Stórt hreindýr með horn eða ??

Við búum hér nánast úti í skógi og er dýralífið ansi fjölbreytt, fyrir utan fjölbreytt fuglalíf höfum við séð íkorna og dádýr.  Eitt dýr bættist á listann hjá Svavari í gær.

Hann var að fara út með rusl, en eins og á öðrum heimilum hefur hver sínum skildum að gegna, er það í Svavars verkahring að fara út með sorpið. Fyrir aftan húsið okkar er þéttur skógur eins og áður hefur komið fram. En allavega var Svavar eitthvað niðursokkinn, líklega verið að hugsa um Lego sem hann var nýbúin að vera að skoða á heimasíðu, með mjög "ódýru Lego" að hans sögn, á netinu.  Hann lítur upp þegar hann er að nálgast ruslagáminn og horfir beint í augun á risastóru "hreindýri með horn". Það er spurnign hvor hefur orðið hræddari, Svavar eða elgurinn. Elgurinn elti hann ekki inn þó svo að annað hefði mátt halda þegar að Svavar geystist inn um dyrnar. Spennandi líf!!

En talandi um skildur á heimilinu, þá hef ég verið að spá í hvort ég ætti að setja dagsektir á Þórhildi. Hún á að þrífa baðherbegið einu sinni í viku, en... það líður oft aa..ðeins lengra á milli. Eftir áramótin setum við svo skilmála "það á að vera búið að þrífa í síðasta lagi um hádegi á laugardögum" enn.. það hefur ekki alveg staðist.  Hvað á móðir að gera sem vill standa sig í uppeldinu? Setja á dagsektir eða ???? Eða er of seint í rassinn gripið?  Hún er jú að verða 19 ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Límmiðar henta vel hjá mér, þá safnar maður límmiðum sér útbúið blað og þegar þeir eru orðnir visst margir eru einhver verðlaun. EN ætli Þórhildur sé ekki orðin aðeins of gömul fyrir límmiða! hehe

Takk fyrir seinast

Berglind (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Úbs! Athugasemdin mín lenti undir röngu bloggi. Svo að þá er það bara Copy og Paste og skella þessu á réttan stað:

Já... sko... þar sem ég hef svo mikla reynslu í að ala upp börn þá finnst mér ég verða að koma með ráð handa þér. Hvernig væri að þú hótaðir að setja upp tossalista hér á blogginu ef að hún stendur sig ekki.  Þannig að þá vill hún kannski ekki að ALLIR sæu hvernig hún er ekki að standa sig... hehehe... æ, ég er svo andstyggileg alltaf  Það er sennilega eins gott að ég hef ekki fengið hlutverk sem uppalandi  Gangi þér vel með þetta... já og passið þið ykkur á dýrunum í skóginum. Mikki refur gæti verið þarna líka

Anna Viðarsdóttir, 4.2.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband