Góður vinningur ;o)

Þegar að við vöknuðum í morgun hafði bætt í snjóinn, það var farið að vanta snjó í göngubrautirnar þannig að hann var kærkominn.  Annars fór ég síðast á gönguskíði í fyrradag í frekar slæmu færi.

Svavar er búin að vera lasin frá því um helgina, en hann ætlar í skólann á morgun. Þarf bara að klæða sig vel í frostinu, strákurinn.

Þórhildur er líka með einhverja lumbru í sér og var ekki í skólanum í dag. Annars var hún á skíðum alla helgina upp í Hemsedal http://www.hemsedal.com/ með bekkjarfélögum sínum. Verður örugglega hægt að lesa nánar um ferðina á blogginu hennar fljótlega http://www.blog.central.is/tobby

Lilja með flugmiðann góðaHið árlega þorrablót var haldið hjá Íslendingafélaginu í Osló um síðustu helgi, í gömlu  félagsheimili inn í Osló. Vorum við fimm sem fórum héðan frá Ási. Þetta var nú ansi merkileg samkoma, fyrir það fyrsta hef ég aldrei komið á þorrablót eða aðra samkomu þar sem að fólk yrðir varla á mann, hef alltaf talið mig frekar mannblendna manneskju. Og svo voru svolítið sérstök skemmtiatriði já, og veislustjórinn fékk sér kannski örlítið of mikið í aðra  tána. En við skemmtum okkur mjög vel og er þá markmiðinu náð. Það sem stóð upp úr var að hún Lilja vann flugfar fyrir tvo til Íslands, og til baka aftur Smile með Icelandair.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Það er þá bara ekki spurning. Næsta ár mætið þið frá Ási með skemmtiatriði og rífið upp stemminguna

Anna Viðarsdóttir, 7.2.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband