Á morgun !!

Hérna gengur lífið sinn vanagang, það snjóra bara og snjóar ;o) Svavar og Þórhildur eru orðin hress af pestinni sem annarr hver maður er með hér.

Mynd frá HemsedalÍ gær vorum við Svavar að útbúa boðskort í afmælið sem verður á morgun, þurfti svo að bera út kortinn og það var nú meira en að segja það.  Fyrir þá sem ekki hafa komið til Ås þá ætla ég að koma með smá staðháttar lýsingu.  Normenn telja bæjin ekki vera þéttbýlisstað, en í kommununi búa yfir 14 þúsund manns og í þéttbýlinu hér um 5 þúsund. Svo má ekki gleyma nemendum við UMB en þeir eru um 2600 manns og ansi margir búa hér á stúdentagörðum og í leiguplássi út í "bæ".  Kommunan er reyndar nokkuð stór eða um 100 km² en alla vega þá er byggðin ekkert mjög þétt og er það markmið kommununar að halda í landbúnaðarásýndina.  En allavega þurftum við Svavar að keyra ansi langar vegalengdir til að koma út boðskortum.  Það var líka snjókoma og hálka, en við erum ekki með nagladekk undir bílnum, þó svo að okkur finnumst við vera á flatlendi hér þá voru ansi margar brattar brekkur á leið okkar í gær.  En þetta hafðist allt að lokum, en mikið var ég fegin að hafa ekki boðist til þessa að keyra drengina heim eftir afmælið, en það tíðkast ekki hér.  Svavar bauð öllum strákunum í sínum bekk en þeir eru hvorki meira né minna en 16 talsins ;o)  Í dag voru reyndar þrír búnir að afboða sig.  Það verður líklega fjör hér í 48 fermetrunum, fengum reyndar lánaða íbúðina þeirra Bebbu og Sigtryggs hér við hliðina, tvö skref á milli.  En þau eiga stórt sjónvarp og verður "bíósalurinn" þeim megin ;o)  

Svavar fór heim með Lilju í kvöld og bökuðu þau afmælisköku og Þórhildur er að baka muffins. Og ég þykist vera að taka til og blogga í hjáverkum, það er með ólíkindum hvað það er fljótt að koma drasl í svona litlum híbýlum.

Á sunnudagin er okkur boðið með í skíðatúr, mamma bekkjafélga Svavar hringdi í gær og bauð okkur með.  Förum vinsælann hring og er hytte einhverstaðar á leiðinni þar sem hægt er að fá vöfflur og heitt kakó.  Spáinn er góð það á að vera bjart og um -9°C. 

 Sett inn myndir úr afmælinu á morgun, bið að heilsa í bili.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ég vona að Svavar og félagar skemmti sér vel í afmælinu  Ég sendi pakka, vona að hann hafi skilað sér í tíma  Til hamingju með afmælið Svavar minn ( litli vitleysingurinn )

Kveðja, Anna "frænka" ( stóri vitleysingurinn  hehe )

Anna Viðarsdóttir, 9.2.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband