ekki að sök. Á nokkrum stöðum í skóginum sat fólk við bál og var að grilla, en það er mjög algengt hér. Þegar við vorum u.þ.b. hálfnuð komum við að "hytte" en það eru skáta-hyttur hér um allt, í þeim er hægt að kaupa heit kakó og vöfflur á sunnudögum. Krakkarnir sem eru í skátunum fara á laugardögum og gista og eru svo að selja veitingar á sunnudögum, frábær hefð. Túrinn gekk sem sagt vel og voru þreyttir ferðalangar sem skriðu í bólið á sunnudagskvöld.
P.s. Svavar er farinn að æfa fótbolta og segir hann að það sé miklu skemmtilegra á æfingum hér en heima á Akranesi ;o) Meira um það síðar.
Það eru fleiri myndir komnar inn á möppuna undir Febrúar ;o)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 27.2.2007 kl. 10:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.